Áramótabloggiđ.

Ég vil byrja á ađ óska öllum gleđilegs ár og takk fyrir ţađ gamla. Ađ vanda kem ég međ smá upprifjun á árinu sem var ađ líđa, en ţađ hefur veriđ mjög viđburđarríkt. En ţađ var eitt atvik sem stendur upp úr á árinu, en ţađ var andlát sonar míns hans Hugins Heiđars sem lést í mars síđastliđnum. Ég hef ákveđiđ í áramótaupprifjuninni ađ minnast ekkert á Hugin, ađallega vegna ţess ađ ţá vćri sennilega ekki minnst á neitt annađ, enda var hann slík hetja.

Heimsókn ársins: Ísbirnirnir.

Ofsjónir ársins: Allir hinir ísbirnirnir. 

Tölvunörd ársins: Bjarni Harđarson.

Hringlavitleysa ársins: Borgarstjórnarmálin í Reykjavík.

Flóttamađur ársins: Paul Ramses.

Múgćsing ársins: Árásin á lögreglustöđina.

Kveđja ársins: Guđjón Ţórđarson ţegar hann sagđi um syni sína og ađra leikmenn ÍA, "Mađur gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít".

Viđskiptamenn ársins: Allir nema útrásarvíkingarnir.

Silfur ársins: Ólympíusilfriđ.

Dómari ársins: Ţorsteinn Davíđsson Oddssonar.

Handtaka ársins: Ţegar Ágúst Fylkisson vörubílstjóramótmćlandi var handtekinn fyrir ađ berja löggu í beinni.

Uppreisn Ćra ársins: Vilhjálmur Bjarnason, hann var alltaf leiđinlegi gaurinn sem spurđi utrásarvíkingana leiđinlegu spurninganna. Síđan kom í ljós ađ fólk hefđi átt ađ hlusta á hann.

Frumkvöđull ársins: Hörđur Torfason.

Bóla ársins: Sturla Jónsson.

Heppnasti mađur ársins: Baldur Guđlaugsson ráđuneytisstjóri. Fyrir ađ selja hlutbréf sín í bönkunum rétt fyrir falliđ á ţeim ţrátt fyrir ađ vita ekkert um raunverulegt ástand hjá bönkunum, ţó hann hefđi setiđ fundi um vandrćđi bankanna.

Heppnasta kona ársins: Birna Einarsdóttir bankastjóri Glitnis fyrir ađ fatta ekki ađ gleymst hefđi ađ taka 190 milljónir út af debetkortinu hennar til ađ kaupa í Glitni.

Ummćli ársins: Halldór J. Kristjánsson, "Ég er stoltur af Icesave" og ţetta sagđi hann eftir ađ Icesave, hugfóstur hans gerđi Ísland nánast gjaldţrota.

Snillingur ársins: Verslunarmađurinn sem tók á móti 10.000 króna seđlinum og gaf til baka.

Framkvćmd ársins: Heiti potturinn sem viđ settum upp viđ húsiđ okkar.

Landráđamenn ársins: Of margir til ađ nefna ţá alla hér.

Hryđjuverkamenn ársins: Íslenska ţjóđin.

Leikur ársins: Crystal Palace vs Scounthorpe.

Hefnd ársins: Ţegar Íslendingar sendu Guđjón Ţórđarson aftur til Englands.

Kaup ársins: Ţegar viđ keyptum fellihýsiđ okkar.

Dóni ársins: Helgi Seljan.

Fasteignakaup ársins: Ţegar Reykjavíkurborg keypti ónýta kofa á Laugaveginum fyrir 600 millur.

Fasteignasala ársins: Ţegar einhverjir gaurar náđu ađ selja Reykjavíkurborg ónýta kofa fyrir 600 millur.

Vonbrigđi ársins: Ţegar Keflavík missti af Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu.

Tískuorđ ársins: Drekasvćđiđ.

Dagur ársins: 3. janúar 2008, dagurinn sem ég var 40 ára.

Viđtal ársins: Öll viđtölin viđ Ólaf Stefánsson.

Djammari ársins: Ólafur F. Magnússon.

Hvunndagshetja ársins: Karen Helga Steinsdóttir, heimasćtan á Hrauni sem sá fyrst allra seinni ísbjörninn.

Móttaka ársins: Ţegar handboltagaurarnir komu heim. Slík móttaka hefur ekki sést síđan Keikó kom heim um áriđ.

Klúđur ársins: Ţegar Árni Mathiesen tímdi ekki ađ borga 200 millur til ađ koma Icesave undir breska lögsögu og ţađ kostađi íslensku ţjóđina orđsporiđ og einhverja hundruđi milljarđa. Takk fyrir ţađ Árni.

Námsmađur ársins: Tindur Jónsson, fanginn sem dúxađi í efnafrćđi.

Dýrasti saumaklúbbur ársins: Fjármálaeftirlitiđ.

Della ársins: Ljósmyndadellan mín.

Skyndibiti ársins: Einn sveittur hjá Villa.

Mađur ársins: Vilhjálmur Bjarnason. Gaurinn sem var lagđur í einelti af útrásarvíkingunum vegna ţess ađ hann vissi um rugliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband