Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

One Hit Wonder. -10. sætið.

Núna er komið að lista yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma. Ég ákvað að velja 10 lög sem mér finnst vera stærstu One Hit Wonder lögin. Það lag sem er stærsti One Hit Wonder smellurinn er það lag sem varð vinsælast og hefur lifað lengst, án þess að flytjandinn hafi náð að koma með annan smell.

Í 10. sæti er Toni Basil með lagið Mickey. Lagið kom út 1982 og varð gríðarlega vinsælt og var myndbandið eitt það vinsælasta sem sýnt var á MTV sjónvarpsstöðinni á níunda áratuginum, lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans og í annað sætið á þeim breska. Í myndbandinu er Basil klædd sem klappstýra og er í einkennisbúning Las Vegas High School. Þess má geta að Toni Basil var 39 ára þegar kom fram í myndbandinu.

10. sætið. Toni Basil með lagið Mickey.


Maður vikunnar: -Ólafur F Magnússon.

Maður vikunnar er að þessu sinni Ólafur F Magnússon borgarstjóri í Reykjavík. Heiðurinn og titillinn fær hann ekki fyrir plottið sem gerði hann að borgarstjóra, heldur fyrir að spara ríkissjóði Íslands hundruði milljóna. Hann var svo klár að ákveða að kaupa Laugaveg 4-6 áður en Þorgerður Katrín náði að friða húsin. Ef Ólafur hefði beðið í nokkra daga með að kaupa kofana þá hefði þessi hundruð milljón króna reikningur fallið á ríkissjóð. En þökk sé Ólafi þá þurfa skattgreiðendur í Reykjavík að greiða fyrir kofana.

Annað sem kemur á óvart í þessu kofamáli. Hvernig stendur á því að húsfriðunarnefnd leggur til að kofarnir verða friðaðir vegna menningarlega verðmæta, en um leið og borgin kaupir kofana þá eru þeir ekki lengur menningarleg verðmæti og húsfriðunarnefnd dregur óskina um friðun til baka!

Ólafur F Magnússon

Maður vikunnar: Ólafur F Magnússon borgarstjóri.


Afmælisbarn dagsins. -Andrew Ridgeley.

Andrew Ridgeley fæddist í Windlesham í Surrey í Englandi 26. janúar 1963 og er hann því 45 ára í dag. Þegar Andrew var í skóla kynntist hann George Michael og varð mikill vinskaður þeirra á milli þar sem þeir höfðu sama áhugamál, tónlist. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina Wham sem naut gríðarlegrar vinsælda á níunda áratuginum og háði harða baráttu við Duran Duran um vinsældir unga fólksins. Frægðarsól Wham skein á árunum 1982-1986. Í lok árs 1986 hætti hljómsveitin og fóru þeir félagar í sitthvora áttina.

Andrew flutti til Monaco og hóf keppni í Formúlu3 kappakstri án þess að ná árangri. Eftir vonlausan kappakstursferil flutti Andrew til Los Angeles og reyndi að koma tónlistarferlinum á skrið aftur, án árangurs og flutti hann aftur til Englands 1990.

Andrew er mikill áhugamaður um brimbretti og brimbrettaíþróttina og eitt sinn þegar hann var að "surfa" með bróðir sínum úti fyrir strönd Englands, sýktist hann og bróðir hans alvarlega vegna eiturúrgangs sem kom úr nálægðri skolplögn. Eftir að Andrew náði heilsu á ný hefur hann barist fyrir hreinni sjó og auknu öryggi fyrir brimbrettamenn. Barátta Andrews hefur leitt til að dauðsföllum af völdum sjúkdóma sem berast frá skolplögnum eins og E.Coli hafa fækkað mikið.

Andrew býr núna í 15. aldar kastala í Cornwall í Englandi ásamt unnustu sinni, Keren Woodward. En þessi Keren er þekktust fyrir að hafa verið söngkona í hljómsveitinni Bananarama.

 

Andrew Ridgeley og George Michael í hörku stuði.


Litlar 580 milljónir fyrir gamla kofa!

reykjavikVísir.is segir að Reykjavíkurborg muni borga 580 milljónir fyrir þessa kofa. Mikið er ég feginn að vera ekki skattborgari í Reykjavík þegar maður heyrir svona sögur. Ég held að Reykjavíkurborg gæti notað peningana í eitthvað þarfara en þessi hús sem enginn hafði tekið eftir nema fyrir hvað þau væru ljót, þar til loksins einhver vildi nýta lóðina í eitthvað þarfara.

Mér finnst þessi fyrstu verk nýja meirihlutans í Reykjavík ekki góð byrjun, enda ekki von þegar Steini og Olli stjórna borginni saman. Reyndar finnst mér borgin fara eins rangt í að kaupa þessa kofa og hugsast getur. Steini og Olli segja það strax að þeir ætla að kaupa þessa kofa og varðveita þau og þar með láta þeir eigendur kofanna fá vald til að ákveða verðmæti kofanna og núna virðist þeir vera búnir að ákveða að þeir vilja að borgin borgi 580 milljónir fyrir kofanna og allir sáttir, eða eru allir sáttir?


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið hlé.

Þar sem ofurtalvan í tölvuverinu mínu er biluð, þá hef ég lítið verið á netinu að undanförnu og verð það örugglega líka næstu daga.


Olíufélögin ættu að lækka eldsneytið um 12 krónur.

shellÚr því að Skeljungur getur boðið starfsmannafélögum 10 króna afslátt af bensín verði og ferðaklúbbnum 4x4 12 króna afslátt, þá ættu þeir að geta boðið okkur hinum sambærilegan afslátt eða erum við að borga niður bensínkostnað jeppakarlanna og starfsmanna valinna starfsmannafélaga. Hægt er að skoða tilboð Skeljungs til jeppakarlanna á heimasíðu jeppakarlanna.


mbl.is FÍB sendir olíufélögum tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handboltinn er byrjaður. Púfff.

Mikið er ég feginn núna að vera ekki "handboltafíkill", það er bara þannig að ég get ekki fundið spennuna yfir því að horfa á handbolta. Ég fylgist með flestum íþróttum, hef mjög gaman af fótbolta, er fótbolti íþróttin sem ég hef mestar mætur á. Auk þess fylgist ég ágætlega með körfuboltanum og líka með ameríska fótboltanum, en áhugi minn á þeirri íþrótt tengist nær eingöngu mínum mönnum í Pittsburgh Steelers.

Ég horfði samt á landsleikinn í sjónvarpinu í kvöld, aðallega vegna þess að ég er í minnihluta á heimilinu hvað varðar handboltaáhugann. Eins og svo oft áður þá varð ég ekkert spenntur yfir leiknum en hafði þeim mun meira gaman af lýsendunum og fannst þeir ekki vera mjög hlutlausir. Það var ótrúlegt að hlusta stundum á þá. Stundum mátti ekki koma við þá íslensku án þess að þeir fóru að kvarta yfir lélegri dómgæslu og í næstu sókn var brotið illa á Svíunum án þess að dómarinn dæmdi, en það þótti þeim ekkert athugavert. En svona eru íþróttirnar og eflaust eiga lýsendurnir að vera hlutdrægir þar sem þetta er nú íslenska landsliðið.


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myanmar eða Burma?

Mér finnst það rangt og móðgandi við þá menn sem eru að berjast fyrir lýðræði í landinu að kalla landið Myanmar. Landið heitir Burma.


mbl.is SÞ gagnrýna stjórn Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pressan á Stöð2.

Ekki alls fyrir löngu bloggaði ég um Næturvaktina sem þá var á dagskrá Stöðvar 2 og lýsti yfir mikilli ánægju með þættina. Síðan kom að því að þáttaröðinni lauk og við tóku spennuþættirnir Pressan. Ég hafði ekkert mjög mikla trú á að pressan gæti fylgt Næturvaktinni á eftir hvað varðar skemmtana eða afþreyingagildi, en líkt og Næturvaktin hefur þátturinn komið skemmtilega á óvart.

dvÞættirnir eru stórgóðir og er komin töluverð spenna í þá og er ég þegar farinn að hlakka til að sjá plottið í þeim. Þættirnir eru vel gerðir og mjög vel leiknir, handritið stórgott og það er bara allt er að ganga upp í þættinum. Það er samt margt athyglisvert í þessum þáttum, til dæmis hversu erfitt er fyrir einstæða konu að fara í krefjandi starf, alla vega á meðan hún valdi ekki ábyrgðarfullan mann til undaneldis. Þá finnst manni eins og fyrirmynd blaðsins sé DV og þarna er verið að gefa aðra sín á starfsemi þess blaðs á meðan það var í æsifréttastílnum. Það er spurning hvort að þessir þættir veiti gamla DV og starfsmönnum þess uppreisn æru.


Afmælisbarn dagsins: -Michael Bond.

michael bondMichael Bond fæddist í Newbury í Berkshire 13 janúar 1926 og er hann því 82 ára í dag. Hann ólst upp í Reading og gekk þar í skóla. Hann starfaði í Konunglega breska flughernum í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir heimstyrjöldina starfaði Bond sem kvikmyndatökumaður hjá breska sjónvarpinu BBC. Hann byrjaði að skrifa smásögur 1945 og seldi hann sína fyrstu smásögu til tímaritsins London Opinion. 13 árum síðar eða 1958 kom út fyrstapaddington bókin eftir Bond og sló hún rækilega í gegn. Heitir hún á frummálinu a Bear Called Paddington, fjallaði hún um bangsa sem var sendur af Aunt Lucy frá dimmasta hluta Perú til London, með eina krukku af marmelaði. Sagan sló rækilega í gegn og Bond líka og 9 árum síðar hætti hann störfum hjá BBC og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann skrifaði fjöldann allan af bókum um bangsann Paddington og ævintýri hans, þá skrifaði hann líka margar sögur um Olga da Polga og margar aðrar sögur.

Árið 1997 hlaut Michael Bond OBE-verðlaunin fyrir ritstörf í þágu barna. Í júlí 2007 var Bond veitt heiðursdoktorsnafnbót frá háskólanum í Reading. Michael Bond er giftur og á tvö börn, hann býr í London í nágrenni Paddington-stöðvarinnar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband