Gott hjá Ebay.

Þetta er það rétta að banna seljendum að gefa kaupendum neikvæða umsögn svona auðveldlega eins og hefur tíðkast á ebay. Ég kaupi stundum hluti á ebay og þegar ég byrjaði að kaupa á ebay, þá fékk maður strax umsögn frá seljendum, það er fátítt núna. Núna fær maður ekki umsagnir fyrr en ég hef gefið mína umsögn. Það er eingöngu gert vegna þess að ef ég gef ekki jákvæða umsögn, þá fæ ég ekki jákvæða umsögn.

Ég keypti myndavél á föstudaginn á ebay og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ég geri það og keypti ég af sama aðila í bæði skiptin. Eftir að hafa keypt hlutinn þá hefur byrjað meiriháttar mál að eiga við seljendann um að borga vöruna og koma honum í skilning um að ég vilji ekki kaupa neitt meira af honum. Síðast þegar ég keypti myndavél af þessum aðila þá lenti ég í svipuðum málum og hef ég ekki enn gefið honum umsögn, aðallega vegna þess að mér finnst hann ekki eiga skilið að fá jákvæða umsögn og ef ég gef honum neikvæða umsögn þá mun hann væntanlega gefur mér slíkt hið sama og það vil ég ekki.

Mér finnst eðlilegt ef ég kaupi vöru af verslun að ég hafi rétt á að kvarta yfir kaupunum ef þau standast ekki þá skilmála sem þau eiga að gera, en það þýðir ekki að seljandinn eigi að geta kvartað yfir mér. Tökum dæmi, ég kaupi DVD spilara í Elkó og spilarinn er ekki eins og mér var sagt að hann væri, þá er eðlilegt að ég geti kvartað yfir kaupunum, en þeir eiga ekki að geta kvartað yfir mér fyrir það eitt að vera ósáttur við ranga vöru.

Ég vil taka það fram að ástæðan fyrir því að ég keypti aftur af sama aðila þrátt fyrir að vera ósáttur við hann, er sú að hann selur frábærar myndavélar á ótrúlegu verði, að minnsta kosti miðað við íslenskt verðlag.


mbl.is Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ebay eigendur eru greinilega haldnir sömu gróðafíkn og aðrir misvel gerðir einstaklingar. Það er algerlega sérstakt við netið að maður getur forðast ákveðnar vörur og leiðinda seljendur með því að lesa dómana. Ekkert sjálfsagðara en að fá að vita hverjir eru óprúttnir.

Tigerdirect er einmitt svona svindlverslun sem birtir ekki neikvæða dóma. Þar hef ég reynt að setja inn gagnrýni nokkrum sinnum en þeir neita að birta hana. Þá hætti ég að versla við þá. Amazon hefur reynst ágæt í að geta fengið nasasjón af vörunni sem á að kaupa.

Ebay er bara að reyna að græða meira. Nú hætti ég að nota þá.

Varðandi myndavélaverslun, þá hefur allskyns svindl lengi verið stundað. "Body only" í smáu letri er það sem flestir falla fyrir. Af því að myndin sínir vél með linsu. Svo verður maður að kaupa linsu með á uppsprengdu verði sem fer langt upp fyrir eðlileg mörk.

Ólafur Þórðarson, 5.2.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Úps greinilega hef ég mislesið fréttina :-) Nú las ég hana betur og var fljótur á mér. En eftir stendur þetta með Tigerdirect og Amazon. Það er bráðnauðsynlegt að geta sett inn dóma um seljendur.

Ólafur Þórðarson, 5.2.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband