Færsluflokkur: Bloggar

Afmælisbarn dagsins. -Andrew Ridgeley.

Andrew Ridgeley fæddist í Windlesham í Surrey í Englandi 26. janúar 1963 og er hann því 45 ára í dag. Þegar Andrew var í skóla kynntist hann George Michael og varð mikill vinskaður þeirra á milli þar sem þeir höfðu sama áhugamál, tónlist. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina Wham sem naut gríðarlegrar vinsælda á níunda áratuginum og háði harða baráttu við Duran Duran um vinsældir unga fólksins. Frægðarsól Wham skein á árunum 1982-1986. Í lok árs 1986 hætti hljómsveitin og fóru þeir félagar í sitthvora áttina.

Andrew flutti til Monaco og hóf keppni í Formúlu3 kappakstri án þess að ná árangri. Eftir vonlausan kappakstursferil flutti Andrew til Los Angeles og reyndi að koma tónlistarferlinum á skrið aftur, án árangurs og flutti hann aftur til Englands 1990.

Andrew er mikill áhugamaður um brimbretti og brimbrettaíþróttina og eitt sinn þegar hann var að "surfa" með bróðir sínum úti fyrir strönd Englands, sýktist hann og bróðir hans alvarlega vegna eiturúrgangs sem kom úr nálægðri skolplögn. Eftir að Andrew náði heilsu á ný hefur hann barist fyrir hreinni sjó og auknu öryggi fyrir brimbrettamenn. Barátta Andrews hefur leitt til að dauðsföllum af völdum sjúkdóma sem berast frá skolplögnum eins og E.Coli hafa fækkað mikið.

Andrew býr núna í 15. aldar kastala í Cornwall í Englandi ásamt unnustu sinni, Keren Woodward. En þessi Keren er þekktust fyrir að hafa verið söngkona í hljómsveitinni Bananarama.

 

Andrew Ridgeley og George Michael í hörku stuði.


Litlar 580 milljónir fyrir gamla kofa!

reykjavikVísir.is segir að Reykjavíkurborg muni borga 580 milljónir fyrir þessa kofa. Mikið er ég feginn að vera ekki skattborgari í Reykjavík þegar maður heyrir svona sögur. Ég held að Reykjavíkurborg gæti notað peningana í eitthvað þarfara en þessi hús sem enginn hafði tekið eftir nema fyrir hvað þau væru ljót, þar til loksins einhver vildi nýta lóðina í eitthvað þarfara.

Mér finnst þessi fyrstu verk nýja meirihlutans í Reykjavík ekki góð byrjun, enda ekki von þegar Steini og Olli stjórna borginni saman. Reyndar finnst mér borgin fara eins rangt í að kaupa þessa kofa og hugsast getur. Steini og Olli segja það strax að þeir ætla að kaupa þessa kofa og varðveita þau og þar með láta þeir eigendur kofanna fá vald til að ákveða verðmæti kofanna og núna virðist þeir vera búnir að ákveða að þeir vilja að borgin borgi 580 milljónir fyrir kofanna og allir sáttir, eða eru allir sáttir?


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið hlé.

Þar sem ofurtalvan í tölvuverinu mínu er biluð, þá hef ég lítið verið á netinu að undanförnu og verð það örugglega líka næstu daga.


Olíufélögin ættu að lækka eldsneytið um 12 krónur.

shellÚr því að Skeljungur getur boðið starfsmannafélögum 10 króna afslátt af bensín verði og ferðaklúbbnum 4x4 12 króna afslátt, þá ættu þeir að geta boðið okkur hinum sambærilegan afslátt eða erum við að borga niður bensínkostnað jeppakarlanna og starfsmanna valinna starfsmannafélaga. Hægt er að skoða tilboð Skeljungs til jeppakarlanna á heimasíðu jeppakarlanna.


mbl.is FÍB sendir olíufélögum tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myanmar eða Burma?

Mér finnst það rangt og móðgandi við þá menn sem eru að berjast fyrir lýðræði í landinu að kalla landið Myanmar. Landið heitir Burma.


mbl.is SÞ gagnrýna stjórn Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pressan á Stöð2.

Ekki alls fyrir löngu bloggaði ég um Næturvaktina sem þá var á dagskrá Stöðvar 2 og lýsti yfir mikilli ánægju með þættina. Síðan kom að því að þáttaröðinni lauk og við tóku spennuþættirnir Pressan. Ég hafði ekkert mjög mikla trú á að pressan gæti fylgt Næturvaktinni á eftir hvað varðar skemmtana eða afþreyingagildi, en líkt og Næturvaktin hefur þátturinn komið skemmtilega á óvart.

dvÞættirnir eru stórgóðir og er komin töluverð spenna í þá og er ég þegar farinn að hlakka til að sjá plottið í þeim. Þættirnir eru vel gerðir og mjög vel leiknir, handritið stórgott og það er bara allt er að ganga upp í þættinum. Það er samt margt athyglisvert í þessum þáttum, til dæmis hversu erfitt er fyrir einstæða konu að fara í krefjandi starf, alla vega á meðan hún valdi ekki ábyrgðarfullan mann til undaneldis. Þá finnst manni eins og fyrirmynd blaðsins sé DV og þarna er verið að gefa aðra sín á starfsemi þess blaðs á meðan það var í æsifréttastílnum. Það er spurning hvort að þessir þættir veiti gamla DV og starfsmönnum þess uppreisn æru.


Afmælisbarn dagsins: -Michael Bond.

michael bondMichael Bond fæddist í Newbury í Berkshire 13 janúar 1926 og er hann því 82 ára í dag. Hann ólst upp í Reading og gekk þar í skóla. Hann starfaði í Konunglega breska flughernum í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir heimstyrjöldina starfaði Bond sem kvikmyndatökumaður hjá breska sjónvarpinu BBC. Hann byrjaði að skrifa smásögur 1945 og seldi hann sína fyrstu smásögu til tímaritsins London Opinion. 13 árum síðar eða 1958 kom út fyrstapaddington bókin eftir Bond og sló hún rækilega í gegn. Heitir hún á frummálinu a Bear Called Paddington, fjallaði hún um bangsa sem var sendur af Aunt Lucy frá dimmasta hluta Perú til London, með eina krukku af marmelaði. Sagan sló rækilega í gegn og Bond líka og 9 árum síðar hætti hann störfum hjá BBC og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann skrifaði fjöldann allan af bókum um bangsann Paddington og ævintýri hans, þá skrifaði hann líka margar sögur um Olga da Polga og margar aðrar sögur.

Árið 1997 hlaut Michael Bond OBE-verðlaunin fyrir ritstörf í þágu barna. Í júlí 2007 var Bond veitt heiðursdoktorsnafnbót frá háskólanum í Reading. Michael Bond er giftur og á tvö börn, hann býr í London í nágrenni Paddington-stöðvarinnar.


Frá hvaða plánetu kemur Pétur Blöndal?

Pétur BlöndalÉg var að hlusta á Bylgjuna í morgun, á þáttinn Í Bítið. Þar rættu umsjónamennirnir meðal annars við alþingismennina Pétur Blöndal og Guðjón A Kristjánsson. Þegar þeir fóru að ræða skattamálin þá varð ég hneykslaður og hissa á ummælum Péturs. Þegar hann var kosinn fyrst á þing fyrir einhverjum 13 árum þá sagði hann að tekjuskattur væri tímaskekkja og það besta sem gæti gerst fyrir þjóðfélagið væri að losa það undan tekjuskattinum. Á þessum 13 árum sem Pétur hefur setið á þingi þá hefur hann ekki náð að koma sínum breytingum í gegn, enda þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá að Ísland án tekjuskatt gæti aldrei gengið upp. Til gamans má geta að Pétur er stærðfræðingur.

Í þættinum í morgun þá var talað um hvernig væri best að tryggja þeim lægst launuðu kjarabætur í komandi samningum. Þegar umræðan fór að snúast um að hækka skattleysismörkin þá byrjaði Pétur að blása og taldi það vera arfavitlausa leið þar sem hún væri leið til festa fólk í fátæktargildru. Hann sagði að ef fólk fyndist það vera með of lág laun, þá á það að auka tekjur sínar og leiðarnar eru fjórar sem því stendur til boða. Í fyrsta lagi að vinna meiri aukavinnu, í öðru lagi að fá að bera meiri ábyrgð, í þriðja lagi að mennta sig og í fjórða lagi að skipta um vinnu. Vissulega er mikið til í þessu hjá honum, en hann gerir sér ekki grein fyrir að það er fullt af fólki sem getur ekki aukið tekjur sínar og hefur ekki aðstöðu til að fara í skóla. Mér fannst Pétur gleyma fimmta ráðinu, að flytja erlendis og freista gæfunnar þar.

Þegar Pétur var spurður af því hvað ætti hjúkrunarfræðingur að gera ef hún væri með of lág laun að hennar mati og svarið var einfalt, að skipta um vinnu! Og ef að allir hjúkrunarfræðingar myndu hætta, þá myndu launin hækka þannig virkar kerfið.

Enn einu sinni sýnir Pétur Blöndal hversu ómennskur maður hann er, ef svo má að orði komast. Allar hans hugsanir snúast um peninga og hann virðist vera algjörlega sneyddur öllu mannlegu og tilfinningar eru eitthvað sem fer lítið fyrir í hans málflutningi. Ég kynntist aðeins hans málflutningi í kringum lög sem sett voru til að bæta hag fjölskyldna langveikra barna fyrir nokkrum árum síðan, Pétur átti þá sæti í félagsmálanefnd sem fjallaði um lögin. Það er honum nánast einum að þakka að lögin voru meingölluð og sem betur fer er Jóhanna Sigurðardóttir búin að laga flesta meingallana hans Péturs. Síðan má spyrja sig að því, hverjum dettur í hug að setja Pétur í félagsmálanefnd, það hljóta að vera góðir húmoristar.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Ef það opnast ekki, þá er hægt að fara á heimasíðu Bylgjunnar og velja viðtalið hér.


Kofasöfnun í Reykjavík!

reykjavikAð undanförnu hefur mikið verið talað um friðuðu húsin við Laugarveg og finnst mönnum sitthvað um þau mál. Ég get engan vegin skilið af hverju verið er að friða þessa kofa sem verið er að tala um, þá er ég að tala um Laugarveg 4-6. Mér finnst mörg gömlu húsin flott og finnst frábært þegar hægt er að finna góða nýtingu fyrir þau. En mér finnst Laugarvegurinn á heildina forljótur í dag með alltof mörgum eldgömlum niðurníddum húsum og inn á milli þeirra eru há hús sem passa engan veginn við götumyndina. Staðreyndin er sú að þeir sem vilja varðveita gömlu húsin eru búnir að tapa baráttunni eins og er. Mér finnst að eitt og eitt gamalt hús eiga ekkert erindi á milli stórra og nýrra húsa, þau gera bara götumyndina ljóta og í versta falli hlægilega.

Svipað dæmi kom upp á Akureyri í vetur, það stóð til að rífa eitt ljótasta hús Akureyrar og byggja nýtt í staðinn. Húsið hafði verið í niðurníðslu í mörg og mikið lýti á bænum. Loksins þegar einhver ætlar að fara að framkvæma eitthvað og bæta götumyndina, þá er húsið friðað og af hverju? Það skil ég ekki.

peningarÉg trúi ekki að það sé vilji meirihluta íbúa að eyða hundruðum milljóna í halda þessum kofum á Laugarveginum, en það er kostnaðurinn við það. Í dag var ég spurður hvað mér fyndist um þetta mál og ég sagði eins og er að mér finnst fáránlegt að vera að friða þessa kofa og ef ég væri skattgreiðandi í Reykjavík þá myndi ég miklu frekar vilja sá þessum hundruðum milljóna varið í önnur og þarfari mál.

Þá kom yfirlýsing frá Húsafriðunarnefnd að þeir ætla að leggja það til að kofarnir verði friðaðir og þar með er kostnaðurinn kominn á ríkissjóð og af hverju vill Húsfriðunarnefnd friða kofana? Nikulás Úlfar Másson formaður Húsafriðunarnefndar upplýsti það í Kastljósi í kvöld. Hann vill að kofarnir verði friðaðir vegna þess að honum líst ekki á húsin sem á að byggja í staðinn! Ég skil þetta ekki, er maðurinn hálfviti. Samkvæmt þessu þá hefðu þeir sem eiga kofana átt að byggja lítið hús í staðinn fyrir kofana og þá hefðu þeir ekki verið friðaðir og síðan hefðu þeir átt að rífa nýbyggðu húsin og byggja stærra og málið úr sögunni! Nikulási líkar sem sagt ekki við hvernig nýja húsið verður og vill friða það sem er fyrir, þó honum finnist ekki ástæða að friða það að öðru leyti.

Nikulás ÚlfarNúna spyr ég, hefur Nikulás heimild til að eyða hundruðum milljóna úr ríkissjóði bara vegna þess að honum líkar ekki við hús sem á eftir að byggja? Ég er ekkert sáttur við að peningarnir okkar fari í svona bruðl og vitleysu, á sama tíma sitja nauðsynlegir hlutir á hakanum vegna peningaskorts. Ég vil að ríki og borg hætti að skipti sér af svona óþarfa hlutum, það á að rífa þá kofa sem eru í niðurníðslu og erum engum til prýði. Ég held líka að opinberir aðilar ætti að hætta að hlusta á hinn háværa minnihluta og fara að gera það sem almenningur vill.


Afmælisveislan.

Þá er ég að skríða saman eftir helgina. En ég hélt upp á afmælið mitt á laugardaginn. Það var bara fjör. Huginn var í Rjóðrinu og missti af afmælinu, en það var líka ástæða þess að við gátum haldið upp á afmælið. Það var bara gaman í afmælinu, það var reyndar svo mikið fjör að ég er farinn að hlakka til fimmtugs afmælisins míns!

Fyrir ykkur sem eru ekki orðin 40 ára, þá eigið þið mikið eftir. Þið sem komuð í afmælið, takk fyrir frábært kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband