Alvarlegt mál.

Mér finnst mjög alvarlegt mál að ökumaður skuli stinga af vettvangi eftir að hafa orðið valdur af umferðarslysi, hann athugar ekki einu sinni hvort einhver hefur slasast heldur keyrir bara brosandi í burtu í fína vörubílnum sínum.

Ég keyri oft flutningabíl og veit hvernig það er, ég gæti vel trúað að ástæðan fyrir árekstrinum í dag er hraðainnsiglið. Þannig er að stóri flutningabílar er með hraðainnsigli sem kemur í veg fyrir að bifreiðin komist hraðar en 90 kílómetra hraða. Ef maður er að keyra flutningabíl og lendir á eftir bíl sem keyrir á 70 þá er nánast ómögulegt að taka fram úr bílnum. Og ef maður reynir það þá er ansi oft að hinn ökumaðurinn gefur aðeins í og skapar stórhættu. Kannski eru þetta aðstæðurnar sem ökumaður vörubílsins lenti í, ég veit það ekki. En það réttlætir samt ekkert að stinga af slysavettvangi og sérstaklega ef það sé hugsanlegt að einhver hafi slasast.


mbl.is Árekstur á Vesturlandsvegi vegna ógætilegs framúraksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugsanir

sammála þessu með hraðatakmarkanirnar...þetta er stórhættulegt.

 Við eigum eftir að sjá mun meira af svona slysum þar sem að obbi pallbíla verður kominn með þetta 2007/2008

Hugsanir, 29.6.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Já þetta er ömurlegt. Hér er um eiganda og ökumann hjá fluttningafyrirtækinu Strandafrakt. Foreldrar mínir óku með fellihýsið - ferð sem endaði með ósköpum.

Þorleifur Ágústsson, 29.6.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Þetta er rétt hjá þér með hraðainnsiglið. En það er nokkuð sem við vörubílstjórar vitum um og eigum að geta miðað aksturslag okkar við það. En það er oft óþægilegt að geta ekki skotið sér yfir 90 km hraða þegar maður ætlar framúr bílum sem dóla á 60- 70.  

Helgi Jónsson, 1.7.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband