Platini kominn út fyrir verksvið sitt.

Þessi ummæli Platinis eru langt fyrir utan hans verksviðs. Auðvitað má hann hafa sitt álit, en hann á ekki að segja hvað aðrir mega gera og hvað ekki fyrr en búið álykta um málið. Það er bara þannig að þó Platini sé forseti UEFA, þá ræður hann ekki öllu þar og hann verður að fara eftir því sem aðrir segja honum að gera. Það er bara þannig að flestar framsæknar hugmyndir eru fáránlegar þegar þær koma fyrst fram.

Síðan klikkar Platini því út með því að gera lítið úr enskri knattspyrnu og gefur í skyn að enska knattspyrnan sé að líða undir lok. Platini ætti frekar að bera saman árangur enskra og franskra félagsliða og vinsældum þeirra, áður en hann fer að gera lítið úr enskri knattspyrnu. Englendingar hafa farið þá leið að ráða hæfustu mennina í störfin hjá sínum liðum og skiptir þá engu máli hvaðan gott kemur og á þetta bæði við þjálfara og leikmenn. Englendingar kunna nefnilega að markaðssetja knattspyrnuna og núna er spurning hvort þessi nýja tillaga Englendinga sé ekki enn eitt framfaraskrefið í auka vinsældir enskra knattspyrnu.


mbl.is Platini: Þetta er brandari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt því sem ég les, þá á Platini að hafa heyrt þetta og fundist fáránlegt. Persónulega finnst mér þetta fáránlegt líka, en ég er víst þannig einstaklingur sem finnst fáránlegt að íslensku deildarliðin séu að kaupa erlenda leikmenn hingað til að spila, og borga þeim laun fyrir.

Eina tekjuleiðin sem hægt er að reiða sig á hjá þessum félögum er að láta barnastarfið standa straum af þessum hetjukostnaði.

Það væri miklu nær að reyna að efla barnastarf og koma efnilegum leikmönnum í herbúðir ríkra, stórra og velmegandi erlendra atvinnuliða.

Og þá er ég kominn í hring, ekki satt :-)

kv

TG

Toddi Goði (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Mummi Guð

Hahaha. Þú ert alla vega langt kominn með því að fara hringinn!

Staðreyndin er sú að íslenskir fótboltamenn eru orðnir mun dýrari en miðlungs erlendir leikmenn. Þess vegna hafa íslensku liðin farið frekar út í það að "kaupa" útlendinga frekar en að reyna að eltast við dýra íslenska leikmenn.

Ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina með því að láta barnastarfið standa straum af þessum kostnaði. En ef það er sem ég held, þá eru öll lið sem ég þekki með sér stjórn fyrir barnastarfið og sér fyrir meistaraflokksstarfið og algjörlega sér fjárhag.

Aftur á móti þá kemur það niður á unglingastarfinu þegar félög leggja meiri áherslu á að kaupa erlenda leikmenn heldur en að gefa ungum leikmönnum tækifærið.

Mummi Guð, 9.2.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband