Færsluflokkur: Íþróttir

Myndband af markinu.

Ég skelli hér inn myndband af þessu stórkostlegu marki "Keflvíkingsins" Stefáns Gíslasonar, sem var valið fallegasta mark dönsku deildarinnar 2008.


mbl.is Stefán Gíslason átti mark ársins í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá tuð í lok helgar.

Að undanförnu hefur mikið verið auglýst að það sé Íslendingur sem leikstýrir mörgum þáttum í CSI:Miami seríunni. Ég hef oft pælt í því hvort það sé eitthvað merkilegt þar sem mér finnst CSI:Miami einn lélegasti þáttur sem sést í sjónvarpi, þar sem David Caruso fer á litlum kostum í hlutverki Horatio Caine. Ég hafði þó nokkuð álit á Caruso hér áður. Ég tók fyrst eftir honum í þáttunum N.Y.P.D Blue, hann hefur líka leikið í mörgum ágætum bíómyndum. En því miður þá held ég að hann eigi ekki eftir að fá uppreisn æru eftir frammistöðu sína í þessum þáttum.

Í kvöld var annar "merkilegur" þáttur á dagskrá í sjónvarpinu, það er þátturinn Numbers. Þegar ég sá fyrstu þættina í fyrra þá þótti mér þættirnir ágætir, en smá saman rann sú ánægja út í sandinn og fljótlega þótti mér þættirnir ansi fátæklegir og fullir af ótrúverðugleika. Það sem mér þótti verst við þættina var hlutverk Charlie Eppes sem David Krumholtz leikur. Þrátt fyrir að vera aðalkarlinn í þáttunum hefur hlutverk verið snarminnkað og er hann eiginlega kominn í aukahlutverk. En við það hefur þátturinn snarskánað. Það er vonandi að aðalpersónan verði klippt alveg út úr þættinum svo hann muni lagast mun betur.

Núna sit ég fyrir framan kassann og horfi á ameríska fótboltann. Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi ameríska fótboltans, aftur á móti er ég mikill aðdáandi Pittsburgh Steelers. Eftir að hafa verið í Pittsburgh í 6 mánuði þá lærði ég meta þetta félag. Núna var leiknum að ljúka með glæsilegum sigri Pittsburgh Steelers 20-13 eftir að hafa verið 6-13 undir þegar tvær mínútur voru eftir.


Smá fótboltablogg eða ekki!

Þetta er samt varla fótboltablogg þar sem að ég held að þeir sem hafa engan áhuga á fótbolta gætu haft gaman af þessu myndbandi sem ég setti inn við þessa færslu. Þeir sem þola ekki fótbolta ættu að sannfærast um að fótboltamenn séu ekkert að kafna úr gáfum. En ég held að allir ættu að hafa gaman af þessu nema kannski Úlli bloggvinur minn þar sem hann er Aston Villa maður og má helst ekki sjá að gert sé grín af hans mönnum.


Góður þessi.

Guðjón segist eiga góðar minningar frá Stoke, Barnsley og Notts County, en það skondna er að Stoke, Barnsley og Notts County eiga ekki góðar minningar af Guðjóni. Hann kom reyndar Stoke upp um deild, en hann var líka rekinn frá Stoke og hann var rekinn frá Barnsley og Notts County. Í millitíðinni tók Guðjón að sér að stýra norska liðinu Start og var rekinn þaðan fljótlega.

Guðjón átti frábær ár sem þjálfari hjá KA, ÍA, KR og síðan íslenska landsliðinu. Síðan hann hætti þar hefur leið hans legið niður á við og hann hefur helst unnið sér til frægðar að vera rekinn hjá nánast öllum liðum sem hann hefur komið nálægt og hann hefur líka verið þekktur fyrir allskonar vafasamar uppákomur aðallega utanvallar.


mbl.is Guðjón hyggst sækja um störf á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin kreppa hjá Val.

Ég skil ekki alveg kreppuna sem er hjá Valsmönnum þessa dagana. Í byrjun október tilkynntu þeir að þeir ætluðu að losa sig við alla erlendu leikmennina hjá félaginu, bæði karla og kvennaliðinu. Valsmenn voru með 5 erlenda leikmenn í sínum röðum, þá Barry Smith, Henrik Eggerts Hansen, Rassmus Hansen, Rene Carlsen og Dennis Bo Mortensen. En síðastnefndi spilaði ekkert með Val í sumar þar sem hann meiddist illa í deildarbikarnum í vor.

Þessir leikmenn voru losaðir undan samning, þó að nokkrir þeirra séu frábærir knattspyrnumenn og til að koma í veg fyrir enn frekari fjárhagsútlát þá voru leikmönnum tilkynnt að laun þeirra yrðu lækkuð um 30%. Þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum.

Síðan þetta gerist hafa Valsmenn aftur á móti verið duglegastir allra liða að kaupa leikmenn og núna í dag keyptu þeir tvö leikmenn til viðbótar. Þeir byrjuðu á því að fá Ian Jeffs frá Fylki, þrátt fyrir að hafa losað alla erlendu leikmennina undan samning og ætluðu að spila útelndinga lausir næsta tímabil, en það tók valsmenn bara örfáa daga að standa við það. Síðan fengu þeir Harald Björnsson frá Hearts og þá Reyni Leósson frá Fram og heimildir mínar segja að þar hafi umtalsverð upphæð skipt um hendur. Í dag fengu Valsmenn síðan Ólaf Pál og Pétur Georg Markan til liðs við félagið og er ég nokkuð viss um að þeir komi ekki til að spila frítt.

Ég er nokkuð viss um að knattspyrnudeild Vals stendur vel, þeir seldu tvo af bestu leikmönnum sínum í sumar og hafa eflasut fengið 30-50 milljónir fyrir þá og hafa þess vegna eflaust efni á að kaupa þessa 5 leikmenn. En það sem ég skil ekki af hverju voru þeir að losa sig við þá erlendu leikmenn sem voru að standa sig vel og af hverju eru þeir að lækka laun leikmannanna sinna. Fyrir mér sýnist mér Valsmenn vera að nota kreppuástandið til að lækka launin til að geta keypt aðra leikmenn, ef þetta sé rétt þá finnst mér það óheiðarleg vinnubrögð.


mbl.is Ólafur Páll Snorrason til liðs við Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir að Keflavík voru bestir í sumar!

ksiEkki amalegt fyrir Keflvíkinga að eiga besta leikmanninn, besta þjálfarann og bestu stuðningsmennina. Þetta sýnir bara að Keflvíkingar voru bestir í sumar. Það eina sem kom í veg fyrir að Keflvíkingar urðu ekki Íslandsmeistarar var Jóhannes Valgeirsson sem þorði ekki að dæma víti í lokaleik Keflavíkinga, ef hann hefði dæmt vítið þá væru við í Keflavík enn að fagna titlinum. Ég er samt ekkert sár yfir því að mínir menn skyldu lenda í öðru sæti, en þeir voru bara svo nálægt því að enda í því fyrsta. Það er líka gaman að segja frá því að Jóhannes var valinn besti dómarinn.

Ég horfði á Landsbankamörkin í sumar á Stöð2 sport og fannst þátturinn frábær, en ég var ekki sáttur við lokaþáttinn þar sem Tommi og Maggi höfðu sitt lokahóf. Þeir völdu Heimi Guðjónss besta þjálfarann og ástæðan FH urðu Íslandsmeistarar, þeir völdu Davíð Þór Viðarsson besta leikmanninn og af hverju, jú FH urðu Íslandsmeistarar og þeim fannst Davíð vera bestur FH-inganna, þeir sögðu meira að segja að ef Keflvíkingar hefðu orðið Íslandsmeistarar þá hefðu þeir valið Guðmund Steinarsson! Síðan þegar þeir áttu að velja besta dómarann, þá gátu þeir það ekki og völdu alla dómarana sem bestu dómarana. Mikið svakalega fóru mennirnir niður að mínu mati við þetta, það var eins og þeir gátu ekki tekið sjálfstæða ákvörðun.


mbl.is Dóra María og Guðmundur best í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti spámaðurinn er..... ÉG.

Í kvöld fékk ég skilaboð um að ég væri lélegur bloggari, umræddur aðili sagðist vera farin að lesa dánartilkynningarnar til að athuga hvort hún fengi einhverjar fréttir af mér. En ég get sagt að ég er ekki slappasti bloggari landsins þar sem einn bloggvinur minn hefur ekki bloggað síðan í febrúar! ...og ég hef fulla vissu fyrir að hann sé í fullu fjöri enn þá.

ólíkt öllum öðrum þá ætla ég ekki að blogga um efnahagsmál að þessu sinni, en það blogg mun koma. Og þetta er ekki hótun! Ég ætla að koma með smá fótboltablogg svona í lok fótboltasumarsins og ég ætla að monta mig á getspeki minni. Þannig er að í upphafi sumars þá er vinsælt að spá um lokastöðu deildarinnar og þar voru margir spekingar sem spáðu og eftir að hafa skoðað spá flestra spekinganna þá hef éf komist að þeirri niðurstöðu að ég er mesti fótboltaspekingur sumarsins. Spá mín var þannig, fyrst kemur lokastaðan og síðan mín spá.

1

FH

2

2

Keflavik

4

3

Fram

5

4

KR

6

5

Valur

1

6

Fjölnir

11

7

Grindavík

7

8

Breiðablik

3

9

Fylkir

9

10

Þróttur

10

11

HK

8

12

ÍA

12

Ef gerð er einföld formúla til að finna þann sem spái best, þannig að sá sem spáir ákveðnu liði 10 sæti og liðið lendir í 4 sæti þá munar það 6 sætum og umræddur spámaður fær 6 refsistig og því fleiri stig sem spámaður fær, því lélegri spámaður er hann. Ef tekið er spá leikamanna fyrir tímabilið þá fá þeir 42 stig, Morgunblaðið og Fótbolti.net fá líka 42 stig. Njáll félagi minn sem þykir mikill fótboltagúru spáði líka um lokatöðuna og fékk hann bara 34 stig sem þykir gott. Að lokum má geta þess að ég er sennilega besti spámaðurinn þar sem ég fékk einungis 24 stig. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að ég er svona góður spámaður eða hvort ég hafi svona mikið vit á fótbolta, ég held að það sé hvort tveggja!


Enn klúðrar Aganefndin málunum.

Ég veit ekki hvort að það séu FH-ingar sem ráða ríkjum í Aganefndinni, en það lítur út fyrir það þar sem enn og aftur virðist Aganefndin klúðra málunum þegar FH er annars vegar.

Þannig er að þegar þjálfari, aðstoðarþjálfari, liðsstjóri eða annað starfsfólk félaga fær brottvísun í leik þá er félagið undantekningalaust dæmt til peningasektar, nema FH. Jörundur Áki Sveinsson aðstoðarþjálfari FH fékk brottvísun í leik Fram-FH og fyrir það var hann úrskurðaður í eins leiks bann í dag af Aganefndinni, en samt fær FH ekki peningasekt! Þetta mál virðist ætla að falla undir FH greinina hjá KSÍ þar sem þeir fá að komast upp með allt!


mbl.is Dennis Siim í tveggja leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins: -Paolo Rossi.

Paolo Rossi 3Þá er komið aftur að hinum geysivinsæla lið á þessari síðu, afmælisbarn dagsins og afmælisbarn dagsins í dag er ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi sem sló svo rækilega í gegn á HM1982. Rossi fæddist í Santa Lucia í Toscana á Ítalíu þann 23 september 1956 og er hann því 52 ára gamall í dag.

Paolo Rossi lék sinn fyrsta deildarleik árið 1976 þegar hann var orðinn 20 ára gamall, en hann var lánaður þangað frá Juventus til öðlast reynslu, en Rossi hafði þá þegar þurft að gangast undir 3 aðgerðir á hné. Eftir stutt stopp hjá Como, keypti smáliðið Vicenza helmingshlut í Rossi en slík viðskipti viðgangast enn þann dag í dag á Ítalíu. Rossi sló í gegn með Vicenza og á næstu þrem árum spilaði hann 94 deildarleiki með liðinu og skoraði 60 mörk. Juventus fór þá fram á að annað félagið keypti hinn hlutann af samningnum hjá Rossi og er það gert þannig að hvort lið gerir lokað kauptilboð í hinn hlutann og það félag sem býður betur fær leikmanninn. Juventus bauð lága upphæð í Rossi vegna þess að þeir vissu að Vicenza hefðu ekki efni á að borga hátt verð fyrir hann. En öllum á óvart bauð Vicenza 2,6 milljónir líra í Rossi sem gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni Ítala.

Árið 1979 féll Vicenza í B-deildina og lánaði þá félagið Rossi til Perugia þar sem hann lék 28 leiki og skoraði 13 mörk. Á meðan Rossi var hjá Perugia kom upp eitt þekktasta hneykslismál ítalskra knattspyrnu þegar í ljós kom að margir leikmenn voru sakaðir um að hagræða úrslitum gegn peningagreiðslum. Paolo Rossi var þekktasti knattspyrnumaðurinn sem kom við í sögu hneykslismálinu og var hann sakfelldur fyrir aðild sína að málinu og dæmdur í 3 ára keppnisbann. Rossi hélt ávallt fram sakleysi sínu og hafa margir tekið upp hanskann fyrir hann í gegnum tíðina, meðal annars menn sem komu að rannsókn málsins og segja þeir að Rossi hafi verið saklaus.

Paolo RossiÁrið 1982 var ákveðið að stytta leikbann Rossi um eitt ár, margir segja að það hafi verið gert svo hægt væri að nota hann í Heimsmeistarakeppninni þá um sumarið. Rossi byrjaði keppnina rólega og tókst Ítölum með naumindum að komast upp úr riðlinum, en þeir fengu 3 stig úr 3 leikjum og komust áfram á hagstæðari markatölu, en markatalan var 2-2. í milliriðlum lentu Ítalarnir á móti Brasilíu og Argentínu og eftir nauman sigur á Argentínu var ljóst að þeir þyrftu að vinna Brasilíu til að komast í undanúrslit. Þá var komið að Paolo Rossi, hann skoraði öll mörk Ítalanna sem unnu óvæntan 3-2 sigur.

Í undanúrslitum mættu Ítalir Pólverjum og sigruðu Ítalir 2-0 og skoraði Rossi bæði mörkin. Í úrslitaleiknum mættu Ítalirnir Vestur-Þjóðverjum og unnu öruggan sigur 3-1 og skoraði Rossi fyrsta mark leiksins. Urðu þetta ein óvæntustu úrslit í sögu HM. Eftir keppnina varð Paolo Rossi þjóðhetja á Ítalíu og vildu margir gera hann að páfa.

Eftir HM hóf Rossi að spila fyrir Juventus og átti ágætan feril þar, hann gekk síðan til liðs við AC Milan og lauk síðan ferlinum hjá Verona. Paolo Rossi lék 251 deildarleik á Ítalíu og skoraði 103 mörk, hann lék 48 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim 20 mörk. En Paolo Rossi verður ætíð minnst sem maður sem tryggði Ítölum heimsmeistaratitilinn 1982.


Skammarleg vinnubrögð hjá KSÍ.

ksiStundum finnst manni eins og starfsfólk KSÍ sé ekki hæft til að vinna þau störf sem þau eiga að sjá um. Það ætti ekki að vera flókið mál að skoða leikskýrslur og setja þær rétt inn, en slík vinna virðist vera of flókin fyrir þau hjá KSÍ. Þetta eru ekki fyrstu afdrifaríku mistökin hjá KSÍ, hver man ekki eftir klúðrinu sem varð þegar KSÍ veitti leikmanni leikheimild þrátt fyrir að mega það ekki og þeir leystu klúðrið með því að fjölga liðum í deildinni svo hægt væri að ljúka málinu.

Það sorglega fyrir KSÍ í þessu máli er það þeir eru þekktir fyrir að refsa mönnum með leikbönnum og peningasektum ef þeir gera eitthvað sem er KSÍ ekki þóknanlegt. Hvaða refsing ætli starfsmaðurinn hjá KSÍ fái sem klúðraði málunum svona?


mbl.is Siim væntanlega í banni í lokaumferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband