Eðlileg niðurstaða hjá dómstólnum.

Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg niðurstaða hjá dómnum. Þau giftu sig eftir að hún hafði fullvissað karlinn um að hún væri hrein mey, en hún laug og þess vegna finnst mér eðlilegt að hjónabandið hafi verið ógilt. Það er nefnilega ekki gott að hefja samband á lygum eins og þessi kona virðist hafa gert.

Auðvitað finnst mér þetta fáránleg ástæða til að krefjast ógildingu á hjónabandi og einhvern veginn set ég spurningamerki við hvernig honum tókst að sanna fyrir dómstólnum að hún væri ekki hrein mey. En aðalatriðið er að hún laug að tilvonandi eiginmanni og plataði hann í hjónaband á fölskum forsendum og þess vegna er átti að ógilda hjónabandið.


mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja karlinn minn, þú hefur greinilega ekki afmeyjað konu eftir skrifum þínum að dæma. Það er auðvelt að sanna það hvor kona er hrein mey eður ei.

brahim (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Mummi Guð

Það er alltaf gaman þegar einhver vitleysingur komur með svona athugasemdir. Úr því að þú ert svona klár brahim, þá ættir þú að geta sagt mér og fleirum hvernig maðurinn fór að því að sanna það fyrir dómnum að hún væri ekki hrein mey. Það er ekki nóg að karlinn hafi vitað það, heldur þarf að sanna það fyrir dómi.

Mummi Guð, 30.5.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Anna Lilja

Eðlileg?

 Það kemur ekki fram í þessari frétt hvernig eða hvort hún laug. 

Það mætti líka benda á annað sem karlmenn virðast vita síður:

Af vísindavefnum: 

"Það getur einnig rifnað við margvíslega áreynslu. Því getur verið hæpið að líta svo á að meyjarhaftið sé óyggjandi sönnun fyrir óspjölluðum meydómi."

Anna Lilja, 31.5.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Mummi Guð

En það kom fram í fréttinni að maðurinn virðist hafa náð að sanna það fyrir dómnum að hún væri ekki hrein mey. Hvernig hef ég ekki hugmynd um, kannski hefur hann komist yfir klámmynd sem hún lék í. Það sem stendur eftir er það að konan laug að karlinum og honum fannst þessi lygi vera þess eðlis að enginn framtíð væri í hjónabandinu.

Það er hægt að snúa þessari frétt á annan veg. Ef maður segir kærustinni sinni að hann sé forríkur karl og eigi kastala og dýra bíla og fyrirtæki hans sé metið á 100 milljarða. Hún giftist honum og skömmu síðar kemur í ljós að karlinn er ekki ríkur, heldur sé hann öryggisvörður sem vinnu við að gæta dýrra húsa og hann notaði eitt slíkt til að plata konuna um ríkidæmi sitt. Er þetta ástæða fyrir konuna til að krefjast ógildingu hjónabandsins? og ef hún gerir það, var hún þá bara að giftast honum fyrir peningana?

Anna Lilja, ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir hvað við karlmenn vitum mikið um konur!

Mummi Guð, 31.5.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband