Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er komið 1975 aftur?

Það er eins og að árið 1975 sé runnið upp aftur, það er ansi margt líkt með ástandinu á Íslandi í dag og því sem var á árinu 1975. Hér er 5 atriði sem eru eins.

1. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður.

2. Ísland og Bretar eiga í stríði.

3. Það ríkir óðaverðbólga á Íslandi.

4. Það eru gjaldeyrishöft á Íslandi.

5. ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson eru í efsta sæti vinsældarlistans á Íslandi.


Þetta sýnir að Keflavík voru bestir í sumar!

ksiEkki amalegt fyrir Keflvíkinga að eiga besta leikmanninn, besta þjálfarann og bestu stuðningsmennina. Þetta sýnir bara að Keflvíkingar voru bestir í sumar. Það eina sem kom í veg fyrir að Keflvíkingar urðu ekki Íslandsmeistarar var Jóhannes Valgeirsson sem þorði ekki að dæma víti í lokaleik Keflavíkinga, ef hann hefði dæmt vítið þá væru við í Keflavík enn að fagna titlinum. Ég er samt ekkert sár yfir því að mínir menn skyldu lenda í öðru sæti, en þeir voru bara svo nálægt því að enda í því fyrsta. Það er líka gaman að segja frá því að Jóhannes var valinn besti dómarinn.

Ég horfði á Landsbankamörkin í sumar á Stöð2 sport og fannst þátturinn frábær, en ég var ekki sáttur við lokaþáttinn þar sem Tommi og Maggi höfðu sitt lokahóf. Þeir völdu Heimi Guðjónss besta þjálfarann og ástæðan FH urðu Íslandsmeistarar, þeir völdu Davíð Þór Viðarsson besta leikmanninn og af hverju, jú FH urðu Íslandsmeistarar og þeim fannst Davíð vera bestur FH-inganna, þeir sögðu meira að segja að ef Keflvíkingar hefðu orðið Íslandsmeistarar þá hefðu þeir valið Guðmund Steinarsson! Síðan þegar þeir áttu að velja besta dómarann, þá gátu þeir það ekki og völdu alla dómarana sem bestu dómarana. Mikið svakalega fóru mennirnir niður að mínu mati við þetta, það var eins og þeir gátu ekki tekið sjálfstæða ákvörðun.


mbl.is Dóra María og Guðmundur best í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti spámaðurinn er..... ÉG.

Í kvöld fékk ég skilaboð um að ég væri lélegur bloggari, umræddur aðili sagðist vera farin að lesa dánartilkynningarnar til að athuga hvort hún fengi einhverjar fréttir af mér. En ég get sagt að ég er ekki slappasti bloggari landsins þar sem einn bloggvinur minn hefur ekki bloggað síðan í febrúar! ...og ég hef fulla vissu fyrir að hann sé í fullu fjöri enn þá.

ólíkt öllum öðrum þá ætla ég ekki að blogga um efnahagsmál að þessu sinni, en það blogg mun koma. Og þetta er ekki hótun! Ég ætla að koma með smá fótboltablogg svona í lok fótboltasumarsins og ég ætla að monta mig á getspeki minni. Þannig er að í upphafi sumars þá er vinsælt að spá um lokastöðu deildarinnar og þar voru margir spekingar sem spáðu og eftir að hafa skoðað spá flestra spekinganna þá hef éf komist að þeirri niðurstöðu að ég er mesti fótboltaspekingur sumarsins. Spá mín var þannig, fyrst kemur lokastaðan og síðan mín spá.

1

FH

2

2

Keflavik

4

3

Fram

5

4

KR

6

5

Valur

1

6

Fjölnir

11

7

Grindavík

7

8

Breiðablik

3

9

Fylkir

9

10

Þróttur

10

11

HK

8

12

ÍA

12

Ef gerð er einföld formúla til að finna þann sem spái best, þannig að sá sem spáir ákveðnu liði 10 sæti og liðið lendir í 4 sæti þá munar það 6 sætum og umræddur spámaður fær 6 refsistig og því fleiri stig sem spámaður fær, því lélegri spámaður er hann. Ef tekið er spá leikamanna fyrir tímabilið þá fá þeir 42 stig, Morgunblaðið og Fótbolti.net fá líka 42 stig. Njáll félagi minn sem þykir mikill fótboltagúru spáði líka um lokatöðuna og fékk hann bara 34 stig sem þykir gott. Að lokum má geta þess að ég er sennilega besti spámaðurinn þar sem ég fékk einungis 24 stig. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að ég er svona góður spámaður eða hvort ég hafi svona mikið vit á fótbolta, ég held að það sé hvort tveggja!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband