Peter Taylor rekinn frá Crystal Palace.

palacePeter Taylor framkvæmdarstjóri Crystal Palace var rekinn frá félaginu í dag. Í fréttatilkynningu sem birtist á opinberri heimasíðu Palace er sagt að ástæðan fyrir brottrekstrinum sé léleg byrjun á tímabilinu. Liðið er með 10 stig eftir 10 leiki og situr í 19. sæti af 24. í deildinni. Þá hefur liðið eingöngu sigrað í einum leik af síðustu tíu í deild og bikar.

petertaylorTaylor var við stjórnvölin hjá Palace í 16 mánuði og verður að segjast að árangur hans hafi ekki verið viðunandi á þessum tíma. Það kemur fáum stuðningsmönnum Palace á óvart að hann skyldi verða rekinn og greinilegt að Simon Jordan eigandi Palace var að bíða eftir réttum tímapunkti til að reka hann. Núna er 12 dagar í næsta leik vegna landsleikjahlés og mun því nýr framkvæmdastjóri hafa smá tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri fyrir næsta leik.

Strax eru komnar vangaveltur um hver muni taka við Palace og eru þeir sem oftast eru nefndir, Neil Warnock fyrrum stjóri Sheffield United, Paul Jewell fyrrum stjóri Wigan, Kit Symons aðstoðarframkvæmdastjóri Palace og Palace-goðsögn, Chris Coleman fyrrum stjóri Fulham og Palace-goðsögn og að lokum Martin Allen framkvæmdastjóri Leicester. Þá er hægt að rifja upp að Jose Maurinho fyrrum stjóri Chelsea sagði að ef hann væri ekki að stýra Chelsea þá vildi hann vera stjóri hjá Crystal Palace. Núna er spurning hvort að Simon Jordan ætli að bjóða Maurinho starfið? Ég held að niðurstöðurnar veri þær að á morgun verði tilkynnt að Neil Warnock verði nýr framkvæmdarstjóri Crystal Palace.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband