Færsluflokkur: Íþróttir

Handboltabloggið.

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að koma með handboltablogg, sérstaklega þegar Keflavík trónir á toppnum í fótboltanum og Íslandsmeistaratitillinn innan seilingar eða næstum því! En í tilefni dagsins þá tel ég mig knúinn til að koma með handboltablogg og játa það að ég vaknaði í morgun til að horfa á Ísland spila til úrslita á Ólympíuleikunum. En eins og allir vita þá er ekki mikill handboltaáhugi á Suðurnesjum sem sást best á því að Sambíóin opnaði öll bíóin sín nema í Keflavík til að bjóða upp á beina útsendingu.

Eftir að ég vaknaði og leit út um gluggann sá ég að það voru kveikt ljós í velflestum húsum í nágrenninu sem sýndi að það voru fleiri en ég sem vaknaði til að horfa á handbolta í þessum fótbolta og körfuboltabæ. Mér fannst strákarnir okkar standa sig ágætlega í leiknum og árangur liðsins á Ólympíuleikunum hreint út frábær. En það var eitt sem fór svakalega í taugarnar á mér í leiknum, það voru þessir portúgölsku tilburðir nokkra leikmanna Frakka þar sem þeir hentu sér niður með tilþrifum við smá snertingu eða jafnvel enga snertingu. Leið mér eins og ég væri að horfa á fótboltaleik með portúgalska landsliðinu í fótbolta, en þeir eru þekktir fyrir tilþrifamikinn ofleik og dramatilburði. Mér hefur alltaf fundist handbolti vera svona karlaíþrótt þar sem þeir sterkustu standa lengst og best, en þeir sem eru ekki nógu sterkir þeir komast ekkert áfram í íþróttinni.

Eftir að hafa horft á úrslitaleik Ólympíuleikanna þá hefur álit mitt breyst á íþróttinni, vælu og aumingjaskapur er komið í handboltann líka og ef fram fer sem horfir þá mun handboltinn verða leiðinlegri en hann er í dag ef ekkert verður gert í þessu. Ég vona að þessi hörku íþrótt eigi ekki eftir að smitast frekar af portúgölskum aumingja og leikaraskap. Svo ég segi bara við Frakkanna, þið unnuð vegna þess að þið voru betri, en hættið þessum væluskap og þessu er sérstaklega beint til tveggja markahæstu manna liðsins, þeirra Karabatic og Gille sem ættu að fá hindberjaverðlaunin fyrir leik sinn í morgun.


Mínir menn fengu auðvelda mótherja!

palaceMínir menn duttu heldur betur í lukkupottinn í kvöld þegar dregið var í enska deildarbikarnum. Crystal Palace lentu á móti Leeds United og ættu Leeds ekki að vera mikil mótspyrna fyrir Palace, enda spila þeir í ensku C-deildinni.


mbl.is Dregið í ensku deildabikarkeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að blanda skít í KR-salatið?

Guðjón Þórðarson sagði það í viðtali að ekki er hægt að gera kjúklingasalat úr kjúklingaskít þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki náð betri árangri með ÍA liðið. Í ÍA liðinu voru 3 synir Guðjóns og er ótrúlegt að faðir líkir sonum sínum við kjúklingaskít.

Bjarni Guðjónsson sonur Guðjóns er einn af leikmönnunum og eftir að Guðjón var rekinn frá ÍA keypti KR hann, af hverju skilur enginn. Bjarni var góður leikmaður en hefur gjörsamlega ekkert getað í sumar og það að hann sé fyrrverandi góður leikmaður virðist vera næg ástæða fyrir KR til að kaupa hann, þrátt fyrir að hafa engin not fyrir hann. Ég hef heldur ekki skilið það þegar stóru liðin eru alltaf að kaupa bestu leikmennina í lélegustu liðunum, en svona eru bara sumir.

Eftir leik dagsins, þá dettur mér í hug hvort þetta sé rétt samlíking hjá Guðjóni með kjúklingasalatið og kjúklingaskítinn. Er Logi Ólafsson búinn að eyðileggja KR-salatið sem hann hefur verið að útbúa undanfarna mánuði með því að blanda skít í það?


mbl.is Enn einn sigur FH á KR í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á karla og kvennaboltanum.

Ég fór í kvöld á leik í kvennaknattspyrnunni og ekki í fyrsta sinn í sumar. Það vita það allir að það er mikill munur á karla og kvennaknattspyrnunni og þegar ég fer á leik hjá stelpunum þá fer ég í annan gír en þegar ég fer á leik í karladeildinni. Það er sama þegar ég fer á leik í karladeildinni, þá geri ég mér grein fyrir að ég fái ekki sömu gæði og tilþrif og sáust á EM. Þannig að ég fer með öðruvísi hugafari á leiki eftir því hverjir eru að spila.

En það sem fer í taugarnar á mér þegar ég fer á leiki í kvennadeildinni, er hinn gríðarlegi munur á dómgæslu í efstu deild kvenna og karla. Ég hef það stundum á tilfinningunni að dómararnir sem dæma í kvennadeildinni eru í einhverskonar þjálfun um hvort þeir séu hæfir til að dæma í íslensku þriðjudeildinni hjá körlunum. Ég er ekki saka dómarann sem ég sá í kvöld um hlutdrægni, heldur hreinlega um getuleysi. Ég vona að KSÍ fari að taka á þessum málum svo fótboltastelpurnar fái líka að njóta sín án þess að láta getulausa dómara skemma leikinn.


mbl.is Markasúpa í Landsbankadeild kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knattspyrnan vann.

Ég er sáttur við þýska stálið í kvöld, þeir unnu verðskuldaðann sigur á Portúgölum 3-2. Þjóðverjarnir sýndu það enn einu sinni að það er ekki nóg að vera flinkur með fótboltann til að vinna stórmót, menn verða að kunna að vinna og vita hvað þarf að gera til að vinna leiki og það kunna Þjóðverjarnir.

Ég hef fulla trú á mínum mönnum í Ítalíu, en þeir eiga það sameiginlegt með Þjóðverjum og Hollendingum að þeir kunna að vinna þá leiki sem þeir þurfa að vinna, þess vegna spáði ég því fyrir móti að eitthvað að þessum þremur liðum munu verða Evrópumeistarar og ég stend við þá spá.


mbl.is Þjóðverjar í undanúrslit eftir 3:2-sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn hættir að koma manni á óvart.

íaÞað er ljóst að gullaldartímabil ÍA er löngu liðið, Skagaliðið sem var þekkt fyrir skemmtilega knattspyrnu og leikgleði má muna fífil sinn fegri. Í dag er Skagaliðið þekkt fyrst og fremst fyrir óheiðarleika og svindl og þessi dómur í dag er enn ein staðfestingin á því að það þarf að taka alvarlega til hjá knattspyrnudeildinni. Vegna þess að oft er talað um að íþróttafélög eru merki bæjarins og þess vegna leggja mörg bæjarfélög mikið upp úr íþróttaiðkun. Á Akranesi er þetta öðruvísi farið, íþróttafélag bæjarins er að koma ljótu orði á bæjarfélagið með alls konar óheiðarlegum vinnubrögðum.

Í fyrra fengu Skagamenn ávítur fyrir að leika óheiðarlega knattspyrnu frá KSÍ og fyrir viku fengu Skagamenn sekt fyrir ótrúleg ummæli í garð dómara, ummæli sem eiga ekkert skylt við íþróttir og íþróttaandann. Álíta Skagamenn að það sé verið að leggja sig í einelti og saka þeir KSÍ og dómara um óheiðarleika gagnvart þeim. Þar sannast máltækið að sá er sannleikanum sárreiðastur.

Haraldur S MagnússonÞað að nokkurt lið skuli gera sig seka um að tefla fram ólöglegum leikmanni er ótrúlegt og ekkert nema svindl. Mér finnst umræddur þjálfari Haraldur S. Magnússon (sem varð landsfrægur þegar hann tók þátt í Ástarfleyinu á Skjá einum á sínum tíma) fá sanngjarnan dóm og sama með leikmanninn. Þó þjálfarinn hafi verið að reyna að vernda leikmanninn í dag og segja að hún hafi ekki vitað að hún væri að spila niður fyrir sig, er það bara niðurlægjandi yfirklór. Leikmaðurinn Karitas Hrafns Elvarsdóttir er 20 ára gömul og ætti að gera sér grein fyrir því þegar hún mætir í leikinn að hún er að spila með yngri leikmönnum. Ég held að það væri best fyrir leikmanninn og þjálfarann að biðja íslenska knattspyrnu afsökunar á óheiðarleika sínum og þá væru þau meiri menn fyrir vikið. Það er nefnilega ágætt að taka ábyrgð á gerðum sínum.

Mér finnst leiðinlegt hvernig knattspyrnudeild Akranes eru búnir að draga nafn bæjarfélagsins niður í svaðið. Ég þekki marga góða Skagamenn og eiga þeir það flestir sameiginlegt að koma ekki nálægt fótboltanum. Þessi færsla mín er beint gegn þeim sem stjórna knattspyrnumálunum á Akranesi, en ekki almennum íbúum, ég get nefnilega gert greinarmun á þessu tvennu.


mbl.is Þjálfari og leikmaður ÍA í löng keppnisbönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er mannorð dómarans hátt metið.

Ekki metur KSÍ mikið mannorð Ólafs Ragnarssonar dómara, Guðjón Þórðarson fékk bara eins leiks bann og 20.000 króna sekt fyrir draga nafn Ólafs niður í svaðið. Ekki nóg með að Guðjón sakaði Ólaf um hlutdrægni, heldur sakaði hann Ólaf um að beita Stefán Þórðarson ofbeldi.  Guðjón var froðufellandi í umræddu viðtali og er það kannski ástæðan fyrir því af hverju KSÍ þorði ekki að dæma hann í þyngri refsingu.

Ég er viss um að Guðjón er sáttur við þennan dóm, enda hef ég enga trú á að þessi ummæli hafi ekki verið ákveðin fyrirfram. Með þessari umræðu náði Guðjón að draga athyglina frá slöku gengi sinna manna og hann nær að kenna dómaranum um hið slaka árangri Skagamanna og notar síðan umræðuna til að pempa upp mannskapinn sinn. Mér finnst atburðarásin í kringum þetta Guðjónsmál er keimlíkt Guðjónsmálinu í fyrra þegar Skagamenn beittu fáheyrðum óheiðarleika í leik gegn Keflavík og tókst einhvern veginn að gera Ía að fórnarlambi í málinu. Líkt og í fyrra, þá eru Skagamenn orðnir að fórnarlambi í ráðabruggi dómara og núna er það Ólafur Ragnarsson dómari orðinn vondi karlinn.

Ég var á umræddum leik og ég get staðfest það að Ólafur dæmdi leikinn vel. Auðvitað gerði hann nokkur mistök eins og oft verða, en mistökin voru á báða bóga og komu ekki verr niður á Skagamönnum frekar en Keflavík. Það sem meira er þá voru bæði gulu spjöldin sem Stefán fékk hárrétt, það getur enginn mótmælt fyrra spjaldinu, svo ljótt var brotið. Það sem eftir lifði leiks var Stefán brjótandi af sér sí og æ og tuðaði þess á milli í dómaranum. Var það umtalað í stúkunni að það væri bara tímaspursmál hvenær Stefán fengi aftur gult spjald og hann fékk það að lokum réttilega fyrir ljótt brot.


mbl.is Guðjón í eins leiks bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michel var yfirburðarmaður á vellinum.

Þá er stórgóðum úrslitaleik í Meistaradeildinni lokið og horfði ég á hann og naut hans í botn, samt var Crystal Palace ekki að spila. Leikurinn var frábær skemmtun, völlurinn var reyndar flugháll og ekki gerði rigningin leikmönnum auðveldara fyrir, en samt tókst þeim að spila frábæra knattspyrnu. Þó margir séu eflasut svekktir yfir úrslitunum þá er ekki hægt að taka það af leikmönnum að leikurinn var stórgóður.

Lubos MichelEn það er ekki nóg að hafa tvö lið skipuð góðum leikmönnum til að leikurinn verði góður, mikilvægasti leikmaðurinn er dómarinn og dómarinnn í kvöld Slóvakinn Lubos Michel var yfirburðarmaður á vellinum, hann dæmdi varla umdeildan dóm. Ég man reyndar eftir einu atviki þar sem hann dæmdi hornspyrnu, þar sem Chelsea átti að fá markspyrnu. En ein lítil mistök er ekki mikið í svona erfiðum leik. Þess vegna vel ég Lubos Michel besta mann vallarins.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga sögusagnir um fjárhagsvandræði Fylkis við rök að styðjast?

Þær sögusagnir um að Fylkir eigi við alvarleg fjárhagsvandræði virðist eiga við rök að styðjast. Stöð 2 sagði frá því fyrir stuttu að mikil óáængja væri hjá leikmönnum Fylkis þar sem Fylkir gæti ekki staðið við gerða samninga. Kom það fram í fréttinni að íslenskir leikmenn Fylkis fengu greitt 50% af umsömdum launum, en erlendu leikmennirnir fengu 75%. Samt væri meiri óánægja hjá erlendu leikmönnunum.

Það er ljóst að Fylkir eru með marga dýra leikmenn, leikmenn eins og Gravesen, Dyring, Hannah, Jeffs, Valur Fannar og Ólafur Ingi eru ekki á lágum launum, samt er falldraugurinn Jóhann Þórhallsson sennilega dýrasti leikmaður Fylkis. En núna virðist sem Fylkir hafi áttað sig á hæfileikum Jóhanns þar sem hann hefur ekkert komið við sögu Fylkis í síðustu tveim leikjum liðsins. Núna hafa Fylkismenn losað sig við Hannah og spurning er hver mun fara næst frá Fylki.


mbl.is Hannah hættur hjá Fylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavík á metið.

Sumarið 2002 spiluðu ansi margir örvfættir leikmenn með Keflavík, til dæmis í leiknum gegn ÍBV voru 7 örvfættir leikmenn í byrjunarliði Keflavíkur. Þeir Jóhann, Haraldur, Kristján, Ómar, Adolf, Ólafur og Hjörtur eru allir örvfættir. Guðmundur Steinarsson kom svo inn á á 80 mínútu og voru þá 8 örvfættir keflvíkingar inn á í einu.


mbl.is Fimm örvfættir í byrjunarliði FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband