Af hverju lögreglufylgd?

Af hverju kölluðu óskuðu Skagamenn eftir lögreglufylgd fyrir Bjarna? Ég held að það hafi verið vegna þess að Skagamenn eru að fullu að reyna að réttlæta óheiðarleika Bjarna í leiknum í gær. Það eru engu líkara en að Skagamenn hafa áróðursmeistara á sínum snærum eins og Hitler hafði á tímum Nasista svo öflugir eru þeir í að koma sínum málstað að og reyna að gera Keflvíkinga að vondu köllunum. Á stuðningsmannasíðu Keflavíkur er talað um umrætt atvik og þannig er því líst á síðunni;

"Nokkrir stuðningsmenn Keflavíkur biðu eftir leikmönnum Keflavíkur eftir leikinn og klöppuðu fyrir þeim og sýndu þeim stuðning í verki eins og sönnum stuðningsmönnum sæmir.   'I leiðinni ætluðum við að votta þeim Kidda Jak en þó aðallega Bjarna og kannski Gauja í pakkatilboði virðingu okkar.   Klöppuðum fyrir Kidda og sungum að við fíluðum Kidda Jakobs. Hressandi það. Svo var beðið eftir Bjarna til þess að baula á kallinn og sýna honum að við kunnum ekki að meta svona framkomu.   Þá mætir lögreglan á svæðið, leikmenn 'IA vildu ekki fara út fyrr en laganna verðir kæmu á svæðið.   En eins og hinn mikli snillingur í löggunni hann Siggi Donna og hans félagar sáu þá voru við ekki þarna til þess að vera með nein læti né dólgslæti, heldur einungis friðsamleg mótæli, og þegar þeim var komið á framfæri þá yfirgáfum við svæðið.  Þetta sáu allir sem voru á svæðinu, og fór mjög vel á með okkur og hinum ágætu lögregluþjónum.  Enda höfum við aldrei verið þekktir fyrir nein leiðindi hvað þá ofbeldi á knattspyrnuleikjum, og það mun heldur aldrei verða.   Fairplay og prúðmennska er okkar aðalsmerki,, en það hljóta allir að skilja að menn verða svekktir þegar á okkur er brotið svona að því liggur leik eftir leik.      En allt tal um "tryllta ofbeldismenn" vísa ég gjörsamlega til föðurhúsanna, með dass af hlátri með."

Þessi málflutningur er ekki að skapi Morgunblaðsins og fleiri fjölmiðla, sennilega vegna þess að hann er ekki eins krassandi og að leikmaður þurfi lögreglufylgd. Ég minni á stuðningsmenn Keflavíkur hafa verið þekktir fyrir skemmtileg tilþrif og heiðarlega framkomu og fengu nýlega verðlaun KSÍ fyrir að vera bestu stuðningsmennirnir á Íslandi.

Í fjölmiðlum eftir leikinn í gær er mikið talað um tryllta leikmenn Keflavíkur og framkomu þeirra eftir leikinn og samt eru bara sýndar myndir af leikmönnum Akranes hlaupa á fullu inn í vallarhúsið, af hverju var ekki talað um þá? og af hverju er ekki talað um einn af forsvarsmönnum Akranesbæjar sem veittist að leikmönnum Keflavíkur eftir leikinn þar sem hann var mjög ölvaður inn í vallarhúsinu,er það ekki vegna þess að sú umræða hæfir ekki áróðursmeistara ÍA?


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok rólegur vinur, hérna er um fótboltaleik að ræða og mér finnst full gróft að fara að lýkja Skagamönnum við nasista Þýskalands eða Hitler.

Í annan stað hljóp Bjarni með Guðmund Steinarsson á hælunum. Þó svo að myndavélarnar hafi ekki náð því þá er það samt sannleikur. Ég efast um að Guðmundur hafi verið að hlaupa alla þessa leið til þess eins að taka í hendina á Bjarna.

Og miðað við hegðun stuðningsmanna Keflavíkur á leiknum þá er ég ekki hissa á að menn hafi viljað vera öryggir og veitt honum lögreglufylgd.

Ég held að menn þurfi aðeins að fara að róa sig. Þetta er að vísu mjög leiðinlegt og óheppilegt atvik en hluti af boltanum engu að síður. Það má segja að mistökin séu Bjarna og ég held að hann gjaldi fyrir þau. Alla vega væri ég ekki til í að vera í hans sporum núna. Hins vegar vil ég einnig kenna markmanni Keflvíkinga um þetta því að hann stóð ekki einu sinni inn í teignum þegar sendingin kom. Ef hann hefði staðið 10-15 metrum aftar hefði þetta verið léttur bolti fyrir hann til þess að grípa. Einnig held ég að það hafi skipt máli að miðjumaður Keflvíkinga sótti í bakið á Bjarna þegar hann sendi. Ef að Keflvíkingar áttu von á sendingu til baka, þá er það mjög einkennileg hegðun.

Og sú fullyrðing þín að Skagamenn stýri umfjöllun um málið þá er það náttúrulega bara bull. Umfjöllun um skagamenn hefur aldrei verið góð og hún er ekki betri núna. En við skagamenn berum höfuðið hátt. Þarna urðu bara mistök, liðið hafði ekki rangt við og við unnum þennan leik á heiðarlegan hátt.  

Jóhann P (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Mummi Guð

Bíddu aðeins, hegðuðu stuðningsmenn Keflavíkur sér illa á leiknum? Ég var á leiknum og sat á meðal Puma-sveitarinnar og þar var púað og baulað en ekkert meira. Mér finnst í góðu lagi að hafa kallað til lögreglu, en að senda fréttatilkynningu um að Bjarni hafi þurft lögreglufylgld er út í hött og lýsir vel hversu góðan áróðursmeistara ÍA hefur.

Að kenna markmanninum um markið er fáránlegt og er ekki svaravert.

Ég vona að Skagamenn fari að átta sig á hvað þeir gerðu íslenskri knattspyrnu í gær. Ég vona jafnframt að Bjarni skammist sín fyrir markið, ég efast reyndar stórlega um það.

Mummi Guð, 5.7.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband