Færsluflokkur: Íþróttir

Kemur ekkert á óvart.

Það kemur mér ekkert á óvart að Ólafur hafi verið rekinn, enda hefur hann ekki náð árangri sem þjálfari í mörg ár. Ég vil benda á færslu sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Hún er hér.


mbl.is Ólafur Þórðarson hættur sem þjálfari Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úppps. Aðeins of seint.

víkingurHefði ekki verið betra að skipta aðeins fyrr um þjálfara þegar ljóst var hvert stefndi. Nýr þjálfari hefði kannski náð að bjarga liðinu frá falli. KR-ingar skiptu um þjálfara þegar ljóst var að ekkert var að gerast hjá félaginu og björguðu sér frá falli. Núna bíð ég eftir fréttum af því að Ólafur Þórðarson sé hættur með Fram.


mbl.is Magnús Gylfason hættur þjálfun Víkings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Keflavík, lélegt hjá RÚV.

Flottur sigur hjá Keflavík í dag og fyrsti titillinn í höfn í vetur.

Aftur á móti þá má RÚV, sjónvarp allra landsmanna skammast sín. En RÚV hætti við að sýna leikinn í beinni útsendingu þar sem þeir ákváðu að endursýna formúluna frá því í nótt í staðinn, en RÚV ákvað fyrir löngu að leikurinn yrði sýndur.

Á heimasíðu Keflavíkur er frétt um þetta.


mbl.is Keflavík sigraði Hauka með 15 stiga mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferrari vann að ítölskum hætti.

Til hamingju Ferrari-menn. Það er alltaf gaman að vinna heimsmeistaratitla í dómssölum. En Það er að verða ítalskur siður að dómstólar krýna meistarana. Í fyrra urðu Inter Ítalíumeistarar í knattspyrnu eftir dómsmál og núna verður Ferrari heimsmeistarar eftir slíkt mál. Enn og aftur til hamingju Ferrari.


mbl.is Ferrari heimsmeistarar bílsmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur hjá Íslandi.

Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik heldur en undanförnum leikjum. Spánverjarnir voru góðir í kvöld, en þeir komust ekkert áfram gegn okkar mönnum. Ísland spilaði frábæran varnarleik og gáfu Spánverjunum aldrei frið svo þeir náðu aldrei að komast inn í leikinn og þegar Ísland fékk boltann þá var spilaður sóknarbolti.

Í síðasta leik á móti Kanada þá voru Kanadamenn slakir og Íslendingar jafnslakir og var sá leikur hundleiðinlegur. Þá vantaði alla baráttu og leikgleði, en hún var til staðar í kvöld og var leikurinn frábær skemmtun. Spánverjarnir náðu að nýta sér smá einbeitningarleysi hjá íslensku strákunum og jafna leikinn, það hefði verið skemmtilegt að vinna Spánverjana úr því við vorum svo stutt frá því en jafntefli er frábær úrslit.

Ég hef ekki verið sáttur við leik íslenska landsliðsins að undanförnu, en ef íslenska liðið heldur áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld þá hlakka ég til næsta leik og greyið Norður-Írar að þurfa að mæta okkur. Áfram Ísland.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón eða séra Jón.

Það er greinilega ekki sama hvað Jón eða séra Jón segja þegar það á að dæma þjálfara í leikbönn. Þá er ég að vitna til þess þegar Kristján þjálfari Keflavíkur og Leifur þjálfari Fylkis fengu mun þyngri refsingu í fyrra fyrir töluvert vægari ummæli. En kannski er þetta breyting á refsingum hjá KSÍ, ég veit það ekki.

Það er annað sem vekur athygli mína yfir úrskurði aganefndar KSÍ í gær. Þjálfari 3. flokks drengjaliðs Vals er þar dæmdur í eins leiks bann fyrir brottvísun. Ég hefði haldið að knattspyrnufélög legðu metnað sinn í að hafa góða þjálfara sem er jafnframt góð fyrirmynd fyrir unglingana sem þeir eru að þjálfa. Þrátt fyrir að vera að þjálfa 14-16 ára börn þá er þessi þjálfari búinn að fá tvær brottvísanir í sumar og fjórar áminningar. Til útskýringa þá getur þjálfari ekki fengið spjöld fyrir brot eða handleika boltann, heldur býst ég við að allar þessar refsingar hafa komið vegna kjaftbrúks. Þessi maður á langa sögu að baki sem þjálfari og virðist það vera viðtekin venja hjá honum að fá áminningar og brottvísanir fyrir að munnhöggvast við dómarann miðað við gagnagrunn KSÍ.


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil líka að sonur minn verði í landsliðinu.

Enn einu sinni reynir Guðjón að troða sonum sínum áfram, en þeir hafa ekki átt fast sæti í landsliðinu síðan hann var landsliðsþjálfari. Hann þarf að gera sér grein fyrir því að Bjarni er mjög óvinsæll leikmaður, sennilega óvinsælasti leikmaður Íslands í dag og það er eflaust stór ákvörðun af hverju hann er ekki valinn og svo líka að hann er bara ekki nógu góður þó að pabba hans finnist annað.

Ég hef séð nokkra leiki með ÍA og ég verð að segja að liðið spilar hundleiðinlegan fótbolta. Guðjón segir að ÍA spilar ekki leiðinlegri fótbolta en það að þeir hafa skorað 28 mörk og séu þriðja markahæsta liðið. Það vita það allir að það er ekki hægt að setja sama sem merki á milli skemmtilegan fótbolta og mörg mörk. Þannig er að ÍA spilar stífan varnarleik og gerir það vel, en beitir síðan skyndisóknum á einum eða tveim sóknarmönnum. Flest mörk ÍA koma eftir föst leikatriði, en þá er fleirum en tveim leikmönnum ÍA er hleypt fram. ÍA spilar árangursríkan fótbolta, en hundleiðinlegan.


mbl.is Guðjón undrast að Bjarni sé ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sáttur við mína menn.

Crystal PalaceÉg er ekki sáttur við frammistöðu minna manna á lokasprettir félagskiptanna. Crystal Palace fékk tvo sóknarmenn að láni, þá Paul Dickov frá Manchester City og Besian Idrizaj frá Liverpool. Ég skil ekki alveg hvað við eigum að gera við Dickov þar sem við höfum nóg af gömlum og reyndum sóknarmönnum sem eiga það sameiginlegt að geta varla skorað. Mér líst betur á að fá Idrizaj, ungur og ferskur sóknarmaður. Þó hann hafi ekki fengið mörg tækifæri með Liverpool þá hefur hann ágæta ferilskrá. Ég vil gera hann að Palace manni og kaupa hann í vor ef hann stendur sig ágætlega.

Þá lánaði Palace tvo sóknarmenn, þá Lewis Grabban til Motherwell og Shefki Kuqi til Fulham. Það er illskiljanlegt af hverju Grabban er lánaður, en hann er ungur snöggur og góður leikmaður. Það er dálítið sem okkur hefur vantað. Hann fékk nokkur tækifæri á síðasta tímabili og ég var að vona að hann fengi fleiri tækifæri og meiri ábyrgð í vetur. Ég er líka vonsvikinn vegna þess að Kuqi var lánaður, mér fannst bara eitt koma til greina í sambandi við hann. Annað hvort að nota hann í liðið eða selja hann, Palace er ekki það auðugt félag að þeir geti keypt leikmenn dýrum dómi og lánað þá síðan til annarra félaga.


mbl.is Murphy og Kuqi til Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungur maður seldur í ánauð.

Í morgun þegar ég mætti í vinnu, þá mætti einn vinnufélagi minn ekki og við vissum ekki hvers vegna hann kom ekki. Í hádegisfréttum var sagt frá því að hann væri kominn til Noregs, þar sem norskt fótboltalið hefði keypt hann. Ég vona að Baldur nái fljótlega að losna frá norsku þrælahöldurunum og komi aftur heim til Íslands.


Ég skora á Eið Smára!

Ég skora á Eið Smára að kæra Davíð Smára líka. Ef Eiður kærir hann líka, þá eru mun meiri líkur á að Davíð Smári fái "sanngjarnan" dóm. 

Ég tek ofan fyrir Val að kæra, hann er að sýna gott fordæmi og er að gera knattspyrnunni greiða með kærunni. Það er nefnilega þannig að oft finnst manni að það megi beita annan mann ofbeldi svo lengi sem það gerist á fótboltavellinum. Slíkt á ekki að líðast, ofbeldi er ofbeldi hvort sem er niðrí bæ, í heimahúsi eða á knattspyrnuvellinum.

Update! Fréttastofa Stöðvar 2 dró til baka fréttina um að Davíð Smári hafði ráðist á Eið Smára, þó hann hefði verið á svæðinu.


mbl.is Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband