Færsluflokkur: Íþróttir
Stoke er djók.
4.5.2008 | 15:47
Ég er sáttur við mína menn, þeir burstuðu villimennina í Burnley 5-0 og gulltryggðu sæti sitt í umspilinu og þar mun Palace mæta Bristol City.
West Brom var algjört yfirburðalið í fyrstu deildinni og komst verðskuldað upp í úrvalsdeildina. Því miður get ég ekki sagt það sama um Stoke, þeir hafa ekki sýnt neitt í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim í vetur og þeir eru nokkrir. Leikkerfi Stoke byggist upp á hinum gamla og sígilda leikkerfi Kick&Run. Þar sem þeir eru með öfluga varnarmenn sem geta sparkað fast og langt og eru síðan með sterka sóknarmenn sem geta hlaupið hratt. Þetta kerfi gekk upp hjá þeim í vetur (því miður). En Guð minn góður ef Stoke mun ekki styrkja sig verulega, þá munu þeir fara aftur niður með stæl næsta vor. Ég er að segja Stoke liðið er mun slakara lið en Derby var í fyrra.
Þessir sóknarmenn Stoke munu ekki eiga neitt erindi í Úrvalsdeildina og þetta Kick&Run kerfi mun aldrei ganga upp gegn sterkum liðum. Ég óska stuðningsmönnum Stoke til hamingju með úrvalsdeildarsætið, en Tony Pulis þarf að vera duglegur að kaupa leikmenn í sumar ef hann ætlar ekki að enda næsta tímabil með 11 stig eða minna. Eins og liðið er í dag, þá er Stoke djók.
WBA og Stoke City í úrvalsdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stóri leikurinn er á morgun.
3.5.2008 | 20:12
Á morgun klukkan eitt hefst leikur Crystal Palace og Burnley, er þetta stærsti leikur Palace á þessu tímabili þar sem ef Palace vinnur leikinn munu þeir tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeildinni.
Í byrjun tímabilsins gekk ekkert upp hjá Palace og í byrjun október sátu þeir í fallsæti í deildinni, þá ákvað hinn litskrúðugi eigandi Palace Simon Jordan að reka framkvæmdastjórann Peter Taylor og voru margir ósáttir við brottreksturinn þar sem Taylor var Palace-goðsögn og lék í mörg ár með Palace og var valinn leikmaður ársins 1974 og 1976. Árið 1974 lék Taylor 4 landsleiki fyrir England og skoraði í 2 mörk. Á þeim tíma lék Taylor með Palace í ensku 3ju deildinni, sem gerir þetta að ótrúlegum árangri.
Ef menn voru ósáttir við brottrekstur Taylors, þá byrjaði óánægjan fyrst þegar klikkhausinn Neil Warnock var ráðinn í staðinn. Warnock hefur náð ágætis árangri sem framkvæmdastjóri, en hann er betur þekktur fyrir miklar yfirlýsingar og óþolandi framkomu. Fljótlega fyrirgáfu stuðningsmenn Palace Jordan fyrir að reka Taylor og ráða Warnock, því liðið gjörbreyttist. Liðið spilaði síðan í 3 mánuði án þess að tapa leik og voru skyndilega komnir í toppbaráttuna. Crystal Palace hefur síðan aðeins gefið eftir í toppbaráttunni og eru núna í umspilsæti og sigur á morgun gulltryggir þeim sætið í umspilinu.
Það sem gerir þetta tímabil að spennandi tíma fyrir Palace er hinn mikli fjöldi af ungum leikmönnum sem er að koma upp. Á meðan Taylor lagði allt traust sitt á gömlu leikmennina, þá fór Warnock í unglingaliðið hjá Palace og fann hvern unglinginn af fætum öðrum til tefla fram í liðinu. Til dæmis í einum leiknum voru 5 leikmenn 17 ára eða yngri í byrjunarliðinu, sá yngsti John Bostock var aðeins 15 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Palace og þeir sem fylgjast aðeins með fótbolta ættu að leggja nafnið hans á minnið, hann á eftir að verða einn af þeim stóru.
Fyrir þá sem ætla að hafa samband við mig á morgun, þá verð ég utan þjónususvæðis á milli klukkan 1 og 3.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kemur ekkert á óvart.
3.5.2008 | 08:20
Þessar tölu koma mér ekkert á óvart. Eina ástæðan fyrir því að handbolti er enn stundaður á Íslandi af einhverri alvöru, er sú að Ísland hefur náð ágætum árangri á heimsvísu miðað við aðrar íþróttir sem eru í samkeppni við handboltann. Það er kannski ekki furða að Ísland hefur náð ágætum árangri þar sem það eru ekki mörg lönd sem handbolti er vinsæll í. Ég sá lista yfir vinsælustu íþróttir í heiminum fyrir nokkrum árum og þar komst handboltinn ekki á topp 100 listann. Á meðan voru aðrar bolta íþróttir mjög ofarlega, eins og fótbolti (sem var númer 1 á listanum), körfubolti og blak.
Ég tel að það séu tvær stórar ástæður fyrir því af hverju vinsældir handboltans hafa dvínað svona. Í fyrsta lagi er það óstjórnin hjá HSÍ. Maður veit aldrei hvernig deildarkeppnin er, það virðist vera mottó hjá þeim að breyta mótafyrirkomulaginu á hverju ári til að rugla almenna áhorfendur. Núna virðist þeim hafa tekist að finna út ágætt fyrirkomulag sem er mjög óspennandi, en ég er nokkuð viss um að því verði breytt fyrir næsta tímabil.
Á sama tíma þá hefur KKÍ komið niður á sitt mótafyrirkomulag og hefur það verið nánast óbreytt í einhver 20 ár, með smávægilegum breytingum. Sumar breytingar sem KKÍ hefur gert á sínu mótafyrirkomulagi hafa ekki gengið upp og þá hafa þeir breytt því til fyrrivegar. En þeir hafa ekki farið niður á sama plan og HSÍ og reynt að koma með nýtt mótafyrirkomulag á hverju ári.
Hin ástæðan fyrir því af hverju ég held fyrir dvínandi áhuga á handbolta, er sú að íþróttin er þannig að erfitt er að stunda hana á fámennari stöðum og erfitt er að stunda hana utan íþróttahúsa. Ég hef aldrei á minni ævi séð krakka vera að leika sér úti í handbolta, á sama tíma sér maður nánast daglega einhverja krakka vera að leika sér í körfu. Það er ekki hægt að leika sér í handbolta nema að vera 10-15 saman, á sama tíma geta 2 keppt í körfu og 3 í fótbolta. Ef að lið ætlar að halda úti unglingastarfi í handbolta, þá þurfa helst 20 manns að æfa íþróttina. Sem getur verið erfitt á fámennum stöðum, þess vegna velja minni íþróttafélögin frekar að halda úti körfubolta frekar en handbolta. Þess vegna er handboltinn orðin að Reykjavíkuríþrótt.
Handboltinn gefur eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keflavík verðskuldaðir Íslandsmeistarar.
24.4.2008 | 21:14
Mínir menn urðu í kvöld Íslandsmeistarar í körfubolta í hörku leik og eftir hörku úrslitakeppni. Ég er kannski smá hlutdrægur, en mér finnst sigurinn og titillinn vera sanngjarnan. Ekki amalegt að hafa tvöfalda Íslands og deildarmeistara. En bæði karla og kvennaliðið hjá Keflavík unnu deildakeppnina og Íslandsmeistaratitillinn.
Keflvíkingar Íslandsmeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Glad All Over.
16.4.2008 | 23:24
Gamall draumur rættist um helgina þegar ég fór á leik með Crystal Palace á Selhurst Park. Leikurinn endaði með sigri minna manna 2-0 og erum við í ágætri stöðu í að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni. Ég býst ekki við að allir lesendur þessa bloggs viti hvað umspilið er, en það skiptir ekki máli.
Stuðnigsmannalag Crystal Palace er lagið Glad All Over með Dave Clarks Five. Lagið er spilað fyrir alla heimaleiki og í hvert sinn sem Palace skorar og eftir sigurleiki. Ég fékk því tækifæri til að syngja lagið 4 sinnum á laugardaginn, en söng þess á milli með hinum stuðningsmönnum liðsins hin ýmsu lög sem ég kunni ekki og hafði aldrei heyrt áður.
Ég fór á föstudeginum að Selhurst Park til að kaupa miða og einhver föt til að vera í á leiknum. Eftir að hafa rætt aðeins við starfsmenn verslunarinnar og fengið treyjur og miða þá fór ég aftur til miðborgarinnar. Ég mætti aftur á laugardeginum kom við á stuðningsmanna pöbbinum, Clifton Arms og fékk mér einn kaldann áður en ég fór á völlinn. Þegar þangað var komið var útimarkaðsstemning, þar sem það var verið að selja gamlar treyjur og húfur og ýmislegt annað smádót. Var hægt að gera stórgóð kaup þar en treyjurnar voru seldar á 3 pund, sem þykir ekki mikið.
Stemningin á vellinum var stórgóð og ekki var verra að úrslitin voru svona góð. Það sem vakti sérstaka athygli mína er það að þó að Palace sé eitt af þessum jójó-liðum sem flakkar á milli úrvalsdeildarinnar og fyrstu deildarinnar, þá er Palace smálið þegar kemur að leikvellinum. Ekki smálið sem á lítinn eða ræfilslegan völl, heldur smálið þar sem allt er svo persónulegt og vinalegt. Ég gekk um sama inngang og stjórnarmennirnir og hafði aðgang að sömu aðstöðu og þeir. Starfsmaðurinn sem seldi mér treyjurnar á föstudeginum, heilsaði okkur á laugardeginum þegar hann sá okkur.
Ég fór á leik með Arsenal í haust á Emirates, eftir að hafa upplifað þessa tvo leikvanga og séð umgjörðina hjá þessum tveim liðum, þá er ég enn stoltari af því að styðja Crystal Palace en ég var áður.
Ég tók smá myndband af því leikmenn Palace voru að koma inn á völlinn og hægt er að sjá það hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eðlileg niðurstaða hjá FA.
18.3.2008 | 17:08
Þetta er eðlileg og rétt niðurstaða hjá enska knattsðyrnusambandinu að lengja ekki bannið óeðlilega mikið eins og FIFA var að fara fram á. Það þýðir ekkert að breyta reglum í miðjum leik og refsa einum manni fyrir eitthvað sem margir aðrir hafa gert. Þó að brotið hafi verið ljótt, þá er ekkert í reglum eða lögum sem leyfir svona langt bann og engin fordæmi eru fyrir svona þungum refsingum eins og FIFA er að fara fram á.
Ef menn vilja breyta reglunum þá á að gera það og ég er alveg sáttur við að menn fái þunga refsingu fyrir svona brot eins og Taylor framdi á Eduardo. En þá á að fara eftir einhverri reglu, en ekki að dæma Taylor í þunga refsingu vegna allra þeirra tilfinninga sem eru komin í þetta mál, en leyfa síðan þeim næsta sem fremur svona brot að sleppa við væga refsingu. Vegna þess að hans brot vekur ekki eins mikla athygli og brot Taylors.
Taylor fær ekki lengra bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Wenger ætti að líta sér aðeins nær.
23.2.2008 | 17:33
Ég er sammála öllum um að brotið hafi mjög ljótt. En ég get ekki séð að það hafi verið ásetningur hjá Martin Taylor að fótbrjóta Eduardo. Rautt spjald er réttur dómur og 3-5 leikja bann eðlileg refsing miðað við það sem gengur og gerist í fótboltanum. En ef það á að fara taka harðar á svona brotum og þyngja refsingar þá er það bara hið besta mál, en menn mega ekki missa sig í yfirlýsingunum eins og Wenger geri. Ef Martin Taylor á ekki að spila fótbolta framar vegna brotsins, þá á Emmanuel Eboue ekki heldur að fá að spila fótbolta framar, hann hefur kannski ekki orðið uppvís að einu broti sem hefur kostað einhvern svona mikil meiðsli, en hann hefur slasað marga og oftast með glæfralausum og hættulegum tæklingum.
Wenger: Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Ekki fyrsta rauða spjaldið hjá Materazzi.
19.2.2008 | 22:09
Liverpool vann Inter í kvöld 2-0 eftir að hafa spilað einum fleiri frá 30 mínútu, en þá var varnarjaxlinn Marco Materazzi rekinn af leikvelli. Þetta var ekki fyrsta rauða spjaldið sem Materazzi fær á ferlinum. Hér fyrir neðan er myndband af nokkrum af þeim brotum sem Materazzi hefur framið á knattspyrnuvellinum.
Liverpool sigraði Inter 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 23.2.2008 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Platini kominn út fyrir verksvið sitt.
9.2.2008 | 10:33
Þessi ummæli Platinis eru langt fyrir utan hans verksviðs. Auðvitað má hann hafa sitt álit, en hann á ekki að segja hvað aðrir mega gera og hvað ekki fyrr en búið álykta um málið. Það er bara þannig að þó Platini sé forseti UEFA, þá ræður hann ekki öllu þar og hann verður að fara eftir því sem aðrir segja honum að gera. Það er bara þannig að flestar framsæknar hugmyndir eru fáránlegar þegar þær koma fyrst fram.
Síðan klikkar Platini því út með því að gera lítið úr enskri knattspyrnu og gefur í skyn að enska knattspyrnan sé að líða undir lok. Platini ætti frekar að bera saman árangur enskra og franskra félagsliða og vinsældum þeirra, áður en hann fer að gera lítið úr enskri knattspyrnu. Englendingar hafa farið þá leið að ráða hæfustu mennina í störfin hjá sínum liðum og skiptir þá engu máli hvaðan gott kemur og á þetta bæði við þjálfara og leikmenn. Englendingar kunna nefnilega að markaðssetja knattspyrnuna og núna er spurning hvort þessi nýja tillaga Englendinga sé ekki enn eitt framfaraskrefið í auka vinsældir enskra knattspyrnu.
Platini: Þetta er brandari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndband af því þegar Bikey ræðst á vallarstarfsmann.
8.2.2008 | 12:21
Ég bloggaði fyrir nokkrum dögum um fótboltamanninn Benjani og titlaði ég um hann sem einn heimskasta fótboltamann í heimi. Það er spurning hvort að Bikey nái að slá Benjani við með heimsku sinni.
Bikey lét reka sig út af fyrir algjöra vitleysu þegar venjulegur leiktími var liðinn og fyrir þetta missir hann af úrslitaleik Afríkukeppninnar.
Andre Bikey
Rautt spjald fyrir að ráðast á starfsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)