Michel var yfirburðarmaður á vellinum.

Þá er stórgóðum úrslitaleik í Meistaradeildinni lokið og horfði ég á hann og naut hans í botn, samt var Crystal Palace ekki að spila. Leikurinn var frábær skemmtun, völlurinn var reyndar flugháll og ekki gerði rigningin leikmönnum auðveldara fyrir, en samt tókst þeim að spila frábæra knattspyrnu. Þó margir séu eflasut svekktir yfir úrslitunum þá er ekki hægt að taka það af leikmönnum að leikurinn var stórgóður.

Lubos MichelEn það er ekki nóg að hafa tvö lið skipuð góðum leikmönnum til að leikurinn verði góður, mikilvægasti leikmaðurinn er dómarinn og dómarinnn í kvöld Slóvakinn Lubos Michel var yfirburðarmaður á vellinum, hann dæmdi varla umdeildan dóm. Ég man reyndar eftir einu atviki þar sem hann dæmdi hornspyrnu, þar sem Chelsea átti að fá markspyrnu. En ein lítil mistök er ekki mikið í svona erfiðum leik. Þess vegna vel ég Lubos Michel besta mann vallarins.


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Línuvörðurinn sem var Manchester megin á vellinum í seinni hálfleik, dæmdi vitlaust hvað ofan í annað, þegar Chelsea átti að fá hornspyrnur en ManUtd fékk þess í stað markspyrnur.

Ólafur Björnsson, 21.5.2008 kl. 23:42

2 identicon

dæmdi hann ekki umdeildan dóm???? allveg viss um að þú hafir ekki verið að horfa á vitlausan leik? get til dæmis nefnt þér vítasp sem línuvörðurinn flaggaði en hann lét leikinn halda áfram, frekar umdeilt og svo allveg nokkrar kippur af minni atriðum, miðað við þetta val þitt er þá rooney kannski í öðru sæti yfir mann leiksins:)?

jon (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 06:49

3 identicon

Má bjóða ykkur "hjónum" miða á Johnny Logan tónleikana á morgun?

Fríða K (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:24

4 identicon

frítt að sjálfsögðu

Fríða K (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:34

5 Smámynd: Mummi Guð

Ég gat varla séð Michel dæma umdeildan dóm. En það þýðir ekki að enginn umdeildur dómur var.

Varðandi það sem jon segir að dómarinn hafi ekki dæmt þegar línuvörðurinn hafi flaggað á víti. Ég man ekki eftir þessu atviki, en sennilega ertu að tala um þegar John Terry stökk á Cole, en dómarinn leyfði leiknum að halda áfram. Það hefði ekki komið neinum á óvart ef hann hefði dæmt aukaspyrnu, en það hefði líka verið umdeildur dómur.

Ég fer ekki ofan af því að Michel er sennilega besti dómari heims í dag.

Mummi Guð, 22.5.2008 kl. 12:27

6 identicon

Minn maður var híber þegar leikurinn átti sér stað enda United maður í gegn, þegar Ronaldo brenndi af vítinu þá hélt ég að lampi fengi að fjúka í vegginn, svo ætlaði allt að rifna þegar úrslitin urðu ljós við víti Tier Henry klikkaði. United átti þetta skilið, ekki tapað leik í þessari keppni, svo fólk ætti að una þeim þetta

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Mummi Guð

Magga, það kom loksins að því að gerðir athugasemd við fótboltablogg hjá mér og upplýstir okkur um fótboltaáhugann þinn. Ég verð reyndar að leiðrétta smá hjá þér, það var ekki hinn öflugi framherji Barcelona Thierry Henry sem klikkaði á vítinu heldur varnarmaðurinn John Terry og hann er hjá Chelsea. En þetta kemur hjá þér, næst er að þú þarft að læra rangstöðuregluna!

Mummi Guð, 22.5.2008 kl. 19:24

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Nei ég held að Magga sé að vísa í Anelka sem klikkaði.Ég var samt að vona svona innst inni að Chelsea tæki þetta þegar Ronaldo klikkaði aftur á móti Chelsea,því hann gerði það líka í vetur en svo reddaði Van de saar þessu fyrir þá og ég gladdist mikið fyrir Giggs hönd.

Hann er vel að þessu komin að slá leikjametið og skora sjálfur úr sinni spyrnu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.5.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband