Færsluflokkur: Bloggar

Heitasta einhleypa konungsborna fólkið.

Í dag hafa fréttir af jarðskjálfta riðið yfir landið svo ég ætla að koma með smá fræðandi blogg fyrir alla þá sem hafa áhuga á þeim konungsbornu. Tímaritið Forbes birti nefnilega í dag lista yfir heitustu konungsborna fólkið sem er á lausu. Það sem kemur einna mest á óvart þegar listinn er lesinn að meðlimir breska konungsveldisins skipa 4 efstu sætin, það hefur nefnilega þannig að það er sjaldan talað um heitt fólk og Breta í sömu setningunni. Listinn er annars þannig:

1. William Prins, 26 ára. Eldri sonur Karls bretaprins og Díönu prinsessu. Hann er eðlilega efstur á listanum þar sem hann mun verða næsti konungur Englands (það býst enginn við að Karl fái einhvern tímann að stjórna heimsveldinu).

2. Harry Prins, 24 ára. Yngri sonur Karls og Díönu, hann er væntanlega á listanum vegna þess að hann fær krúnuna ef eitthvað kemur fyrir William.

3. Zara Phillips. 27 ára dóttir Önnu prinsessu og barnabarn Elísabetar Englandsdrottingar.

4. Beatrice prinsessa. 20 ára dóttir Andrews prins og Söruh Feguson.

5. Charlotte Casiraghi. 22 ára, dóttir Caroline prinsessu af Mónakó.

6. Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid al Maktoum. Sonur Sheikh Mohammed bin Rashid al Moktoum, forsætisráðherra og varaforseta Sameinuðu Arabísku Furstadæmisins.

7. Victoria prinsessa. 31 árs, krónprinsessa Svíþjóðar.

8. Azim prins. 25 ára prins frá Brunei.

9. Carl Phillip prins. 29 ára sonur Karls Gústafs Svíakonungs.

10. Andrea Casiraghi. 24 ára, elsti sonur Caroline prinsessu af Mónakó.

11. Albert II prins. 25 ára prins af Thum og Taxis.

12. Madeline prinsessa. Sænsk prinsessa.

13. Theodora prinsessa. 25 ára dóttir Constantine fyrrverandi konungs Grikklands.

14. Wenzeslaus. 33 ára prins af Liechtenstein.

15. Tsuguku prinsessa. 22 ára japönsku prinsessa, dóttir Takamado prins.

16. Sirivannavari prinsessa. Dóttir Maha Vajiralongkorn krónprinsins af Tælandi.

17. Sheikha Maitha bint Mohammed bin Rashid al Maktoum. Oft kölluð karate-prinsessan vegna hæfileika sinna í karate, en hún vann meðal annars til silfurverðlauna á Asíuleikunum í karate 2006. Hún er 27 ára frá Dubai.

18. Iman bint Al Hussein prinsessa. 24 ára dóttir Hussein konungs og Noor drottningar í Jórdaníu.

19. Philioppos prins. 22 ára sonur Constantine fyrrverandi konungs Grikklands.

20. Sikhanyiso prinsessa, dóttir Mswati III konungs Swasilands.


Lögreglan á Suðurnesjum enn einu sinni að vekja athygli á fjársvelti.

logreglanMér finnst þessar tilkynningar frá lögreglunni á Suðurnesjum ansi skondnar. Ég skil auðvitað lögregluna að vilja helst ekki fara í útköll, það væri best fyrir alla að engin útköll væri. En það búa yfir 20.000 manns á Suðurnesjum og mér finnst dálítil óraunhæft hjá lögreglunni að halda að engin útköll verði á laugardagskvöldi þegar stór hluti af íbúunum fari út að skemmta sér og svo maður tali ekki um á Eurovision kvöldi.

Mér finnst þessi tilkynning benda til að rólegt hafi verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lögreglan vissi að tvenn slagsmál voru í Reykjanesbæ í nótt og nokkrum sinnum munaði litlu að það yrði slagsmál. Þá var lögreglan kölluð nokkrum sinnum til þar sem fólk var að spila tónlist of hátt heima hjá sér eftir miðnætti.

Ég vil benda á niðurlag tilkynningarinnar að það var svo mikið hjá lögreglunni að tveir sátu inni í nótt, annar vegna þess að hann var ofurölvi og það fannst fíkniefni á hinum. Það sat enginn inni vegna slagsmála eða óláta og enginn fór á sjúkrahús vegna áverka og lögreglan tók engan fyrir umferðarlagabrot. Samt voru miklar annir hjá lögreglunni.

Ef lögreglan á Suðurnesjum eru að senda svona tilkynningar frá sér til að vekja athygli á fjársvelti sínu, þá tekst þeim það ágætlega. En hvort það er rétt að reyna að vekja svona athygli á sér er önnur saga. Núna bíð ég spenntur eftir að fá álíka tilkynningar frá lögreglunni á Selfossi, Akureyri og Borganesi, en býst ekki við þeim nema að það hafi verið alvöru annir hjá þeim, þar sem þessi lögregluembætti eru ekki í fjársvelti.

PS. Ég bæti við tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík og það er áhugavert að bera saman tilkynninguna frá lögreglunni á Suðurnesjum og frá Reykjavík.

"Mikið fjör var í miðborg Reykjavíkur í nótt, að sögn lögreglunnar, sem þurfti þó að hafa afskipti af nokkrum fjörkálfum sem gengu fullhratt um gleðinnar dyr. Nokkuð var um pústra en allt gekk stórslysalaust. Margir voru á ferðinni, alveg fram undir morgun, og þeir sem lengst tórðu til trallsins voru að tínast úr miðborginni um sjöleytið í morgun. Átta gistu fangageymslur".


mbl.is Annasamt hjá lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær flutningur, en mun ekki duga. Mín spá.

Þó að Eurobandið hafi staðið sig frábærlega á sviðinu, þá held ég að það muni ekki duga til að komast á topp 5 listann. Mín spá fyrir efstu sætin eru eftir að hafa hlustað á öll lögin:

1. Bosnia-Herzegovina.

2. Úkraína. 

3. Rúmenía.

4. Azerbadjen.

5. Króatía

Mín spá hvernig íslensku atkvæðin falla; 12 stig Danmörk, 10 stig Finnland, 8 stig Bosnia-Herzegovina, 7 stig Azerbadjen, 6 stig Króatía, 5 stig Svíþjóð, 4 stig Lettland, 3 stig Noregur, 2 stig Rúmenía og 1 stig Bretland.

Verstu lögin í keppninni að mínu mati eru lögin frá Spáni, Armeníu, Tyrklandi, Grikklandi, Georgiu og Ísrael.


mbl.is Flutningur Eurobandsins gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjátrúin.

Þar sem Ísland verður ellefta þjóðin á sviðið á laugardaginn þá vil ég benda hjátrúafullum á að Derby fékk 11 stig í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og varð langneðst. Auðvitað trúum við ekki á hjátrú og Derby hefði örugglega gengið betur ef Friðrik Ómar og Regína hefðu verið í þeirra liði.


mbl.is Ísland verður 11. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður loksins Eurovision partý á laugardaginn.

Loksins, loksins verður hægt að halda Eurovision-partý og það á laugardagskvöldi, það hefur ekki gerst síðan ég man ekki hvenær. En Ísland komst verðskuldað áfram, ekki bara að þau stóðu sig svo vel heldur voru amsi margir flytjendur varla boðlegir og vil ég síður nefna nokkur lönd, en einhvern veginn er Tékkland ofarlega í huga mér núna.

En ég veit að margir fagna því að Ísland hafi komist áfram og sá sem fagnar örugglega mest er Haukur nokkur sem að ég veit að ætlar að græða peninga á partýgleði Íslendinga um helgina.


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt myndband fyrir helgina.

Ég set inn hérna lítið brot úr einni af mínum uppáhaldsmyndum, My Cousin Vinny. Þessi mynd er algjör snilld og sópaði að sér verðlaun á sínum tíma. Til dæmis fékk Marisa Tomei Óskarsverðlaun fyrir leik í þessari mynd.

Þetta atriði sem ég setti inn er eitt af betri atriðum myndarinnar. Þar segir frá þegar Vinny kemur til að hitta aðalsögupersónurnar en það er búið að handtaka þá fyrir morð. Þarna er lögfræðingurinn sem sagt að hitta skjólstæðing sinn í fyrsta sinn. Einhver misskilningur er á kreiki og heldur skjólstæðingurinn að hann sé að fá heimsókn frá öðrum fanga sem er kominn til að nauðga honum.


Afmælisbarn dagsins: -Kevin Peter Hall.

Þá er aftur komið að hinum geysivinsæla lið mínum um afmælisbarn dagsins. Afmælisbarn dagsins er Kevin Peter Hall, en hann fæddist í Pittsburgh í Pennsylvaniu þann 9. maí 1955 og hefði því orðið 53 ára ef hann hefði lifað.

Kevin Peter HallKevin ólst upp í Pittsburgh og vakti fyrst verulega athygli þegar hann fór að spila körfubolta með Penn Hills High School og á lokaári sínu í high school var hann orðinn 210 sentimetrar og skoraði 18 stig að meðaltali í leik og tók 10 fráköst. Eftir skólaskylduna gat hann valið á milli háskóla og valdi George Washington háskólann í Washington og lék hann með körfuboltaliði skólans á meðan hann kláraði námið.

Kevin stundaði leiklist í háskólanum líka og kynntist þar Jay Fenichel og stunduðu þeir báðir leiklistina af fullum krafti og eftir að þeir luku námi flutti Jay til Los Angeles til að reyna að koma sér áfram í leiklistinni, en Kevin flutti til Venesúla þar sem hann gerðist atvinnumaður í körfubolta, en þá var hann orðinn 220 sentimetrar á hæð. Kevin entist ekki lengi í atvinnumennskuna og eftir eitt ár ákvað að hann leggja leiklistina fyrir sig og flutti til Jay í Los Angeles.

PredatorKevin fékk nokkur lítil hlutverk í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, en hann sló í gegn í kvikmyndinni Predator árið 1987, en þar fór hann með hlutverk Predator. Í kjölfarið fékk Kevin fleiri hlutverk og þegar hann lék gestahlutverk í sápuóperunni 227 kynntist hann einni aðalleikkonunni, Alaina Reed sem er sennilega þekktust fyrir að leika Olivia í Sesame Street á árunum 1969-1988 eða í 19 ár. Kevin og Alaina giftu sig í desember 1988.

Árið 1990 lenti Kevin í mjög alvarlegu bílslysi og þurfti að gangast undir skurðaðgerðir, í einni þeirra gerðist annað slys þegar Kevin var gefið blóð sem var sýkt af HIV-veirunni. Þann 10. apríl 1991 lést Kevin af völdum lungnabólgu sem má rekja til HIV-smitsins, tæplega 36 ára gamall. Lét hann eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Þrátt fyrir að hafa leikið í þó nokkrum bíómyndum, þá sást sjalda andlitið á Kevin. Það sem flest hlutverkin sem hann fékk voru hlutverk skrímslis eða ómannlegrar veru. Þó sást hann til dæmis í lokaatriði Predator þar sem hann fer með hlutverk þyrluflugmanns.

Þegar ég bjó í Pittsburgh kynntist ég aðeins sögu Kevins, hann var dæmi um fátækans strák sem hefur körfuboltahæfileika og notar þá til að koma sér áfram í lífinu. Hann lifði alltaf heilbrigðu lífi og var fyrirmynd í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum varð það lokahlutverk hans í lífinu að fá alnæmi og deyja af völdum þess aðeins nokkrum mánuðum síðar. Það þótti lýsa Kevin vel að strax eftir að greindist með HIV tilkynnti hann það opinberlega og fór aldrei í felur með sjúkdóminn eins og margir gera, fyrir það er hans minnst sem mikils baráttumanns í að uppfræða almenning um HIV og alnæmi.


Ekki fótboltablogg.

Já, þetta er ekki fótboltablogg. Eftir tvö fótboltablogg í röð er komið að fótboltalausubloggi. Gerið ég það áður en ég fæ kvartanir frá diggum lesendum. Æji, núna er þetta orðið að fótboltabloggi!

