Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
En eitt óhappið sem má rekja til framkvæmdaleysis.
9.2.2008 | 20:51
Umferðaróhappið sem varð í kvöld á Reykjanesbraut varð á þeim kafla þar sem framkvæmdum er ólokið verður sennilega ekki kláraðar fyrr en 2009. Það er orðið spurning um hvað þessar framkvæmdir eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið, þá er ég að meina hversu hár er kostnaðurinn orðinn vegna allra þeirra umferðaróhappa og slysa sem hafa orðið á þessum kafla. Af hverju ber enginn ábyrgð á þessum töfum og umferðarslysum sem hafa orðið þarna. Er það ekki hlutverk Vegagerðarinnar að ráða þá verktaka til verksins sem geta klárað verkefnið eða er það hlutur Vegagerðarinnar að ráða þann sem býður lægst? Hefði þá ekki verið betra að semja við þann sem var með næstlægsta tilboðið ef hann hefði þá getað klárað verkið?
Búið að opna Reykjanesbrautina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Norman Bates í Bristol?
9.2.2008 | 10:43
Þegar ég les svona fréttir þá dettur mér alltaf Norman Bates í hug. Persónuna sem Anthony Perkins gerði ódauðlega í mynd Alfreds Hitchcock, Psycho frá árinu 1960. Það er skondið í fréttinni að það þurfi að taka fram að Sambýlingurinn eigi við geðræna kvilla að etja. Ég held að ekki nokkrum manni hafi dottið í hug að maðurinn hafi gengið á öllum úr því að hann var með dauðann mann sem stofustáss í 8 ár.
Lík meðleigjandans rotnandi í sófanum í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Platini kominn út fyrir verksvið sitt.
9.2.2008 | 10:33
Þessi ummæli Platinis eru langt fyrir utan hans verksviðs. Auðvitað má hann hafa sitt álit, en hann á ekki að segja hvað aðrir mega gera og hvað ekki fyrr en búið álykta um málið. Það er bara þannig að þó Platini sé forseti UEFA, þá ræður hann ekki öllu þar og hann verður að fara eftir því sem aðrir segja honum að gera. Það er bara þannig að flestar framsæknar hugmyndir eru fáránlegar þegar þær koma fyrst fram.
Síðan klikkar Platini því út með því að gera lítið úr enskri knattspyrnu og gefur í skyn að enska knattspyrnan sé að líða undir lok. Platini ætti frekar að bera saman árangur enskra og franskra félagsliða og vinsældum þeirra, áður en hann fer að gera lítið úr enskri knattspyrnu. Englendingar hafa farið þá leið að ráða hæfustu mennina í störfin hjá sínum liðum og skiptir þá engu máli hvaðan gott kemur og á þetta bæði við þjálfara og leikmenn. Englendingar kunna nefnilega að markaðssetja knattspyrnuna og núna er spurning hvort þessi nýja tillaga Englendinga sé ekki enn eitt framfaraskrefið í auka vinsældir enskra knattspyrnu.
Platini: Þetta er brandari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afmælisbarn dagsins: -William Johnson.
9.2.2008 | 00:13
William Johnson fæddist í Liverpool 9. febrúar 1960. Sú saga hefur verið lífsseig að Johnson hafi fæðst í Khartoum höfuðborg Súdans, en hún er ekki sönn. Johnson vakti fyrst athygli þegar hann var bassaleikari í hljómsveitinni "Big In Japan" seint á áttunda áratuginum. Á þessum tíma var William Johnson búinn að breyta nafni sínu í Holly Johnson. Holly hætti fljótlega í Big In Japan og stofnaði eigin hljómsveit, Frankie Goes to Hollywood þar sem hann varð aðalsöngvari hljómsveitarinnar og textahöfundur. Hljómsveitin sló rækilega í gegn með sinni fyrstu plötu, Welcome to the Plesuredom árið 1984.
Holly hætti í hljómsveitinni árið 1987 eftir að hafa verið lengur ósáttur við stefnu hljómsveitarinnar. Holly ætlaði að hefja sóló-feril en gamla útgáfufyrirtækið lét setja lögbann á öll ný verk Hollys. Holly fékk loks að gefa út sína fyrstu sóló-plötu, Blast tveimur árum síðar og sló hún í gegn.
Í nóvember 1991 greindist Holly HIV-jákvæður og lagði tónlistarferilinn á hilluna og byrjaði að mála og hefur vakið mikla athygli fyrir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndband af því þegar Bikey ræðst á vallarstarfsmann.
8.2.2008 | 12:21
Ég bloggaði fyrir nokkrum dögum um fótboltamanninn Benjani og titlaði ég um hann sem einn heimskasta fótboltamann í heimi. Það er spurning hvort að Bikey nái að slá Benjani við með heimsku sinni.
Bikey lét reka sig út af fyrir algjöra vitleysu þegar venjulegur leiktími var liðinn og fyrir þetta missir hann af úrslitaleik Afríkukeppninnar.
Andre Bikey
Rautt spjald fyrir að ráðast á starfsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fönn, fönn er ekki fun!
7.2.2008 | 21:35
Vá hvað maður getur orðið þreyttur á þessu veðri. Ég eyddi deginum í dag að mestu leyti við að moka snjó og þjösnast á vinnubílnum sem sat fastur á milli klukkan 8 og 9 í morgun og síðan aftur á milli klukkan 10 og 14. Í stað þess að vera að vinna inni í hlýjunni þá var ég með skóflu í hendi og kalinn á skallanum mesta hluta dagsins. Reyndar var vinnustaðurinn nánast óvinnufær vegna manneklu, af 8 starfsmönnum voru 3 að moka snjó, einn var í fæðingarorlofi, einn að taka bíómynd og þá voru bara þrír eftir sem þurftu að sjá um alla vinnuna og mikið öfundaði ég þá. Núna sit ég hér fyrir framan tölvuna og finn hvernig heilinn á mér er að þiðna.
Mér leið í dag eins og þessum hörku bílstjórum sem þurfa að keyra yfir allar stóru heiðarnar í kafaldsbyl og þegar þeir eru komnir efst á heiðina, þá stoppa þeir til að keðja dekkin berhentir. Nema það að ég skalf eins og hrísla í kuldanum, ég fékk aðstoð frá öðrum vinnufélögum til að reyna að losa bílinn og ef það hefði ekki tekist þá hefði ég bara skokkað upp í Leifsstöð sem var í 100 metra fjarlægð frá pikkföstum bílnum og fengið mér samloku og kók og tekið leigubíl heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
One Hit Wonder. -8. sætið.
6.2.2008 | 20:34
Í áttunda sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma að mínu mati er lagið Kung Fu Fighting með Carl Douglas. Lagið kom út árið 1974 og varð eini stórsmellur Carls. Hann reyndi þó að fylgja laginu eftir og urðu tvö lög frá honum nokkuð vinsæl, en vinsældirnar mátti eingöngu rekja til stóra smellsins hans.
Carl Douglas flytur lagið Kung Fu Fighting.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimskasti fótboltamaður heims?
6.2.2008 | 12:32
Það er oft talað um að margir knattspyrnumenn stíga ekki beint í vitið, þessi frétt er enn eitt dæmið um hversu vel gefnir sumir fótboltamenn eru.
Maðurinn var að fara að ganga til liðs við eitt stærsta lið Englands með einum besta þjálfara heims, hann var að fara að skrifa undir stærsta samning lífs síns og það var lokadagur félagsskiptanna og allir eru í spreng að ljúka málinu, enda félagsskiptin að falla á tíma. Hvað gerir hinn bráðskarpi Benjani, hann sofnar á flugvellinum og sefur af sér tvær flugferðir og þegar hann loks vaknar þá hefur hann sofið af sér nýja samninginn og þær hundruð milljóna sem hann hefði átt að fá.
Sem betur fer fyrir Benjani þá eru skarpir menn hjá félögunum tveim, Manchester City og Portsmouth og þeim virðist hafa náð að bjarga málunum fyrir liðin og Benjani. En þvílíkur hálfviti er maðurinn að klúðra málunum svona og hann fær heiðurinn heimskasti fótboltamaður heims hjá mér.
Benjani fékk sér blund á flugvellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Köngulóavinafélagið gagnrýnir dauðadóminn.
5.2.2008 | 22:06
Þetta er fyrsta blogg mitt sem meðlimur í Köngulóavinafélaginu.
Ég er að búa mig undir að stofna Köngulóavinafélagið, vegna þess að mér finnst könguló lifa við mikla fordóma (aðallega frá kvenmönnum). Þessi dýr eru saklaus og falleg og verður það mitt markmið að minnka fordóma gegn könguló og kenna fólki að lifa með þessum yndislegum dýrum.
Ég fordæmi þennan dauðadóm yfir saklausa dýrinu.
Tarantúlan reyndi að flýja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gott hjá Ebay.
5.2.2008 | 21:30
Þetta er það rétta að banna seljendum að gefa kaupendum neikvæða umsögn svona auðveldlega eins og hefur tíðkast á ebay. Ég kaupi stundum hluti á ebay og þegar ég byrjaði að kaupa á ebay, þá fékk maður strax umsögn frá seljendum, það er fátítt núna. Núna fær maður ekki umsagnir fyrr en ég hef gefið mína umsögn. Það er eingöngu gert vegna þess að ef ég gef ekki jákvæða umsögn, þá fæ ég ekki jákvæða umsögn.
Ég keypti myndavél á föstudaginn á ebay og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ég geri það og keypti ég af sama aðila í bæði skiptin. Eftir að hafa keypt hlutinn þá hefur byrjað meiriháttar mál að eiga við seljendann um að borga vöruna og koma honum í skilning um að ég vilji ekki kaupa neitt meira af honum. Síðast þegar ég keypti myndavél af þessum aðila þá lenti ég í svipuðum málum og hef ég ekki enn gefið honum umsögn, aðallega vegna þess að mér finnst hann ekki eiga skilið að fá jákvæða umsögn og ef ég gef honum neikvæða umsögn þá mun hann væntanlega gefur mér slíkt hið sama og það vil ég ekki.
Mér finnst eðlilegt ef ég kaupi vöru af verslun að ég hafi rétt á að kvarta yfir kaupunum ef þau standast ekki þá skilmála sem þau eiga að gera, en það þýðir ekki að seljandinn eigi að geta kvartað yfir mér. Tökum dæmi, ég kaupi DVD spilara í Elkó og spilarinn er ekki eins og mér var sagt að hann væri, þá er eðlilegt að ég geti kvartað yfir kaupunum, en þeir eiga ekki að geta kvartað yfir mér fyrir það eitt að vera ósáttur við ranga vöru.
Ég vil taka það fram að ástæðan fyrir því að ég keypti aftur af sama aðila þrátt fyrir að vera ósáttur við hann, er sú að hann selur frábærar myndavélar á ótrúlegu verði, að minnsta kosti miðað við íslenskt verðlag.
Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)