Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Flott byrjun hjá Óla!
4.2.2008 | 21:21
Ég get nú ekki annað en hugsað með hrylling ef þetta sé það sem koma skal hjá landsliðinu undir stjórn Óla Jó. En aftur á móti þá vil ég frekar að Ísland tapi æfingaleikjunum heldur en leikjunum í stóru keppnunum. Vonandi er Óli að nota tækifærið að sía út þá leikmenn sem eiga ekkert erindi í landsliðið, svo þegar HM byrjar í haust þá verður Óli kominn með réttu blönduna og stigin halast inn. Kannski er þetta fjarlægur draumur hjá mér!
Annað tap á Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er orðinn tækjafrík.
4.2.2008 | 01:43
Ég hef ekki verið duglegur að blogga að undanförnu og er ástæðan sú að ég hef eytt miklum tíma í nýju græjurnar mínar. Ég hef ekki haft mikinn tíma á undanförnum árum í að viðhalda tæknidellunni minni, en síðan fékk ég flottann sjónvarpsflakkara í afmælisgjöf og hef verið duglegur síðan að horfa á hann og að verða mér út um efni á hann. Í dag horfði ég til dæmis á áramótaskaupið 1983 og fannst ekki mikið til þess koma, þótti það reyndar afspyrnuslakt og ég komst líka að því að það sem gerðist á því merka ári 1983 var það að Gullskipið fannst og kom í ljós að það var ekki Gullskip og Albert Guðmundsson var fjármálaráðherra og var hann mjög duglegur að strika yfir skuldir fyrirtækja og einstaklinga. Þeir sem hafa verið að kvarta yfir síðasta áramótaskaupi ættu að horfa á þetta skaup.
Ég fékk líka peninga í afmælisgjöf og ákvað að nota þá í gamlan draum, það er að kaupa alvöru myndavél. Í stað þess að kaupa myndavélina hér með íslenskri álagningu þá ákvað ég að fara á netið og verslaði ég myndavélina beint frá Ameríku. Ég keypti mjög góðan pakka með öllu og kostaði hann kannski um 40% af því verði ef ég hefði keypt hann í verslun hérlendis. Það er ótrúleg álgning á myndavélum í verslunum hér, eins og á flestum öðrum vörum. Ég er búinn að vera duglegur að taka myndir í vikunni og verð að segja eins og er að ég er í mikilli framför.
Ég fékk síðan heimsókn á föstudagskvöld og þegar sá aðili sá myndavélina mína og þann útbúnað sem ég fékk fyrir þetta verð, þá varð hann svo spenntur að ég varð að kaupa annan svona pakka fyrir hann. Enda er verðið þannig að ég fékk myndavél með 4 linsum, tveim þrífótum, filterum, flassi, tveim töskum, annars vegar bakpoka fyrir myndavélina og fartölvu og hinsvegar áltösku fyrir myndavélina og aukahlutina, batterí, stórt minniskort og svona gæti ég haldið áfram og fyrir þetta borgaði ég nánast sama verð og fyrir bara myndavélina hér, án linsu og allra aukahluta.
Núna sit ég fyrir framan sjónvarpið og horfi á Superbowl leikinn, er reyndar einn fyrir framan sjónvarpið hérna núna, en ég hef grun um að margir kvenmenn séu líka að horfa á leikinn, þar sem amerískir fótboltamenn eru þekktir fyrir kynþokka sinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ókeypis ráð til Sjálfstæðismanna frá mér.
2.2.2008 | 12:27
Það er rétt sem Þorgerður Katrín segir að það varð mistök og klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í haust. En hún segir ekki að Sjálfstæðismenn eru að endurtaka leikinn núna og síðustu vikur hafa verið algjört klúður hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ef Sjálfstæðismenn ætla að koma þokkalega frá þessu borgarstjórnarklúðri, þá ætti Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún að setjast niður og mynda nýjan og starfhæfan meirihluta í borginni. Villi og co hafa sýnt það að þeir geta ekki myndað starfshæfa borgarstjórn og þess vegna þarf einhvern sem hefur vit á stjórnmálum til mynda nýja stjórn og Geir Haarde er rétti maðurinn í það.
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
One Hit Wonder. -9. sætið.
2.2.2008 | 11:39
Í níunda sæti yfir stærsta One Hit Wonder lag allra tíma er lag belgísku nunnunar, Sister Luc Gabriel. Nunnan hét Jeanine Deckers og fæddist í Belgíu 17. október 1933 og gerðist nunna og gekk í klaustur í Belgíu árið 1959. Árið 1963 gaf hún út lagið Dominique og varð heimsfræg sem syngjandi nunnan. Hún kom fram í sjónvarpi og vakti mikla athygli hvar sem hún kom, árið 1966 kom út bíómynd um Jeanine sem hét The Singing Nunog fór Debbie Reynolds með hlutverk nunnunnar. Jeanine vildi ekkert með myndina gera og sagði hana hreinan skáldskap og uppspuna og væri fátt í myndinni sem ætti stoð í raunveruleikanum.
Nokkrum árum eftir að lagið Dominique kom út gekk hún klautrinu og reyndi að slá í gegn sem tónlistarmaður og gaf hún út plötu árið 1967 sem hét I'm Not A Star In Heaven. Platan gekk vægast sagt illa og voru nokkrar ástæðu fyrir því og var ein ástæðunum sú að hún hafði opinberað samkynhneigð sína og það fór fyrir brjóstið á mörgum. Hún barðist alla tíð mjög fyrir auknum réttindum fyrir samkynhneigða og var að mörgu leyti frumkvöðull í þeirri baráttu.
Snemma á áttunda áratuginum stofnaði Jeanine skóla fyrir einhverf börn ásamt sambýliskonu sinni Annie Pécher og starfaði við hann í mörg ár. Seint á áttunda áratuginum sakaði belgísk yfirvöld hana um skattasvik og þrátt fyrir baráttu hennar fyrir sakleysi sínu var dæmd til að greiða skattayfirvöldum háa peningaupphæð og varð nánast gjaldþrota við það. Árið 1982 reyndi Jeanine að hefja aftur tónlistarferil en eins og áður þá tókst það ekki. Jeanine og Annie létust af völdum óhófslegs lyfja og áfengisneyslu í mars 1985, þá var Jeanine 51 árs að aldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við eigum líka inni afsökunarbeiðni!
1.2.2008 | 19:11
Úr því að Arabarnir vilja fá afsökunarbeiðni frá okkur vegna einhvers smámáls í Danmörku, þá finnst mér að við eigum að krefjast afsökunarbeiðni frá Aröbum vegna tyrkjaránsins.
Vildu að forsetinn bæðist afsökunar á framferði Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)