Í gær fór ég og mín heitt elskaða á fund á Gjörgæsludeildinni og var fundað um nóttina sem Huginn Heiðar dó, var þetta mjög góður fundur og vona ég að starfsfólkið þar geri sér grein fyrir hversu ánægð við erum með störf þess í gegnum tíðina og sérstaklega nóttina sem Huginn dó. Ég bloggaði um gærdaginn á heimasíðu Hugins.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Ég mætti í vinnu nokkrum dögum eftir útförina, taldi best að henda mér út í djúpu laugina og takast á við lífið. Mér líður reyndar vel í vinnunni, en ég vinn hjá Fríhöfninni í Keflavík. Mér líkar vel við vinnuna, hef góða vinnufélaga sem eru stundum kannski full stríðnir, en ég get nú líka verið það. Síðan get ég komið með heila færslu um vinnuveitanda minn. Ég hef þurft að ganga í gegnum ýmislegt síðan Huginn fæddist og alltaf stóðu þeir vel á bak við mig í veikindum Hugins. Þegar ég fór til Bandaríkjanna með Hugin, þá fékk ég rausnarlegan styrk frá þeim. Síðan beið vinnan eftir mér þegar að ég kom heim. Ég var frá vinnu í eitt og hálft ár og mætti síðan eins og ekkert hafði í skorist.

Núna er um tvö ár síðan ég byrjaði að vinna aftur og eins og allir vita þá hefur hinn vinnandi maður ekki mikinn veikindarétt þegar kemur að veikindum barns, ég get lofað ykkur því að ég tók töluvert fleiri veikindadaga en ég átti rétt á og fékk þá greidda án nokkurs vandamáls. Það sama gerðist þegar Huginn dó, ég fékk frí þegjandi og hljóðalaust með þeim orðum að ég ætti að mæta í vinnu þegar ég yrði tilbúinn til þess. Ekki nóg með það, heldur fékk ég rausnarlega útfararstyrk frá vinnuveitandanum.

Það er oft talað um þegar maður vinnur hjá stóru fyrirtæki, að þá hættir fyrirtækið að hugsa um mannlegu hliðina, því hef ég ekki kynnst hjá mínum vinnuveitendum.


Við hvað er Ólafur ósáttur?

Ólafur F MagnússonMér finnst fréttir af þessu máli furðulegar, það kemur ekkert fram um það af hverju Ólafur er ósáttur við verðlaunatillögurnar eða veit hann kannski ekki sjálfur af hverju hann er ósáttur við hana. Mér finnst þetta dálítið barnalegt eða aumkunarvert hvernig þetta kemur fram í fréttum. Er hann ósáttur við að það sé byggt í Vatnsmýrinni eða er hann ósáttur við að byggðin eigi að vera svona þétt eða vill hann hafa hana þéttari, vill hana hafa húsin lægri eða hærri?

Mér finnst furðulegt að maður í þessu embætti getur leyft sér að segja að hann sé ósáttur við svona stórt mál, án þess að útskýra það nánar.


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One Hit Wonder. -1. sætið.

Það er langt síðan ég hóf niðurtalið að stærstu One Hit Wonder lögum allra tíma og núna loksins er komið að laginu í fyrsta sæti. Það er lagið 500 Miles með tvíburabræðrunum í The Proclaimers, þeim Charlie og Craig Reid.

Charlie og Craig fæddust í Skotlandi 5. mars 1962 og störfuðu þeir í nokkrum hljómsveitum áður en þeir stofnuðu The Proclaimers árið 1983. Höfðu þeir aðallega spilað pönk rokk og var þeirra þekktasta hljómsveit Eight-Eyes. The Proclaimers vakti fljótlega mikla athygli í Skotlandi og nutu töluverðra vinsælda þar. En fyrsta lag þeirra og það eina sem hefur náð heimsathygli er lagið 500 Miles sem kom út árið 1988.

Lagið er eitt helsta stuðningsmannalag skoska knattspyrnuliðsins Hibernian, en þeir bræður eru miklir stuðningsmenn liðsins. Þá er 500 Miles líka stuðningsmannalag skoska landsliðsins og er alltaf spilað þegar skoska landsliðið skorar á sínum heimavelli og er lagið sungið stöðugt af stuðningsmönnum þess á meðan leik stendur. Það er líka oft talað um að 500 Miles eigi eftir að verða þjóðsöngur Skotlands, en Skotar eiga engan þjóðsöng. Craig og Charlie eru ekki bara þekktir sem knattspyrnuáhugamenn, heldur líka fyrir pólitískan áhuga sinn. En þeir eru báðir virkir innan Skoska Þjóðarflokksins, en þeirra helsta baráttumál er fullt sjálfstæði frá Bretlandi.

500 Miles með The Proclaimers.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband