Kemur ekkert á óvart.

Þessar tölu koma mér ekkert á óvart. Eina ástæðan fyrir því að handbolti er enn stundaður á Íslandi af einhverri alvöru, er sú að Ísland hefur náð ágætum árangri á heimsvísu miðað við aðrar íþróttir sem eru í samkeppni við handboltann. Það er kannski ekki furða að Ísland hefur náð ágætum árangri þar sem það eru ekki mörg lönd sem handbolti er vinsæll í. Ég sá lista yfir vinsælustu íþróttir í heiminum fyrir nokkrum árum og þar komst handboltinn ekki á topp 100 listann. Á meðan voru aðrar bolta íþróttir mjög ofarlega, eins og fótbolti (sem var númer 1 á listanum), körfubolti og blak.

Ég tel að það séu tvær stórar ástæður fyrir því af hverju vinsældir handboltans hafa dvínað svona. Í fyrsta lagi er það óstjórnin hjá HSÍ. Maður veit aldrei hvernig deildarkeppnin er, það virðist vera mottó hjá þeim að breyta mótafyrirkomulaginu á hverju ári til að rugla almenna áhorfendur. Núna virðist þeim hafa tekist að finna út ágætt fyrirkomulag sem er mjög óspennandi, en ég er nokkuð viss um að því verði breytt fyrir næsta tímabil.

Á sama tíma þá hefur KKÍ komið niður á sitt mótafyrirkomulag og hefur það verið nánast óbreytt í einhver 20 ár, með smávægilegum breytingum. Sumar breytingar sem KKÍ hefur gert á sínu mótafyrirkomulagi hafa ekki gengið upp og þá hafa þeir breytt því til fyrrivegar. En þeir hafa ekki farið niður á sama plan og HSÍ og reynt að koma með nýtt mótafyrirkomulag á hverju ári.

Hin ástæðan fyrir því af hverju ég held fyrir dvínandi áhuga á handbolta, er sú að íþróttin er þannig að erfitt er að stunda hana á fámennari stöðum og erfitt er að stunda hana utan íþróttahúsa. Ég hef aldrei á minni ævi séð krakka vera að leika sér úti í handbolta, á sama tíma sér maður nánast daglega einhverja krakka vera að leika sér í körfu. Það er ekki hægt að leika sér í handbolta nema að vera 10-15 saman, á sama tíma geta 2 keppt í körfu og 3 í fótbolta. Ef að lið ætlar að halda úti unglingastarfi í handbolta, þá þurfa helst 20 manns að æfa íþróttina. Sem getur verið erfitt á fámennum stöðum, þess vegna velja minni íþróttafélögin frekar að halda úti körfubolta frekar en handbolta. Þess vegna er handboltinn orðin að Reykjavíkuríþrótt.


mbl.is Handboltinn gefur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Mummi að þessar tölur koma ekki á óvart.  Og manni finnst það hálf furðulegt að úrslitakeppnin hafi verið sleginn af á sínum tíma, með hliðsjón af vinsældum á úrslitakeppninni í körfuni.   Ef það var einhvertímann sem maður horfði á íslandsmótið í handbolta þá var það einmitt úrslitakeppnin.

 Ég hef samt á minni ævi séð krakka stunda handbolta utandyra, og spilaði stundum sjálfur sem krakki handbolta á malbikuðum velli við Grunnskólann á Hellu.  Einnig hefur alltaf verið keppt í handbolta kvenna utandyra á Landsmótum UMFÍ.

Bið að heilsa í bili.

Njáll (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég verð að viðurkenna að ég fór sjaldan á Hellu þegar ég var yngri. En auðvitað voru eflaust krakkar að leika sér á hinum ýmsu stöðum í handbolta. Sjálfur spilaði ég stundum frisbee þegar ég var yngri í Skrúðgarðinum í Keflavík. Þá var skipt í tvö lið og það lið sem skoraði fleiri mörk vann. Já það var hægt að skora mörk í frisbee á þessum tíma. Þetta segir að það er hægt að stunda ýmislegt.

Ég vissi af því að það var keppt í handbolta utandyra á Landsmóti UMFÍ, en ég hélt að það væri ekki lengur.

Mummi Guð, 3.5.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband