Er þetta ekki gott dæmi um...

Er þetta ekki gott dæmi um þar sem lögreglan eigi að gera bifhjólið upptækt. Þar sem lögreglan hefur heimild til að gera ökutæki upptæk þegar ökumenn þeirra gerist sekur um stórfelldan níðingsakstur. Ég veit að margir eru ósáttir við þessi lög og telja þau brot á fullt af lögum, en þar sem lögin er til þá finnst mér að það eigi að nota þau.

Smá tips frá mér til lögreglunnnar, nýtið ykkur refsirammann.


mbl.is Reyndi að stinga lögreglu af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu gamall ?

Ég bara spyr vegna þess að fólki er aftast kennt um þrískiptingu valdsins fyrir 15 ára aldur, og þar með að það ekki lögreglunar að 'refsa' fólki.  

Fransman (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Mummi Guð

Vá hvað þú ert eitthvað úrillur svona snemma morguns, ertu að eyða morgninum í að snúa út úr bloggfærslum?

Ég geri mér alveg grein fyrir þrískiptingu valdsins, en ef þú lest fréttina aftur þá getur þú séð að lögreglan svipti manninum ökuréttindum, er það ekki ólögæmt samkvæmt útúrsnúningum þínum?

Ekki alls fyrir löngu þá gerði lögreglan á Selfossi mótorhjól upptækt eftir svona níðingsakstur og hefur lögreglan heimild til þess þar sem bifhjólin voru notuð sem drápstæki. Þetta er eins og lögreglan megi ekki gera hníf upptækan af manni sem er að sveifla honum til hægri og vinstri og ógnar saklausum borgurum með honum.  Síðan er spurning hvort ökumaður geti ekki fengið mótorhjólið aftur með því að höfða mál.

Úr því þú spyrð, þá er ég 39 ára, en þú?

Mummi Guð, 1.7.2007 kl. 09:00

3 identicon

Mummi, ég er alveg sammála þér. Svona einstaklingar eiga ekkert erindi út í umferðina sem ökumenn. Um að gera að nýta lagaheimildina, til þess er hún. Auðvitað er einhver kjáni sem telur það brot á hans rétti en með glæfraakstri er viðkomandi búinn að fyrirgera rétti sínum. Svo einfalt er það, það tekur enginn hjól/bíl af aðila sem keyrir eftir aðstæðum og lögum. Einfalt og gott.

Hafið góðan dag

Guðný (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 10:38

4 identicon

Aldrei nokkru sinni hef ég sé frétt um ofsaakstur eða tilraun til afstungu, þar sem bíll hafi verið gerður upptækur... Aldrei!  AF hverju ekki?

Ég var nú að horfa á Sönn íslensk sakamál um daginn, þátt um Steingrím Njálsson... hversu oft hefur hann verið tekinn ölvaður á ökutæki sínu? (reyndar fyrir 3 áratugum en bara svona sem dæmi) Svo fáranlega oft og svo var hann alltaf sviptur ökuréttindum ævilangt... Í hvert skipti... Og svo eftir einhver 20 skipti eða 30, þá var hann sviptur þeim réttindum að geta öðlast ökuréttindi nokkru sinni aftur.  Þetta er firra og ekert annað.  Mér finnst að ef lögregla hafi rétt til að gera ökutæki upptæk, sem þýðir að eigandi verði að greiða það út gegn hárri upphæð eða þá það verði selt á uppboði, að þá eigi það yfir bíla að ganga líka rétt eins og bifhjól. 

Bendi ég á grein frá Sigurði Inga Jónssyni þar sem hann sýnir frá á hreyfiorku bifhjóls á móti hreyfiorku bíls. Held ég vilji frekar fá hjól á 133 km/klst en bíl aftan á mig takk fyrir. 

Sæþór (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Mummi Guð

Ástæðan fyrir því að þú hefur ekki enn séð frétt um að bíll hafi verið gerður upptækur eftir ofsaakstur, er sennilega sú að það hefur aldrei gerst. Þetta eru ný lög sem ég held að hafi öðlast gildi 1.júní síðastliðinn. Lögreglan á Selfossi lét gera tvö mótorhjól upptæk fyrir skömmu og það var í fyrsta sinn (og ég held eina) sem lögreglan notar þennan refsiramma að gera ökutækin upptæk.

Varðandi það að þessar reglur eiga líka yfir bíla að ganga, þar er ég algjörlega sammála þér. Síðan er líka spurning hvenær á að gera ökutæki upptæk og hvenær ekki.

Ég er búinn að lesa greinina hjá Sigurði og þó þetta sé rétt hjá honum varðandi hreyfiorkuna, þá er ég ekki sammála honum því sem hann er að gefa í skyn að það eigi að taka vægar á bifhjólaníðingum en bílaníðingum fyrir sömu brot, þar sem bifhjólin valda ekki sama tjóni og bílar. Mér finnst Sigurður líka detta niður í sama hugarfar og ég er búinn að heyra frá nokkrum mótorhjólamönnum, það er að það sé lögreglunni og löggjafanum að kenna að ökuníðingar reyni að stinga lögregluna af. Vegna þess að refsing sé svo hörð þá vilja þeir frekar reyna að stinga lögregluna af heldur en að þurfa að sæta ábyrgð á gerðum sínum.

Það er ekki lögreglunni eða löggjafanum að kenna að bifhjólamaðurinn var tekinn í nótt, það var ökumanninum að kenna þar sem hann keyrði 88 kílómetrum hraðar en hann mátti.

Mummi Guð, 1.7.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband