Færsluflokkur: Bloggar

Rafmagnsleysi getur haft alvarlegar afleiðingar.

Huginn Heiðar er núna í Rjóðrinu og varð smá uppistand þar þegar rafmagnið fór af í nótt án þess að vararafstöðin færi í gang. Huginn var sofandi í B-PAP vélinni sinni þegar það gerðist og þurfti að taka Hugin úr vélinni og setja hann á súrefnisgleraugu og svaf hann með súrefnisgleraugun þar til að rafmagnið komst á aftur. En okkur skilst af Rjóðrið hafi "bara" verið án rafmagns í rúma tvo tíma. Við höfum fulla trú á að vinirnir okkar í Rjóðrinu fari yfir sín mál og hvað fór úrskeiðis í nótt, ef eitthvað fór óskeiðis og hvað fór vel.

Við þurfum nefnilega að læra af öllum þeim aðstæðum sem koma upp og hugsanlega geta komið upp, það höfum við einbeitt okkur að. Við vitum að rafmagnið getur farið af hvenær sem er og þegar það gerist þá verðum við að vita hvað við eigum að gera. Ég held að ekkert heimili á landinu séu með eins mörg vasaljós og mitt, það sem meira er að ég veit hvar vasaljósin eru og er ég til dæmis með eitt á náttborðinu hjá mér. Þá erum við með sérstakan neyðarkassa sem inniheldur alla þá hluti sem við hugsanlega þurfum að nota ef eitthvað kemur upp á.


mbl.is Rafmagnslaust í fjóra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wings For Children.

Þegar ég var í Bandaríkjunum með Hugin Heiðar á spítalanum, þá kynntist ég ansi mörgu í kringum spítalalífið. Þó það hafi verið ansi margt sem ég hefði aldrei viljað kynnast þá var margt sem kom mér skemmtilega á óvart. Það sem kom mér mikið á óvart var öll sú áhugavinna sem var unnin á spítalanum og í kringum spítalann. Á spítalanum sem Huginn lá á störfuðu fjöldinn allur af sjálfboðaliðum í hinum ýmsu störfum og á hinum ýmsu deildum spíatalans, var það bæði ungt fólk og eldra fólk.

Sú starfsemi sem kom mér mest á óvart var rekstur á flugfélaginu Wings For Children. Flugfélagið sér eingöngu um sjúkraflug fyrir börn og taka þeir ekkert fyrir þjónstuna sína. Flugmennirnir eru allir sjálfboðaliðar og starfar margir þeirra hjá öðrum flugfélögum en fljúga fyrir Wings For Children á frídögum sínum. Daglegur rekstur flugfélagsins er fjármagnaður með frjálsum framlögum og söfnunarfé.

Að undanförnu hafa neikvæðar fréttir af Bandaríkjamönnum og bandarísku samfélagið verið ansi áberandi í fjölmiðlum. En þó margt slæmt gerist í Bandaríkjunum, þá er líka fullt af jákvæðum og frábærum hlutum sem gerast þar. Ég hafði aldrei verið hrifinn af Bandaríkjunum þegar ég fór þangað með Hugin, en eftir 6 mánaðardvöl þar, var álit mitt á Bandaríkjunum gjörbreytt. Mér finnst Bandaríkin vera frábært land með frábæru fólki, en ég er ekki jafnhrifinn af stjórnvöldum og dómskerfinu þar.


Fjör á Litla-Hrauni í kvöld.

Ætli það verði ekki fjör á Litla-Hrauni í kvöld þegar Annþór heldur upp á afmæli sitt. Eða ætli hann haldi ekki á afmælið í kvöld, þá að lögreglan hafi náð að skemma skipulögðu veisluna?


mbl.is Annþór á leið austur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monty Python kunna sig.

Þrátt fyrir vafasaman húmor hjá þeim Monty Python mönnum, þá sýna þeir að þeir kunna sig. Á meðan fjölmiðlar og hin ýmsu samtök leggja Britney í einelti og eru gjörsamlega að koma stelpu greyinu í gröfina, eins og þeim tókst með Anna Nicole Smith. Ég hef alltaf litið á sögu Britney Spears sem sögu um unga og efnilega stúlku sem nær ekki að þroskast almennilega og verður fórnarlamb ósvífinnar aðila sem níðast á stelpunni vegna vanþroska hennar. Ég tel þann sem ber mesta ábyrgð á þeirri stöðu sem Britney er í, er fyrrverandi eiginmaður hennar, Kvein Federline.


mbl.is Monty Python gerir ekki grín að Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámark fáfræðinnar.

Ótrúleg fáfræði hjá þessari sænsku konu. Í fyrsta lagi að halda því fram að lesbía sé það sama og klæðskiptingur og svo að segja að klæðskiptingar misþyrma dýrum! Hvaða bækur ætli þessi blessaða kona les til sér afþreyingar úr því að hún segist að hún fái þessa vitneskju sína úr bókum!


mbl.is Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One Hit Wonder. -7. sætið.

Í sjöunda sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið Macarena með Los Del Rio. Los Del Rio skipaði þá félaga Antonio Romero Monge og Rafael Ruiz. Þeir höfðu spilað og leikið saman síðan á sjöunda áratuginum, en árið 1993 gáfu þeir út lagið Macarena í fyrsta sinn og vakti það litla athygli, tveim árum síðar gáfu þeir út aðra smáskífu með sama lagi, en örlitlu breyttu og vakti það töluvert meiri athygli og komst í 23 sæti á bandaríska vinsældarlistanum. En þeir félagar gáfust ekki upp á laginu og árið 1996 gáfu þeir sama lag út í þriðja sinn og núna í remix útgáfu og sló lagið rækilega í gegn, komst í annað sætið á breska vinsældarlistanum og á toppinn á ástralska og bandaríska vinsældarlistanum og sat lagið í efsta sæti þar í 14 vikur og seldist smáskífan í yfir 4 milljónum eintaka. Þess má geta að þeir félagar í Los Del Rio reyndu að mjólka lagið enn frekar ári síðar þegar þeir gáfu út fjórðu smáskífuna með sama lagi og núna í jólaútgáfu.

 

Los Del Rio með lagið Macarena.


Geir Haarde á að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík.

reykjavikNúna á Geir Haarde á taka fram fyrir hendur á Sjálfstæðismönnum í Reykjavík og mynda nýjan meirihluta með Samfylkingunni. Staðan er þannig í dag að meirihlutinn er nánast óstarfhæfur og ég held að allir séu sammála um að þessi meirihluti sem núna er við völd muni ekki ná að sitja út kjörtímabilið, svo veikur er hann. Framganga Sjálfstæðismanna hingað til í Reykjavík hefur stórskaðað flokkinn á landsvísu og núna gengur þetta ekki lengur. Núna á forsætisráðherra að setjast niður með Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra og saman eiga þau að mynda starfhæfann meirihluta í Reykjavík, það er það eina sem getur bjargað Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er orðin og það er líka það eina sem getur bjargað Reykjavík svo borgin verði ekki stjórnlaus næstu 2 árin.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En eitt óhappið sem má rekja til framkvæmdaleysis.

Umferðaróhappið sem varð í kvöld á Reykjanesbraut varð á þeim kafla þar sem framkvæmdum er ólokið verður sennilega ekki kláraðar fyrr en 2009. Það er orðið spurning um hvað þessar framkvæmdir eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið, þá er ég að meina hversu hár er kostnaðurinn orðinn vegna allra þeirra umferðaróhappa og slysa sem hafa orðið á þessum kafla. Af hverju ber enginn ábyrgð á þessum töfum og umferðarslysum sem hafa orðið þarna. Er það ekki hlutverk Vegagerðarinnar að ráða þá verktaka til verksins sem geta klárað verkefnið eða er það hlutur Vegagerðarinnar að ráða þann sem býður lægst? Hefði þá ekki verið betra að semja við þann sem var með næstlægsta tilboðið ef hann hefði þá getað klárað verkið?


mbl.is Búið að opna Reykjanesbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norman Bates í Bristol?

Þegar ég les svona fréttir þá dettur mér alltaf Norman Bates í hug. Persónuna sem Anthony Perkins gerði ódauðlega í mynd Alfreds Hitchcock, Psycho frá árinu 1960. Það er skondið í fréttinni að það þurfi að taka fram að Sambýlingurinn eigi við geðræna kvilla að etja. Ég held að ekki nokkrum manni hafi dottið í hug að maðurinn hafi gengið á öllum úr því að hann var með dauðann mann sem stofustáss í 8 ár.


mbl.is Lík meðleigjandans rotnandi í sófanum í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins: -William Johnson.

William Johnson fæddist í Liverpool 9. febrúar 1960. Sú saga hefur verið lífsseig að Johnson hafi fæðst í Khartoum höfuðborg Súdans, en hún er ekki sönn. Johnson vakti fyrst athygli þegar hann var bassaleikari í hljómsveitinni "Big In Japan" seint á áttunda áratuginum. Á þessum tíma var William Johnson búinn að breyta nafni sínu í Holly Johnson. Holly hætti fljótlega í Big In Japan og stofnaði eigin hljómsveit, Frankie Goes to Hollywood þar sem hann varð aðalsöngvari hljómsveitarinnar og textahöfundur. Hljómsveitin sló rækilega í gegn með sinni fyrstu plötu, Welcome to the Plesuredom árið 1984.

Holly hætti í hljómsveitinni árið 1987 eftir að hafa verið lengur ósáttur við stefnu hljómsveitarinnar. Holly ætlaði að hefja sóló-feril en gamla útgáfufyrirtækið lét setja lögbann á öll ný verk Hollys. Holly fékk loks að gefa út sína fyrstu sóló-plötu, Blast tveimur árum síðar og sló hún í gegn.

Í nóvember 1991 greindist Holly HIV-jákvæður og lagði tónlistarferilinn á hilluna og byrjaði að mála og hefur vakið mikla athygli fyrir það.

 

Holly Johnsons ásamt félögum sínum í Frankie Goes To Hollywood.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband