Færsluflokkur: Bloggar

Stupid Criminal.

Er þetta ekki gott dæmi um afbrotafólk sem Jay Leno myndi kalla "stupid criminal"?


mbl.is Handtekin grunuð um fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur forseti.

Mér er alltaf að lítast betur og betur á þennan forseta Frakklands. Þegar hann varð kosinn forseti þá tilkynnti hann strax að á meðan hann fengi einhverju ráðið þá myndi Tyrkland aldrei fá inngöngu í Evrópusambandið á meðan óbreytt ástand er í landinu. Ég er sammála honum þar og hef aldrei skilið af hverju sum lönd vilja fá Tyrkland Í Evrópusambandið, þar sem í Tyrklandi er mannréttindi fótum troðin, dómskerfið og löggjafinn er gjörspilltur og svo lengi mætti telja.

Núna tilkynnti Sarkozy að hann ætlaði ekki að nota Bastilludaginn til að náða fanga. Enda finnst mér fáránlegt að forsetinn taki fram fyrir hendur dómsvaldsins og náði glæpamenn. Ég væri ekkert voða hress ef ég væri lögreglumaður í Frakkland, búinn að hafa fyrir því rannsaka mál og finna þann seka, búinn að sanna sekt hans og fá hann dæmdan, en þá kemur forsetinn og sleppur honum og af hverju. Jú það er vani að gera slíkt á Bastilludaginn.

Tveir þumlar upp fyrir Sarkozy.


mbl.is Sarkozy neitar að náða fanga á Bastilludaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

07.07.07

Eitt af því sem á erfitt með að skilja er þessi dýrkun á að gifta sig á flottri dagsetningu. Mér finnst þetta ekki flott, mér finnst þetta frekar ófrumlegt. Mér dettur í hug eftir nokkur ár þegar spurt verður brúðkaupsdaginn og brúðhjónin sem segja það, þá verði svarið. Ó já eru þið ein af þeim. Af hverju er fólk að reyna að finna flotta dagsetningu, er það til að þau gleymi ekki deginum? ég bara spyr.

Mér finnst það hið besta mál þegar fólk leitar að sérstakri dagsetningu fyrir brúðkaupið, en mér finnst það hallærislegt að það sé verið að leita að "flottri dagsetningu". Þegar ég meina sérstök dagsetning þá er ég meina kannski fæðingardagur barnsins, dagur sem þau kynntust eða einhver annar dagur sem sérstaka þýðingu fyrir parið, eins geta það verið dagar eins og 17. júní. En ekki 07.07.07.

Núna er ég væntanlega búinn að særa nokkur brúðhjón sem eru núna að vakna eftir brúðkaupsnóttina og er að lesa bloggið mitt. En þetta er bara mín skoðun. Núna væri gaman að vita hvaða dagsetning verði næsta tískubrúðkaupsdagur og ég ætla að giska á það verði 7. september 2013, það er ekki amarlegt að giftast á 7-9-13. Ef þessi dagur verður fljótlega upppantaður hjá prestum landsins, þá er bara um að gera að skella sér til Ameríku og gifta sig 9. júlí sama ár og fá sömu dagsetningu 7-9-13.


Góð grein.

Það birtist góð grein um leik ÍA og Keflavíkur á sport.is, grein er svona; 

Leikmaður 9. umferðar: Bjarni Guðjónsson

Við erum kannski ekki vanir því hér á sport.is að velja leikmann umferðarinnar í Landsbankadeild karla en eftir hamfarir Bjarna Guðjónssonar á Akranesi í leik ÍA og Keflavíkur var valið bara of auðvelt til þess að koma því ekki á framfæri.  Seinna mark hans í leiknum er sennilega með þeim umdeildustu í íslenskri knattspyrnusögu og eftir fjölda endursýninga, ummæla Guðjóns Þórðarsonar eftir leik og heigulshátt Bjarna að leik loknum skilur maður vel reiði Keflvíkinga í garð Bjarna.

Markið sem Bjarni skoraði kom eftir innkast sem ÍA fékk eftir að Keflavík sparkaði boltanum útaf vegna meiðsla leikmanns ÍA.  Í stað þess að kasta boltanum inná vallarhelming Keflvíkinga eða sparka honum útfyrir hliðarlínuna líkt og vaninn er hjá flestum bað Bjarni Guðjónsson um að fá boltann, lítur upp og sér hvar Ómar Jóhannsson markvörður liðsins er staðsettur og "sendir" boltann þéttingsfast yfir Ómar og í markið.  Undarleg vinnubrögð hjá leikmanni sem á að baki mörg ár í atvinnumennsku og hefur hingað til verið nokkuð ofarlega í áliti greinarhöfundar.  Í fyrstu virtist sem um slys væri að ræða en eftir fjölda endursýninga var erfitt að sannfærast ekki um að um viljaverk hafi verið að ræða hjá Bjarna.
Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Ómar meiddist hann lítillega á höfði þegar hann rakst í stöngina við það að reyna að ná "sendingu" Bjarna til sín og þurfti heimsókn á spítala að halda eftir leikinn. 

Breitt yfir með lygum?
Ef ekki er búið að sýna Guðjóni Þórðarsyni markið aftur ætti hann að fá að sjá það áður en hann reynir að halda sig við sín orð í viðtali á Sýn eftir leik.  Þar sagði hann að það hefði verið greinilegt að Bjarni hafi verið undir pressu frá Baldri Sigurðssyni og þess vegna kinksað, þar með hafi boltinn endað í netinu en ekki fyrir aftan endalínu eins og hann átti að gera.  Guðjón gerði líklega lítið annað en að sannfæra hinn almenna áhorfanda um að um viljaverk hafi verið að ræða því á sjónvarpsmyndum sést það greinilega að ekki nokkur leikmaður beggja liða er nálægt Bjarna þegar hann "lætur vaða."  Guðjón var semsagt að reyna að verja son sinn með lygi sem auðvelt er að sanna.

Læti inni í klefa
Viðbrögð Bjarna eftir leik voru líka frekar skrýtin.  Eins er það skrýtið að Skagamenn skyldu ekki hafa gefið Keflvíkingum mark eins og hefur verið gert þegar svona mark er skorað, enda hefur hingað til verið keppst við að hafa fótboltann "Fair play"-íþrótt.  Bjarni hins vegar biðst afsökunar eftir markið, en þegar lokaflautið gellur hleypur Bjarni eins og stunginn grís inn í búningsklefa liðsins án þess svo mikið sem að þakka dómurum fyrir leikinn.  Heiðarlegur leikmaður hefði staðið eftir, beðist afsökunar og tekið í hönd leikmanna andstæðinganna og dómara, viðbrögð Bjarna voru viðbrögð leikmanns sem skammaðist sín en ætlaði að komast upp með það.

Keflvíkingar brjálaðir
Leikmenn Keflavíkur, aðallega varamenn og Guðmundur Steinarsson í broddi fylkingar, urðu æfir þegar þeir horfðu á eftir Bjarna hlaupa inn í klefa.  Samkvæmt heimildum urðu þó engin slagsmál inni á leikmannaganginum á Akranesi en ýmis ljót ókvæðisorð voru hrópuð í átt að Bjarna Guðjónssyni af hálfu leikmanna Keflvíkinga, þeirra á meðal Bjarka Guðmundssonar sem áður lék með ÍA.  Kannski ekki alveg rétt viðbrögð hjá Keflvíkingum en eðlilega urðu þeir pirraðir í garð Bjarna fyrir þessa framkomu, eins og markið hafi ekki verið nóg.

Hvað gerist í Keflavík?
Þessi lið mætast aftur í lokaumferðinni í Keflavík og geta þeir feðgar Guðjón og Bjarni seint búist við rauðum dregli og skrúðgöngu við komuna til Keflavíkur.  Örfá ár eru síðan Guðjón skyldi Keflvíkinga eftir án þjálfara nokkrum vikum fyrir fyrsta leik í deildinni, þá var Kristján Guðmundsson, núverandi þjálfari Keflvíkinga, aðstoðarmaður Guðjóns en var ráðinn í hans stað og hefur haldið stöðunni síðan.  
Nú þegar hafa spunnist miklar deilur á spjallvefjum netsins um markið og heiðarleika Bjarna Guðjónssonar og fátt annað hægt að gera en að hafa sína skoðun á málinu.  Svo virðist þó sem nákvæmlega ekkert sé hægt að gera í þessu máli.  Hugsanlega hefði það verið mögulegt að gefa Bjarna kannski gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu í leiknum en það er ekki víst.  Ekki er hægt að sekta Skagamenn fyrir þetta og eftir stendur að þeir fengu þrjú stig eftir þennan leik og eru nú í fínum málum í deildinni. 

Róbert Jóhannsson


Af hverju lögreglufylgd?

Af hverju kölluðu óskuðu Skagamenn eftir lögreglufylgd fyrir Bjarna? Ég held að það hafi verið vegna þess að Skagamenn eru að fullu að reyna að réttlæta óheiðarleika Bjarna í leiknum í gær. Það eru engu líkara en að Skagamenn hafa áróðursmeistara á sínum snærum eins og Hitler hafði á tímum Nasista svo öflugir eru þeir í að koma sínum málstað að og reyna að gera Keflvíkinga að vondu köllunum. Á stuðningsmannasíðu Keflavíkur er talað um umrætt atvik og þannig er því líst á síðunni;

"Nokkrir stuðningsmenn Keflavíkur biðu eftir leikmönnum Keflavíkur eftir leikinn og klöppuðu fyrir þeim og sýndu þeim stuðning í verki eins og sönnum stuðningsmönnum sæmir.   'I leiðinni ætluðum við að votta þeim Kidda Jak en þó aðallega Bjarna og kannski Gauja í pakkatilboði virðingu okkar.   Klöppuðum fyrir Kidda og sungum að við fíluðum Kidda Jakobs. Hressandi það. Svo var beðið eftir Bjarna til þess að baula á kallinn og sýna honum að við kunnum ekki að meta svona framkomu.   Þá mætir lögreglan á svæðið, leikmenn 'IA vildu ekki fara út fyrr en laganna verðir kæmu á svæðið.   En eins og hinn mikli snillingur í löggunni hann Siggi Donna og hans félagar sáu þá voru við ekki þarna til þess að vera með nein læti né dólgslæti, heldur einungis friðsamleg mótæli, og þegar þeim var komið á framfæri þá yfirgáfum við svæðið.  Þetta sáu allir sem voru á svæðinu, og fór mjög vel á með okkur og hinum ágætu lögregluþjónum.  Enda höfum við aldrei verið þekktir fyrir nein leiðindi hvað þá ofbeldi á knattspyrnuleikjum, og það mun heldur aldrei verða.   Fairplay og prúðmennska er okkar aðalsmerki,, en það hljóta allir að skilja að menn verða svekktir þegar á okkur er brotið svona að því liggur leik eftir leik.      En allt tal um "tryllta ofbeldismenn" vísa ég gjörsamlega til föðurhúsanna, með dass af hlátri með."

Þessi málflutningur er ekki að skapi Morgunblaðsins og fleiri fjölmiðla, sennilega vegna þess að hann er ekki eins krassandi og að leikmaður þurfi lögreglufylgd. Ég minni á stuðningsmenn Keflavíkur hafa verið þekktir fyrir skemmtileg tilþrif og heiðarlega framkomu og fengu nýlega verðlaun KSÍ fyrir að vera bestu stuðningsmennirnir á Íslandi.

Í fjölmiðlum eftir leikinn í gær er mikið talað um tryllta leikmenn Keflavíkur og framkomu þeirra eftir leikinn og samt eru bara sýndar myndir af leikmönnum Akranes hlaupa á fullu inn í vallarhúsið, af hverju var ekki talað um þá? og af hverju er ekki talað um einn af forsvarsmönnum Akranesbæjar sem veittist að leikmönnum Keflavíkur eftir leikinn þar sem hann var mjög ölvaður inn í vallarhúsinu,er það ekki vegna þess að sú umræða hæfir ekki áróðursmeistara ÍA?


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru stóru olíufélögin ekki ekki búin að hækka?

Ef Atlantsolía væri ekki á markaðinum þá væri bensínlítrinn örugglega kominn upp í 150 krónur og olíufélögin væru að væla í ríkinu í að lækka álögin á bensínlítranum. Mér finnst stórmerkilegt að minnsta olíufélagið stjórni bensínverðinu og það er staðreynd að það gerir það.


mbl.is Stefnir í hækkun á bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppreisn æra.

Það er aldeilis sem kisurnar mínar Snati og Gormur fá uppreisn æru. Ég hef alltaf haldið því fram að þeir væru íslenskir fjósakettir ættaðir úr Borgarfirðinum. En núna er komið í ljós að þeir eru ættaðir frá "frjósama hálfmánanum" við Miðjarðarhafið og ekki nóg með það heldur var verið að birtast frétt um ættmóðir Snata og Gorms í ekki ómerkilegri tímariti en vísindaritinu Science og á fréttavef BBC.

sogg

Aðals-kisurnar mínar, Snati og Gormur.


mbl.is Heimiliskötturinn er upprunninn í Mið-Austurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hrapa niður alla lista.

Vá hvað ég hrapa niður alla lista, núna er ég í 220 sæti yfir vinsælustu bloggara á blog.is. Fyrir örfáum vikum var ég í 20 sæti svo fallið er hátt. Reyndar finnst mér ótrúlegt að ég hafi komist á topp 20 listann og kenni ég vinnufélögum mínum um það. Ég er með um 50-200 heimsóknir á dag eftir því hvað ég er duglegur að bloggar og svo skyndilega einn daginn rauk ég upp í 1000 heimsóknir og næstu dagar fylgdu á eftir með 500-600 heimsóknir. Ég tel líklegast að einhver vinnufélagi minn og kannski heitir hann Gunnar, hafi skellt slóðanum á síðunni minni á b2.is eða humor.is eða einhverja slíka síðu. Ég varð að minnsta kosti óvenju vinsæll í nokkra daga.

Það er síðan annað og verra, ég er að hríðfalla í draumadeildinni og ólíkt blog.is þá snýst sá listi um hæfileika á að velja réttu leikmennina í fótbolta. Þannig er leikurinn að fyrir hverja umferð í fótboltanum þá vel ég þá 11 leikmenn sem ég tel líklegast að eigi eftir að slá í gegn í umferðinni og fæ síðan stig eftir frammistöðu þessara 11 leikmanna. Eftir sex umferðir sat ég í sjöunda sætinu og var nokkuð sáttur við, enda ágætt að vera númer 7 af sexþúsund og eitthvað. í sjöundu umferðinni féll ég í átjánda sætið og í síðustu umferð féll ég í 31 sætið.  Ástæðan fyrir fáum stigum í síðustu umferð er hinn óvænti sigur KR, núna þýðir ekkert annað en að leggja hausinn í bleyti og hala inn stigum og komast aftur á topp 10. Ef einhver veit um leikmann sem á eftir að hala inn mörg stig í næstu umferð þá má hann benda mér á hann.


Er þetta ekki gott dæmi um...

Er þetta ekki gott dæmi um þar sem lögreglan eigi að gera bifhjólið upptækt. Þar sem lögreglan hefur heimild til að gera ökutæki upptæk þegar ökumenn þeirra gerist sekur um stórfelldan níðingsakstur. Ég veit að margir eru ósáttir við þessi lög og telja þau brot á fullt af lögum, en þar sem lögin er til þá finnst mér að það eigi að nota þau.

Smá tips frá mér til lögreglunnnar, nýtið ykkur refsirammann.


mbl.is Reyndi að stinga lögreglu af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt mál.

Mér finnst mjög alvarlegt mál að ökumaður skuli stinga af vettvangi eftir að hafa orðið valdur af umferðarslysi, hann athugar ekki einu sinni hvort einhver hefur slasast heldur keyrir bara brosandi í burtu í fína vörubílnum sínum.

Ég keyri oft flutningabíl og veit hvernig það er, ég gæti vel trúað að ástæðan fyrir árekstrinum í dag er hraðainnsiglið. Þannig er að stóri flutningabílar er með hraðainnsigli sem kemur í veg fyrir að bifreiðin komist hraðar en 90 kílómetra hraða. Ef maður er að keyra flutningabíl og lendir á eftir bíl sem keyrir á 70 þá er nánast ómögulegt að taka fram úr bílnum. Og ef maður reynir það þá er ansi oft að hinn ökumaðurinn gefur aðeins í og skapar stórhættu. Kannski eru þetta aðstæðurnar sem ökumaður vörubílsins lenti í, ég veit það ekki. En það réttlætir samt ekkert að stinga af slysavettvangi og sérstaklega ef það sé hugsanlegt að einhver hafi slasast.


mbl.is Árekstur á Vesturlandsvegi vegna ógætilegs framúraksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband