One Hit Wonder. -10. sætið.

Núna er komið að lista yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma. Ég ákvað að velja 10 lög sem mér finnst vera stærstu One Hit Wonder lögin. Það lag sem er stærsti One Hit Wonder smellurinn er það lag sem varð vinsælast og hefur lifað lengst, án þess að flytjandinn hafi náð að koma með annan smell.

Í 10. sæti er Toni Basil með lagið Mickey. Lagið kom út 1982 og varð gríðarlega vinsælt og var myndbandið eitt það vinsælasta sem sýnt var á MTV sjónvarpsstöðinni á níunda áratuginum, lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans og í annað sætið á þeim breska. Í myndbandinu er Basil klædd sem klappstýra og er í einkennisbúning Las Vegas High School. Þess má geta að Toni Basil var 39 ára þegar kom fram í myndbandinu.

10. sætið. Toni Basil með lagið Mickey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þú verður að drífa þig að semja einn svona smell og leika í svona myndbandi. Annars liggur ekkert á, þú veist að allt er fertugum fært.

Mummi Guð, 2.2.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband