Ókeypis ráð til Sjálfstæðismanna frá mér.

reykjavikÞað er rétt sem Þorgerður Katrín segir að það varð mistök og klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í haust. En hún segir ekki að Sjálfstæðismenn eru að endurtaka leikinn núna og síðustu vikur hafa verið algjört klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ef Sjálfstæðismenn ætla að koma þokkalega frá þessu borgarstjórnarklúðri, þá ætti Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún að setjast niður og mynda nýjan og starfhæfan meirihluta í borginni. Villi og co hafa sýnt það að þeir geta ekki myndað starfshæfa borgarstjórn og þess vegna þarf einhvern sem hefur vit á stjórnmálum til mynda nýja stjórn og Geir Haarde er rétti maðurinn í það.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jahérna Mummi minn,nú er ég orðlaus ég bý í Reykjanesbæ eins og þú minn kæri vin.Og hér eru sjálfstæðismenn með 56% í bæjarstjórn allur peningur farinn í skreytingar og bull meira og minna vegna ljósanæturbrölts undanfarin ár,og hver vitleysingurinn af fætur öðrum hér eins og í henni Reykjavík.Og varðandi þessa fínu frú hana Þorgerði ég segi bara say no more sko.

En auðvitað er vitað að ég þoli ekki íhaldið og hef aldrei gert góða helgi Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.2.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Mummi Guð

Úlli, ég er að mörgu leyti sammála þér, en Sjálfstæðisflokkurinn hér í Reykjanesbæ hefur gert líka margt gott og það finn ég fyrir sem foreldri. Ég er ekki bara foreldri, heldur er ég líka foreldri langveiks barns sem þarf mikla aðstoð. Þar hefur Reykjanesbær komið frábærlega fram við okkur og veitt okkur mikla aðstoð og ég er ekki endilega að tala um fjárhagsaðstoð.

Þegar við höfum verið að tala við foreldra annarra langveikra barna, þá sé ég vel hversu gott er að búa í Reykjanesbæ.

Það mætti aftur á móti taka sjúkrahúsið hér í gegn, þvílík ömurleg stofnun.

Mummi Guð, 4.2.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband