Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hversu mikla þolinmæði hefur flokkurinn gagnvart Vilhjálmi?

Þessar tölur koma mér og örugglega engum öðrum, nema kannski Vilhjálmi á óvart. Ég bloggaði einhvern tíma í vetur að eina ráðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að bjarga andlitinu í Reykjavík, væri að semja við Samfylkinguna um samstarf í Reykjavík og ég lagði meira að segja til að Geir og Ingibjörg myndi sjálf sjá um meirihlutaviðræðurnar og Dagur yrði borgarstjórinn. Það er nefnilegur hagur Sjálfstæðisflokksins eins og það hljómar asnalega að Dagur verði borgarstjóri og ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan hæfan mann til að taka við borginni eins og staðan er í dag. Vissulega eru örugglega einhverjir sem myndi nefna Hönnu, Gísla eða Júlíus, en ef einhver af þeim yrði valin núna til að taka við borgarstjórastólnum þá myndi það leiða til óánægju hjá hinum sem myndi jafnvel leiða til leiðinda og verra umtals, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gott af. Svo maður tali ekki um það að fólk er orðið þreytt á eilífum borgarstjóraskiptum. Ég held að enginn vilji að Vilhjálmur taki við borgarstjórastólnum aftur. Hvorki sjálfstæðismenn né aðrir, hann hefur hreinlega ekki kollinn í lagi til að höndla þessa stöðu.


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg niðurstaða hjá dómstólnum.

Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg niðurstaða hjá dómnum. Þau giftu sig eftir að hún hafði fullvissað karlinn um að hún væri hrein mey, en hún laug og þess vegna finnst mér eðlilegt að hjónabandið hafi verið ógilt. Það er nefnilega ekki gott að hefja samband á lygum eins og þessi kona virðist hafa gert.

Auðvitað finnst mér þetta fáránleg ástæða til að krefjast ógildingu á hjónabandi og einhvern veginn set ég spurningamerki við hvernig honum tókst að sanna fyrir dómstólnum að hún væri ekki hrein mey. En aðalatriðið er að hún laug að tilvonandi eiginmanni og plataði hann í hjónaband á fölskum forsendum og þess vegna er átti að ógilda hjónabandið.


mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitasta einhleypa konungsborna fólkið.

Í dag hafa fréttir af jarðskjálfta riðið yfir landið svo ég ætla að koma með smá fræðandi blogg fyrir alla þá sem hafa áhuga á þeim konungsbornu. Tímaritið Forbes birti nefnilega í dag lista yfir heitustu konungsborna fólkið sem er á lausu. Það sem kemur einna mest á óvart þegar listinn er lesinn að meðlimir breska konungsveldisins skipa 4 efstu sætin, það hefur nefnilega þannig að það er sjaldan talað um heitt fólk og Breta í sömu setningunni. Listinn er annars þannig:

1. William Prins, 26 ára. Eldri sonur Karls bretaprins og Díönu prinsessu. Hann er eðlilega efstur á listanum þar sem hann mun verða næsti konungur Englands (það býst enginn við að Karl fái einhvern tímann að stjórna heimsveldinu).

2. Harry Prins, 24 ára. Yngri sonur Karls og Díönu, hann er væntanlega á listanum vegna þess að hann fær krúnuna ef eitthvað kemur fyrir William.

3. Zara Phillips. 27 ára dóttir Önnu prinsessu og barnabarn Elísabetar Englandsdrottingar.

4. Beatrice prinsessa. 20 ára dóttir Andrews prins og Söruh Feguson.

5. Charlotte Casiraghi. 22 ára, dóttir Caroline prinsessu af Mónakó.

6. Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid al Maktoum. Sonur Sheikh Mohammed bin Rashid al Moktoum, forsætisráðherra og varaforseta Sameinuðu Arabísku Furstadæmisins.

7. Victoria prinsessa. 31 árs, krónprinsessa Svíþjóðar.

8. Azim prins. 25 ára prins frá Brunei.

9. Carl Phillip prins. 29 ára sonur Karls Gústafs Svíakonungs.

10. Andrea Casiraghi. 24 ára, elsti sonur Caroline prinsessu af Mónakó.

11. Albert II prins. 25 ára prins af Thum og Taxis.

12. Madeline prinsessa. Sænsk prinsessa.

13. Theodora prinsessa. 25 ára dóttir Constantine fyrrverandi konungs Grikklands.

14. Wenzeslaus. 33 ára prins af Liechtenstein.

15. Tsuguku prinsessa. 22 ára japönsku prinsessa, dóttir Takamado prins.

16. Sirivannavari prinsessa. Dóttir Maha Vajiralongkorn krónprinsins af Tælandi.

17. Sheikha Maitha bint Mohammed bin Rashid al Maktoum. Oft kölluð karate-prinsessan vegna hæfileika sinna í karate, en hún vann meðal annars til silfurverðlauna á Asíuleikunum í karate 2006. Hún er 27 ára frá Dubai.

18. Iman bint Al Hussein prinsessa. 24 ára dóttir Hussein konungs og Noor drottningar í Jórdaníu.

19. Philioppos prins. 22 ára sonur Constantine fyrrverandi konungs Grikklands.

20. Sikhanyiso prinsessa, dóttir Mswati III konungs Swasilands.


Lögreglan á Suðurnesjum enn einu sinni að vekja athygli á fjársvelti.

logreglanMér finnst þessar tilkynningar frá lögreglunni á Suðurnesjum ansi skondnar. Ég skil auðvitað lögregluna að vilja helst ekki fara í útköll, það væri best fyrir alla að engin útköll væri. En það búa yfir 20.000 manns á Suðurnesjum og mér finnst dálítil óraunhæft hjá lögreglunni að halda að engin útköll verði á laugardagskvöldi þegar stór hluti af íbúunum fari út að skemmta sér og svo maður tali ekki um á Eurovision kvöldi.

Mér finnst þessi tilkynning benda til að rólegt hafi verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lögreglan vissi að tvenn slagsmál voru í Reykjanesbæ í nótt og nokkrum sinnum munaði litlu að það yrði slagsmál. Þá var lögreglan kölluð nokkrum sinnum til þar sem fólk var að spila tónlist of hátt heima hjá sér eftir miðnætti.

Ég vil benda á niðurlag tilkynningarinnar að það var svo mikið hjá lögreglunni að tveir sátu inni í nótt, annar vegna þess að hann var ofurölvi og það fannst fíkniefni á hinum. Það sat enginn inni vegna slagsmála eða óláta og enginn fór á sjúkrahús vegna áverka og lögreglan tók engan fyrir umferðarlagabrot. Samt voru miklar annir hjá lögreglunni.

Ef lögreglan á Suðurnesjum eru að senda svona tilkynningar frá sér til að vekja athygli á fjársvelti sínu, þá tekst þeim það ágætlega. En hvort það er rétt að reyna að vekja svona athygli á sér er önnur saga. Núna bíð ég spenntur eftir að fá álíka tilkynningar frá lögreglunni á Selfossi, Akureyri og Borganesi, en býst ekki við þeim nema að það hafi verið alvöru annir hjá þeim, þar sem þessi lögregluembætti eru ekki í fjársvelti.

PS. Ég bæti við tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík og það er áhugavert að bera saman tilkynninguna frá lögreglunni á Suðurnesjum og frá Reykjavík.

"Mikið fjör var í miðborg Reykjavíkur í nótt, að sögn lögreglunnar, sem þurfti þó að hafa afskipti af nokkrum fjörkálfum sem gengu fullhratt um gleðinnar dyr. Nokkuð var um pústra en allt gekk stórslysalaust. Margir voru á ferðinni, alveg fram undir morgun, og þeir sem lengst tórðu til trallsins voru að tínast úr miðborginni um sjöleytið í morgun. Átta gistu fangageymslur".


mbl.is Annasamt hjá lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær flutningur, en mun ekki duga. Mín spá.

Þó að Eurobandið hafi staðið sig frábærlega á sviðinu, þá held ég að það muni ekki duga til að komast á topp 5 listann. Mín spá fyrir efstu sætin eru eftir að hafa hlustað á öll lögin:

1. Bosnia-Herzegovina.

2. Úkraína. 

3. Rúmenía.

4. Azerbadjen.

5. Króatía

Mín spá hvernig íslensku atkvæðin falla; 12 stig Danmörk, 10 stig Finnland, 8 stig Bosnia-Herzegovina, 7 stig Azerbadjen, 6 stig Króatía, 5 stig Svíþjóð, 4 stig Lettland, 3 stig Noregur, 2 stig Rúmenía og 1 stig Bretland.

Verstu lögin í keppninni að mínu mati eru lögin frá Spáni, Armeníu, Tyrklandi, Grikklandi, Georgiu og Ísrael.


mbl.is Flutningur Eurobandsins gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjátrúin.

Þar sem Ísland verður ellefta þjóðin á sviðið á laugardaginn þá vil ég benda hjátrúafullum á að Derby fékk 11 stig í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og varð langneðst. Auðvitað trúum við ekki á hjátrú og Derby hefði örugglega gengið betur ef Friðrik Ómar og Regína hefðu verið í þeirra liði.


mbl.is Ísland verður 11. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður loksins Eurovision partý á laugardaginn.

Loksins, loksins verður hægt að halda Eurovision-partý og það á laugardagskvöldi, það hefur ekki gerst síðan ég man ekki hvenær. En Ísland komst verðskuldað áfram, ekki bara að þau stóðu sig svo vel heldur voru amsi margir flytjendur varla boðlegir og vil ég síður nefna nokkur lönd, en einhvern veginn er Tékkland ofarlega í huga mér núna.

En ég veit að margir fagna því að Ísland hafi komist áfram og sá sem fagnar örugglega mest er Haukur nokkur sem að ég veit að ætlar að græða peninga á partýgleði Íslendinga um helgina.


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michel var yfirburðarmaður á vellinum.

Þá er stórgóðum úrslitaleik í Meistaradeildinni lokið og horfði ég á hann og naut hans í botn, samt var Crystal Palace ekki að spila. Leikurinn var frábær skemmtun, völlurinn var reyndar flugháll og ekki gerði rigningin leikmönnum auðveldara fyrir, en samt tókst þeim að spila frábæra knattspyrnu. Þó margir séu eflasut svekktir yfir úrslitunum þá er ekki hægt að taka það af leikmönnum að leikurinn var stórgóður.

Lubos MichelEn það er ekki nóg að hafa tvö lið skipuð góðum leikmönnum til að leikurinn verði góður, mikilvægasti leikmaðurinn er dómarinn og dómarinnn í kvöld Slóvakinn Lubos Michel var yfirburðarmaður á vellinum, hann dæmdi varla umdeildan dóm. Ég man reyndar eftir einu atviki þar sem hann dæmdi hornspyrnu, þar sem Chelsea átti að fá markspyrnu. En ein lítil mistök er ekki mikið í svona erfiðum leik. Þess vegna vel ég Lubos Michel besta mann vallarins.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga sögusagnir um fjárhagsvandræði Fylkis við rök að styðjast?

Þær sögusagnir um að Fylkir eigi við alvarleg fjárhagsvandræði virðist eiga við rök að styðjast. Stöð 2 sagði frá því fyrir stuttu að mikil óáængja væri hjá leikmönnum Fylkis þar sem Fylkir gæti ekki staðið við gerða samninga. Kom það fram í fréttinni að íslenskir leikmenn Fylkis fengu greitt 50% af umsömdum launum, en erlendu leikmennirnir fengu 75%. Samt væri meiri óánægja hjá erlendu leikmönnunum.

Það er ljóst að Fylkir eru með marga dýra leikmenn, leikmenn eins og Gravesen, Dyring, Hannah, Jeffs, Valur Fannar og Ólafur Ingi eru ekki á lágum launum, samt er falldraugurinn Jóhann Þórhallsson sennilega dýrasti leikmaður Fylkis. En núna virðist sem Fylkir hafi áttað sig á hæfileikum Jóhanns þar sem hann hefur ekkert komið við sögu Fylkis í síðustu tveim leikjum liðsins. Núna hafa Fylkismenn losað sig við Hannah og spurning er hver mun fara næst frá Fylki.


mbl.is Hannah hættur hjá Fylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna er ég lost!

lost_lÉg verð að segja að ég er orðinn lost á þessum blessuðum Lost-þáttum sem eru sýndir á RÚV þessar vikurnar. Ég hef verið dyggur aðdáandi þáttanna frá því ég var í Pittsburgh fyrir þrem árum síðan. Á þeim tíma var mikið talað um þessa þætti á spjallsíðum á Íslandi (fékk ég allar fréttir og slúður frá slíkum síðum) og eitt sinn þegar Fjóla var lögst í flensu þá rölti ég yfir götuna og í BestBuy og keypti fyrstu seríuna á DVD. Við eyddum næstu kvöldum í að horfa á þættina og þótti mér þeir mjög spennandi og góður. Ég beið síðan spenntur eftir annari seríunni og verð ég að segja að hún olli mér miklum vonbrigðum. Þriðja serían var mun skárri en sú önnur og var ég farinn að hlakka til fjórðu seríunnar og ég verð að segja að hún er ein stór vonbrigði.

lost.benÉg skil ekki af hverju ég er enn að hanga yfir því þessum þætti, sérstaklega þar sem það er búið að gefa út að seríurnar verða sex talsins, þannig að ég fæ ekki að vita um leyndardóma eyjunnar fyrr en sumarið 2010 og ég veit ekki hvort ég nenni að hanga svo lengi yfir þessum þætti eða vitleysu eins og þættirnir eru farnir að vera.

Þetta var sjónvarps-pirrings-bloggið mitt á mánudagskvöldi, ætli ég noti ekki næsta mánudagskvöld í að horfa á American Idol.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband