Færsluflokkur: Tónlist

Ótrúlega leiðinlegt lag.

Bubbi og BjörnÉg verð að segja að ég hef sjaldan heyrt eins leiðinlega útgáfu af nokkru lagi, eins og útgáfu Bubba Morthens og Björns Jörundar á laginu Ég er kominn heim. Lagið kom fyrst út á plötu með íslenskum texta Jóns Sigurðssonar árið 1960 í flutningi Ómars Valdimarssonar og hafa margir tónlistarmenn tekið lagið að sér og oft með ágætum árangri.

Þegar ég heyrði lagið fyrst hjá Bubba og Birni, þá rifjaðist það upp fyrir mér þegar ég fór í réttir á Vatnsleysuströnd á áttunda áratug síðustu aldar. Nema það að mér fannst gaman í réttunum. En lagið minnti mig á réttirnar vegna þess að ég hef aldrei heyrt nokkrn mann jarma eins mikið í einu lagi og Bubbi og Björn gera í útgáfunni sinni.

Ég hef oft sagt það á blogginu að ég hef mikið álit á Bubba sem tónlistarmanni og ég hef það líka á Birni Jörundi, ég hef meira að segja töluvert álit á Birni sem persónu og finnst bráðskemmtilegt að hlusta á hann. En ég skil ekki hvað þessir tveir ágætu menn eru að pæla með því að gefa út þetta lag í þessari útgáfu, þeir eru hreinlega að nauðga gamalli perlu með þessu jarmi sínu.

Einn ólyginn maður sagði mér að Bubbi hafi kvartað yfir því við forsvarsmenn Rásar2 hvað lagið fengi litla spilun þar. Miðað við hvernig lagið er, þá finnst mér lagið alltof mikið spilað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband