Færsluflokkur: Íþróttir

Ferðin á Emirates.

arsenalÉg skellti mér á leik um síðustu helgi og sá leik Arsenal og Manchester United. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fer á íþróttakappleik erlendis. Ég fór á mína fyrstu leiki erlendis á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi árið 2000. Góð vinkona mín vann ferð á mótið en gat ekki farið og bauð mér að nýta vinninginn sinn sem ég að sjálfsögðu þáði. Ferðin var í boði Carlsberg og svo gaman var í ferðinni að ég hef drukkið Carlsberg síðan og er líklega búinn að borga ferðina til baka. Ég sá tvo leiki í þeirri ferð, leiki Hollands og Danmerkur og Spán og Slóveníu. Ég fór síðan á leik Roma og Inter vorið 2004 og sá þá stórkostlegan leik á Olimpico-leikvanginum í Róm. Sumarið 2005 fór ég síðan á leik í bandaríska hafnarboltanum og sá leik Pittsburgh Pirates og Cincinnati Reds. Ég hafði aldrei fundist spennandi að sjá hafnarbolta í sjónvarpinu og komst að því þennan dag að íþróttin er jafnóspennandi í raunveruleikanum.

Emirates StadiumAftur að ferðinni á Emirates. Ég og Guðjón skelltum okkur á föstudeginu í skoðanaferð um völlinn og fengum að skoða búningsklefana og setjast í stjórnarmannasætin á vellinum og sætið hans Wenger og komst að því að sætið hans var ekki heitt. Skoðanaferðin var flott og rosalega gaman að fá skoða mannvirkið frá þessu sjónarhorni. Skoðanaferðin var fullbókuð og vorum við einu Íslendingarnir í hópnum. Margar skemmtilegar spurningar komu í ferðinni og sú besta var þegar ein konan spurði hversu oft er spilað á vellinum og síðan fylgdi gullmolinn á eftir, "hvenær er næsti leikur?" Sá sem var fararstjórinn í skoðanaferðinni horfði á konuna með sérstökum svip og svaraði, "á morgun gegn Mancester United!"

HighburyVið kíktum á gamla Highbury, en þar standa yfir miklar byggingaframkvæmdir. Þó fær framhliðin að standa áfram, fannst mér það frekar sorglegt að sjá hvernig veggurinn stendur í dag. Þetta á eflaust eftir verða mjög flott, en það er það ekki í dag. Núna stendur veggurinn einn, ef horft er í gegnum glugga þá blasir við byggingaframkvæmdirnar. Það er bara stálstillans sem styður vegginn svo hann hrynur ekki.

Við kíktum líka í Arsenal-búðina við Emirates og fengum þar ótrúlega þjónustu. Þannig var að Guðjón keypti sér Arsenal búning fyrir rúmu ári síðan og var hann orðinn ansi lúinn og var auglýsingin framan á búningnum nánast farin af. Þegar einn starfsmaður í búðinni sá búninginn sagði hann okkur að við gætum skipt og fengið nýja treyju fyrir þá gömlu. Við fórum og völdum nýjan búning og löbbuðum með hann út. Frábær þjónusta hjá þeim.

Við tókum laugardaginn snemma og vorum mættir á Emirates um þrem tímum fyrir leik. Þaðáhorfendur á Emirates var töluverð stemning og gaman að vera þarna og fylgjast með mannfjöldanum. Allt fór friðsamlega fram og þeir stuðningsmenn United sem voru á svæðinu blönduðust alveg við aðra og voru engin læti. Inn á leikvanginum var ótrúleg stemning og stemningin jókst mikið þegar gamla Clash-lagið London Calling var spilað og á eftir kom lagið One Step Beyound með Madness og ekki minnkaði lætin. Ég hélt að þetta væri læti þar til að liðin komu inn á völlinn. Vá.

Arsenal vs Manchester UnitedLeikurinn var frábær skemmtun og ekki skemmdi fyrir dramatík á síðustu mínútu leiksins, þegar Arsenal menn jöfnuðu leikinn. Eftir leikinn var síðan fylgst með stemningunni og síðan haldið heim eftir frábæra skemmtun.


Fjölmiðlar mega skammast sín.

Ég hálfpartinn lofaði mér því að draga úr frétta og íþróttabloggum, ég ætla samt að koma með eitt fótboltabloggið enn af gefnu tilefni. En það fjallar um kosningu á knattspyrnukonu ársins á lokahófi KSÍ.

Það vita það allir núna að Hólmfríður Magnúsdóttir var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum deildarinnar. Margar ótrúlegar samsæriskenningar eru í gangi um að svindl hafi verið í gangi við valið og leikmenn liða hafi komið sér saman um að kjósa ekki Margréti Láru. Ég trúi ekki að það hafi verið raunin. Ég held að Hólmfríður hafi verið valin vegna þess að hún var besti leikmaður Íslandsmótsins. Ég hef reynt að hlera hvernig Keflavíkurstelpurnar kusu og veit ég að nokkrar þeirra kusu Hólmfríði og ástæðan var sú að þeim þótti hún einfaldlega best í sumar. Ég hef aftur á móti ekki heyrt frá einni eða neinni hvort að einhver plott hafi verið í gangi um sniðganga Margréti Láru og að einhver sms hafi verið í gangi kannast engin við.

Henry Birgir hefur fjallað mikið um þetta mál á heimasíðu sinni. Þar hefur hann meðal annars auglýst eftir sönnunum fyrir því að samantekin ráð hafi ráðið því að Margrét Lára var ekki kosin. Engin sönnun hefur komið fram, en það ætti ekki erfitt þar sem miðað við sögusagnirnar þá gengu sms og tölvupóstar á milli leikmanna um að kjósa hana ekki. Það ætti ekki að vera erfitt að fá afrit af einum pósti eða sms-i. Henry skrifar í dag áhugaverða kjaftasögu, er hún því miður ekki mjög ótrúverðug, hún er svohljóðandi:

Var að heyra athyglisverða sögu. Valskonur komust að því að ekki ætluðu allar stelpurnar í deildinni að kjósa Margréti Láru besta. Vitandi að það yrði hálfneyðarlegt fyrir Margréti að vera ekki valin best ákváðu einhverjir Valsmenn að koma af stað orðrómi um að samantekin ráð væru í gangi.

Ef svo ólíklega færi að Margrét yrði ekki valin best væri nefnilega mjög hentugt að grípa í þessar sögusagnir og segja að það sé einkennilegt að orðrómur sem var í gangi fyrir einhverjum vikum síðan hefði gengið eftir. Það liti betur út fyrir Margréti ef illa færi. Valur væri samt alls ekki að ásaka neinn og hefði engar sannanir.

Nú ef svo færi að Margrét yrði valin best þá myndi enginn velta sér upp úr sögusögnunum, ekkert vesen og málið búið. Hentugt og skothelt dæmi.

Fjölmiðlamenn hafa verið fljótir að taka upp samsæriskenninguna og hafa verið duglegir að blása upp málið í anda Lúkasarmálsins fyrr í sumar. Fljótlega eftir að Hólmfríði var afhent verðlaunin náði Þorsteinn Gunnarsson íþróttamaður að króa hana af og ein af fyrstu spurningunum var, af hverju heldur þú að þú hafir verið valin! Döööh. Sennilega af því hún var best, eða var Þorsteinn að gefa annað í skyn? Síðan hafa hver fjölmiðillinn á fætum öðrum tekið upp þessa samsæriskenningu og talað um skandal í kosningunni.

Forsvarsmenn Vals hafa verið duglegar að gagnrýna valið og vilja taka upp lýðræðislegri kosningar! Hvernig er hægt að hafa lýðræðislegri kosningu en þá að allir fái að kjósa? Það er lagt til að komin verður upp nefnd sem sér um að velja leikmann ársins. Þeir sem halda að það sé lýðræðislegra eru sennilega aldir upp í Sovétríkjunum og eru trúir komúnismanum.

Í dag kom enn eitt dæmið um hvernig fólk er að missa sig í tilfinningunum, líkt og gerðist með Lúkasarmálið. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skrifar opið bréf til Margrétar Láru og birtir það opinberlega. Þar tekur hann undir samsæriskenninguna, án þess að hafa nokkur sönnunargögn undir höndum og gerir lítið úr árangri Hólmfríðar. Elliðið má eins og svo margir íþróttarfréttamenn sem hafa misst sig í umfjöllun um samsæriskenninguna skammast sín. Þessir menn eru að gera lítið úr íþróttum kvenna með mjög óábyrgri umfjöllun. Þessir menn ættu að hugsa um hundinn Lúkas núna og muna hvernig hann drapst.

Hólmfríður spilaði frábærlega fyrir KR, var drifkraftur liðsins á miðjunni og skoraði 15 mörk í 13 leikjum sem þykir mjög gott fyrir miðjumann. Auk þess skoraði hún 3 mörk í þremur bikarleikjum, en KR varð bikarmeistari. Hún var kosin í eins lýðræðislegum kosningum og hægt er að framkvæma. Hólmfríður Magnúsdóttir var kosin vegna þess að hún er besti leikmaður Íslandsmótsins. Hólmfríður til hamingju með titillinn.


Ætli þetta sé tilviljun?

Eiður Smári spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona á tímabilinu í gær og í gær tapaði Barcelona sínum fyrsta leik á tímabilinu? Barcelona hafði spilað 7 leiki án þess að tapa þar til í gærkvöldi?


mbl.is Eiður fékk sitt fyrsta tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var nokkuð getspakur.

ksiÉg var nokkuð getspakur þegar kom að því að veita einstaklingsverðlaunin fyrir knattspyrnutímabilið 2007. Þrjár viðurkenningar voru samhljóma mínum, Helgi Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn, Matthías Vilhjálmsson var valinn efnilegastur og stuðningssveit KR voru valdir bestu stuðningsmennirnir. Þjálfari ársins var valinn Willum Þór Þórsson, en ég setti Ólaf Kristjánsson í það sæti, en setti Willum sem líklegan sigurvegara. Þá var Garðar Örn Hinriksson valinn besti dómarinn og kom það mér mjög á óvart, en ég hafði sett Magnús Þórisson sem besta dómarann. Annars er hægt að skoða hverja ég taldi líklegasta til viðurkenningar hér.


mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran III. hluti.

Þá er komið að þriðja hluta uppskeruhátíðarinnar minnar. Hægt er að skoða fyrsta hlutann hér og annan hlutann hér. Núna ætla ég að velja einstaklingverðlaunin.

Stuðningsmenn ársins: Sigurvegari: Miðjan (KR), Líklegir sigurvegarar: Pumasveitin (Keflavík), Ekki líklegir sigurvegarar: Mafían (FH).

Dómari ársins: Sigurvegari: Magnús Þórisson. Líklegur sigurvegari: Kristinn Jakobsson

Þjálfari ársins: Sigurvegari: Ólafur Kristjánsson Breiðablik, Líklegir Sigurvegarar: Willum Þór Þórsson Val og Gunnar Guðmundsson HK. Ekki líklegir sigurvegarar: Ólafur Þórðarson Fram, Teitur Þórðarson KR og Magnús Gylfason Víking.

Efnilegasti leikmaður ársins: Sigurvegari: Matthías Vilhjálmsson FH. Líklegur sigurvegari: Jón Vilhelm Ákason ÍA.

Besti Leikmaðurinn: Sigurvegari: Helgi Sigurðsson Val. Líklegir sigurvegarar: Prince Rajcomar Breiðablik og Jónas Grani Garðarson Fram.


Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran II. hluti.

Þá er komið að öðrum hluta uppskeruhátíðarinnar minnar. Hægt er að skoða fyrsta hlutann hér. Núna vel ég lið ársins og er það þannig skipað:

Markmaður: Stefán Logi Magnússon KR.

Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníusson Keflavík, Sverrir Garðarson FH, Valur Fannar Gíslason Fylki og Atli Sveinn Þórarinsson Val.

Miðjumenn: Jónas Grani Garðarson Fram, Jónas Guðni Sævarsson Keflavík, Pálmi Rafn Pálmason Val og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH.

Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson VAl og Prince Rajcomar Breiðablik.

Varamenn: Ómar Jóhannsson Keflavík, Birkir Már Sævarsson Val, Matthías Guðmundsson FH, Magnús Páll Gunnarsson Breiðablik, Arnar Grétarsson Breiðablik, Baldur Sigurðsson Keflavík og Sinisa Kekic Víking.

Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Breiðablik.


Það vantar Guðinn á listann!

tottiÓtrúlegt að Francesco Totti einn allra besti knattspyrnumaður í heimi skuli ekki vera á listanum. Totti er búinn að eiga frábært ár, varð markahæsti leikmaður Sería A með 26 mörk. Það sem af er þessu tímabili hefur Totti enn og aftur sýnt hvers konar snillingur hann er og það er hann fyrst og fremst sem drífur þetta Roma lið áfram. Hann er nú þegar búinn að skora 6 mörk eftir 6 leiki.

Auðvitað er listinn skipaður knattspyrnusnillingum, en það er auðvelt að finna leikmenn sem eiga ekki heima á listanum úr því að Totti er þar ekki. Fyrstan skal nefna Tevez, eina sem hann hefur gert á árinu er að skrifa undir samning hjá United. Síðan eru nokkrir leikmenn eins og  Cannavaro sem átti afleitt tímabil með Real Madrid, Deco, Juninho, Marquez, Pirlo, Ribery, Thuram og Torres sem eiga ekkert erindi á listann.

Eins og þeir segja í Róm, Benedikt er Páfinn, en Totti er Guðinn.


mbl.is Þrjátíu koma til greina sem knattspyrnumenn ársins hjá FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peter Taylor rekinn frá Crystal Palace.

palacePeter Taylor framkvæmdarstjóri Crystal Palace var rekinn frá félaginu í dag. Í fréttatilkynningu sem birtist á opinberri heimasíðu Palace er sagt að ástæðan fyrir brottrekstrinum sé léleg byrjun á tímabilinu. Liðið er með 10 stig eftir 10 leiki og situr í 19. sæti af 24. í deildinni. Þá hefur liðið eingöngu sigrað í einum leik af síðustu tíu í deild og bikar.

petertaylorTaylor var við stjórnvölin hjá Palace í 16 mánuði og verður að segjast að árangur hans hafi ekki verið viðunandi á þessum tíma. Það kemur fáum stuðningsmönnum Palace á óvart að hann skyldi verða rekinn og greinilegt að Simon Jordan eigandi Palace var að bíða eftir réttum tímapunkti til að reka hann. Núna er 12 dagar í næsta leik vegna landsleikjahlés og mun því nýr framkvæmdastjóri hafa smá tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri fyrir næsta leik.

Strax eru komnar vangaveltur um hver muni taka við Palace og eru þeir sem oftast eru nefndir, Neil Warnock fyrrum stjóri Sheffield United, Paul Jewell fyrrum stjóri Wigan, Kit Symons aðstoðarframkvæmdastjóri Palace og Palace-goðsögn, Chris Coleman fyrrum stjóri Fulham og Palace-goðsögn og að lokum Martin Allen framkvæmdastjóri Leicester. Þá er hægt að rifja upp að Jose Maurinho fyrrum stjóri Chelsea sagði að ef hann væri ekki að stýra Chelsea þá vildi hann vera stjóri hjá Crystal Palace. Núna er spurning hvort að Simon Jordan ætli að bjóða Maurinho starfið? Ég held að niðurstöðurnar veri þær að á morgun verði tilkynnt að Neil Warnock verði nýr framkvæmdarstjóri Crystal Palace.


Dida má skammast sín.

Dida má skammast sín fyrir framkomu sína þetta kvöld. Það að stuðningsmaður Celtic hafi hlaupið inn á völlinn og ögrað Dida er alvarlegt og á ekki að sjást í fótboltanum, en það sem Dida gerði er mun alvarlegra. Hann gerði sér upp meiðsli og var væntanlega að vona að dómarinn myndi flauta leikinn af líkt og var gert í landsleik Dana og Svía í vor.

Myndband af atvikinu.

mbl.is Dida þarf að svara fyrir sig hjá UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran I. hluti.

Ég ætla að halda smá uppskeruhátíð í sambandi við knattspyrnusumarið sem var að ljúka. Ég ætla að byrja á því að birta ekki lið ársins. Það er úrvalslið þeirra leikmanna sem ollu vonbrigðum í sumar. Liðið er þannig skipað:

Markmaður: Daði Lárusson FH.

Varnarmenn: Guðmundur Sævarsson FH, Grétar Sigfinnur Sigurðarson Víking, Gunnlaugur Jónsson KR og Pétur Hafliði Marteinsson KR.

Miðjumenn: Bjarki Gunnlaugsson FH, Þórður Guðjónsson ÍA, Gunnar Kristjánsson Víking og Bjarnólfur Lárusson KR.

Sóknarmenn: Jóhann Þórhallsson KR og Grétar Ólafur Hjartarson KR.

Varamenn: Hannes Þór Halldórsson Fram, Kristján Hauksson Fram, Óðinn Árnason Fram, Allan Dyring FH, Hjálmar Þórarinsson Fram, Ingvar Ólason Fram og Igor Pesic Fram

Þjálfari: Ólafur Þórðarson Fram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband