Færsluflokkur: Bloggar

Fönn, fönn er ekki fun!

Vá hvað maður getur orðið þreyttur á þessu veðri. Ég eyddi deginum í dag að mestu leyti við að moka snjó og þjösnast á vinnubílnum sem sat fastur á milli klukkan 8 og 9 í morgun og síðan aftur á milli klukkan 10 og 14. Í stað þess að vera að vinna inni í hlýjunni þá var ég með skóflu í hendi og kalinn á skallanum mesta hluta dagsins. Reyndar var vinnustaðurinn nánast óvinnufær vegna manneklu, af 8 starfsmönnum voru 3 að moka snjó, einn var í fæðingarorlofi, einn að taka bíómynd og þá voru bara þrír eftir sem þurftu að sjá um alla vinnuna og mikið öfundaði ég þá. Núna sit ég hér fyrir framan tölvuna og finn hvernig heilinn á mér er að þiðna.

Mér leið í dag eins og þessum hörku bílstjórum sem þurfa að keyra yfir allar stóru heiðarnar í kafaldsbyl og þegar þeir eru komnir efst á heiðina, þá stoppa þeir til að keðja dekkin berhentir. Nema það að ég skalf eins og hrísla í kuldanum, ég fékk aðstoð frá öðrum vinnufélögum til að reyna að losa bílinn og ef það hefði ekki tekist þá hefði ég bara skokkað upp í Leifsstöð sem var í 100 metra fjarlægð frá pikkföstum bílnum og fengið mér samloku og kók og tekið leigubíl heim.


One Hit Wonder. -8. sætið.

Í áttunda sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma að mínu mati er lagið Kung Fu Fighting með Carl Douglas. Lagið kom út árið 1974 og varð eini stórsmellur Carls. Hann reyndi þó að fylgja laginu eftir og urðu tvö lög frá honum nokkuð vinsæl, en vinsældirnar mátti eingöngu rekja til stóra smellsins hans.

Carl Douglas flytur lagið Kung Fu Fighting.


Köngulóavinafélagið gagnrýnir dauðadóminn.

Þetta er fyrsta blogg mitt sem meðlimur í Köngulóavinafélaginu.

Ég er að búa mig undir að stofna Köngulóavinafélagið, vegna þess að mér finnst könguló lifa við mikla fordóma (aðallega frá kvenmönnum). Þessi dýr eru saklaus og falleg og verður það mitt markmið að minnka fordóma gegn könguló og kenna fólki að lifa með þessum yndislegum dýrum.

Ég fordæmi þennan dauðadóm yfir saklausa dýrinu.


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Ebay.

Þetta er það rétta að banna seljendum að gefa kaupendum neikvæða umsögn svona auðveldlega eins og hefur tíðkast á ebay. Ég kaupi stundum hluti á ebay og þegar ég byrjaði að kaupa á ebay, þá fékk maður strax umsögn frá seljendum, það er fátítt núna. Núna fær maður ekki umsagnir fyrr en ég hef gefið mína umsögn. Það er eingöngu gert vegna þess að ef ég gef ekki jákvæða umsögn, þá fæ ég ekki jákvæða umsögn.

Ég keypti myndavél á föstudaginn á ebay og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ég geri það og keypti ég af sama aðila í bæði skiptin. Eftir að hafa keypt hlutinn þá hefur byrjað meiriháttar mál að eiga við seljendann um að borga vöruna og koma honum í skilning um að ég vilji ekki kaupa neitt meira af honum. Síðast þegar ég keypti myndavél af þessum aðila þá lenti ég í svipuðum málum og hef ég ekki enn gefið honum umsögn, aðallega vegna þess að mér finnst hann ekki eiga skilið að fá jákvæða umsögn og ef ég gef honum neikvæða umsögn þá mun hann væntanlega gefur mér slíkt hið sama og það vil ég ekki.

Mér finnst eðlilegt ef ég kaupi vöru af verslun að ég hafi rétt á að kvarta yfir kaupunum ef þau standast ekki þá skilmála sem þau eiga að gera, en það þýðir ekki að seljandinn eigi að geta kvartað yfir mér. Tökum dæmi, ég kaupi DVD spilara í Elkó og spilarinn er ekki eins og mér var sagt að hann væri, þá er eðlilegt að ég geti kvartað yfir kaupunum, en þeir eiga ekki að geta kvartað yfir mér fyrir það eitt að vera ósáttur við ranga vöru.

Ég vil taka það fram að ástæðan fyrir því að ég keypti aftur af sama aðila þrátt fyrir að vera ósáttur við hann, er sú að hann selur frábærar myndavélar á ótrúlegu verði, að minnsta kosti miðað við íslenskt verðlag.


mbl.is Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott byrjun hjá Óla!

Ég get nú ekki annað en hugsað með hrylling ef þetta sé það sem koma skal hjá landsliðinu undir stjórn Óla Jó. En aftur á móti þá vil ég frekar að Ísland tapi æfingaleikjunum heldur en leikjunum í stóru keppnunum. Vonandi er Óli að nota tækifærið að sía út þá leikmenn sem eiga ekkert erindi í landsliðið, svo þegar HM byrjar í haust þá verður Óli kominn með réttu blönduna og stigin halast inn. Kannski er þetta fjarlægur draumur hjá mér!


mbl.is Annað tap á Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er orðinn tækjafrík.

Ég hef ekki verið duglegur að blogga að undanförnu og er ástæðan sú að ég hef eytt miklum tíma í nýju græjurnar mínar. Ég hef ekki haft mikinn tíma á undanförnum árum í að viðhalda tæknidellunni minni, en síðan fékk ég flottann sjónvarpsflakkara í afmælisgjöf og hef verið duglegur síðan að horfa á hann og að verða mér út um efni á hann. Í dag horfði ég til dæmis á áramótaskaupið 1983 og fannst ekki mikið til þess koma, þótti það reyndar afspyrnuslakt og ég komst líka að því að það sem gerðist á því merka ári 1983 var það að Gullskipið fannst og kom í ljós að það var ekki Gullskip og Albert Guðmundsson var fjármálaráðherra og var hann mjög duglegur að strika yfir skuldir fyrirtækja og einstaklinga. Þeir sem hafa verið að kvarta yfir síðasta áramótaskaupi ættu að horfa á þetta skaup.

Ég fékk líka peninga í afmælisgjöf og ákvað að nota þá í gamlan draum, það er að kaupa alvöru myndavél. Í stað þess að kaupa myndavélina hér með íslenskri álagningu þá ákvað ég að fara á netið og verslaði ég myndavélina beint frá Ameríku. Ég keypti mjög góðan pakka með öllu og kostaði hann kannski um 40% af því verði ef ég hefði keypt hann í verslun hérlendis. Það er ótrúleg álgning á myndavélum í verslunum hér, eins og á flestum öðrum vörum. Ég er búinn að vera duglegur að taka myndir í vikunni og verð að segja eins og er að ég er í mikilli framför.

Ég fékk síðan heimsókn á föstudagskvöld og þegar sá aðili sá myndavélina mína og þann útbúnað sem ég fékk fyrir þetta verð, þá varð hann svo spenntur að ég varð að kaupa annan svona pakka fyrir hann. Enda er verðið þannig að ég fékk myndavél með 4 linsum, tveim þrífótum, filterum, flassi, tveim töskum, annars vegar bakpoka fyrir myndavélina og fartölvu og hinsvegar áltösku fyrir myndavélina og aukahlutina, batterí, stórt minniskort og svona gæti ég haldið áfram og fyrir þetta borgaði ég nánast sama verð og fyrir bara myndavélina hér, án linsu og allra aukahluta.

ruðningurNúna sit ég fyrir framan sjónvarpið og horfi á Superbowl leikinn, er reyndar einn fyrir framan sjónvarpið hérna núna, en ég hef grun um að margir kvenmenn séu líka að horfa á leikinn, þar sem amerískir fótboltamenn eru þekktir fyrir kynþokka sinn.


Ókeypis ráð til Sjálfstæðismanna frá mér.

reykjavikÞað er rétt sem Þorgerður Katrín segir að það varð mistök og klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í haust. En hún segir ekki að Sjálfstæðismenn eru að endurtaka leikinn núna og síðustu vikur hafa verið algjört klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ef Sjálfstæðismenn ætla að koma þokkalega frá þessu borgarstjórnarklúðri, þá ætti Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún að setjast niður og mynda nýjan og starfhæfan meirihluta í borginni. Villi og co hafa sýnt það að þeir geta ekki myndað starfshæfa borgarstjórn og þess vegna þarf einhvern sem hefur vit á stjórnmálum til mynda nýja stjórn og Geir Haarde er rétti maðurinn í það.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One Hit Wonder. -9. sætið.

Í níunda sæti yfir stærsta One Hit Wonder lag allra tíma er lag belgísku nunnunar, Sister Luc Gabriel. Nunnan hét Jeanine Deckers og fæddist í Belgíu 17. október 1933 og gerðist nunna og gekk í klaustur í Belgíu árið 1959. Árið 1963 gaf hún út lagið Dominique og varð heimsfræg sem syngjandi nunnan. Hún kom fram í sjónvarpi og vakti mikla athygli hvar sem hún kom, árið 1966 kom út bíómynd um Jeanine sem hét The Singing Nunog fór Debbie Reynolds með hlutverk nunnunnar. Jeanine vildi ekkert með myndina gera og sagði hana hreinan skáldskap og uppspuna og væri fátt í myndinni sem ætti stoð í raunveruleikanum.

Nokkrum árum eftir að lagið Dominique kom út gekk hún klautrinu og reyndi að slá í gegn sem tónlistarmaður og  gaf hún út plötu árið 1967 sem hét I'm Not A Star In Heaven. Platan gekk vægast sagt illa og voru nokkrar ástæðu fyrir því og var ein ástæðunum sú að hún hafði opinberað samkynhneigð sína og það fór fyrir brjóstið á mörgum. Hún barðist alla tíð mjög fyrir auknum réttindum fyrir samkynhneigða og var að mörgu leyti frumkvöðull í þeirri baráttu.

Snemma á áttunda áratuginum stofnaði Jeanine skóla fyrir einhverf börn ásamt sambýliskonu sinni Annie Pécher og starfaði við hann í mörg ár. Seint á áttunda áratuginum sakaði belgísk yfirvöld hana um skattasvik og þrátt fyrir baráttu hennar fyrir sakleysi sínu var dæmd til að greiða skattayfirvöldum háa peningaupphæð og varð nánast gjaldþrota við það. Árið 1982 reyndi Jeanine að hefja aftur tónlistarferil en eins og áður þá tókst það ekki. Jeanine og Annie létust af völdum óhófslegs lyfja og áfengisneyslu í mars 1985, þá var Jeanine 51 árs að aldri.

 

Jeanine Deckers syngur lagið Dominique þegar hún var að reyna að hefja tónlistarferillinn sinn aftur árið 1982.

Við eigum líka inni afsökunarbeiðni!

Úr því að Arabarnir vilja fá afsökunarbeiðni frá okkur vegna einhvers smámáls í Danmörku, þá finnst mér að við eigum að krefjast afsökunarbeiðni frá Aröbum vegna tyrkjaránsins.


mbl.is Vildu að forsetinn bæðist afsökunar á framferði Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One Hit Wonder. -10. sætið.

Núna er komið að lista yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma. Ég ákvað að velja 10 lög sem mér finnst vera stærstu One Hit Wonder lögin. Það lag sem er stærsti One Hit Wonder smellurinn er það lag sem varð vinsælast og hefur lifað lengst, án þess að flytjandinn hafi náð að koma með annan smell.

Í 10. sæti er Toni Basil með lagið Mickey. Lagið kom út 1982 og varð gríðarlega vinsælt og var myndbandið eitt það vinsælasta sem sýnt var á MTV sjónvarpsstöðinni á níunda áratuginum, lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans og í annað sætið á þeim breska. Í myndbandinu er Basil klædd sem klappstýra og er í einkennisbúning Las Vegas High School. Þess má geta að Toni Basil var 39 ára þegar kom fram í myndbandinu.

10. sætið. Toni Basil með lagið Mickey.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband