Færsluflokkur: Bloggar

Af umferðarmálum.

Að undanförnu hafa verið miklar umræður í þjóðfélaginu um umferðarmál og umferðaröryggi og ekki af ástæðulausu. Við erum alltaf að sjá betur og betur hvað afleiðingar af umferðarslysum geta verið skelfilegar, við erum líka alltaf að verða vitni af níðingsakstri ökumanna sem leggja aðra vegfarendur í stórhættu bara af því að þeim finnst það spennandi. Ég hef ákveðnar skoðanir á þessum málum og ætla aðeins að pústa þeim út hér.

Mikið hefur verið rætt um tvöföldun á Suðurlands og Vesturlandsvegi, en ljóst er að það er mjög dýrt og verður ekki gert og klárað á næstu árum. Margir hafa algt til að gerður verður svo kallaður 2+1 vegur vegna þess að það er mun ódýrari lausn. Þannig er það bara að ódýrustu lausnirnar eru oft dýrastar og ég get ekki séð þá gríðarlegu lausn og sparnað af því að gera 2+1 veg. Fyrir þá sem vilja fara ódýrustu leiðina þá veit ég um bestu lausnina og finnst mér ótrúlegt að enginn skuli vera búinn að reyna að koma henni á framfæri. Lausnin er að breyta þjóðvegi 1 í einstefnugötu. Þar með verða árekstrar bíla sem koma úr gagnstæðum áttum úr sögunni. Nei ég er ekki að leggja þetta til af alvöru heldur frekar til að sýna að ódýrasta lausnin er ekki sú ódýrasta. Með því að gera 2+1 veg þá finnst mér ekki verið að reyna að koma í veg fyrir mestu slysahættuna, nema að mjög litlu leyti.

g hef reynslu af Reykjanesbrautinni og mér finnst að fólk og yfirmenn umferðarmála eiga að skoða Reykjanesbrautina sem frábæra reynslu. Frá því að Reykjanesbrautin var gerð árið 1968 og þar til tvöföldunin var tekin í notkun fyrir 4 árum síðan lést einhver í umferðarslysi á brautinni á um 90 daga fresti. Síðan tvöföldunin var tekin í notkun hefur enginn látist í umferðarslysum á brautinni, er það tilviljun. Nei, það er ekki tilviljun. Þó að það sé frekar stuttur kafli sem er tvöfaldur þá stórdregur hann úr framúrakstri á allri brautinni. Það er bara þannig að þegar ég er að keyra brautina og lendi á eftir hægfara ökutæki á einfalda kaflanum þá bíð ég bara rólegur þar til ég kemst á tvöföldunina til að taka framúr ökutækinu. Þannig er það með flesta sem ég þekki, þeir eru þolinmóðir vegna þess að það er stutt í að hægt sé að taka framúr.

Þess vegna tel ég að lausnin á Suðurlands og Vesturlandsvegi sé að tvöfalda vegina þar sem aðstæður eru góðar. Til dæmis með því að leggja áherslu á að tvöfalda Suðurlandsveginn frá Rauðavatni að Hellisheiðinni og Vesturlandsveginn frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngunum. Síðar þegar fjármagn fæst til að tvöfalda vegina á milli Hveragerðis og Selfoss og frá göngunum að Borgarnesi. Þar með er búið að draga úr hættu á ótímabærum framúrakstri og búið að leysa umferðarmálin til frambúðar á umræddum köflum. Þetta finnst mér miklu viturlegra heldur að fara í einhverja bráðabirgðarlausn sem skilar litlum árangri miðað við kostnað.

Ég vil líka tala aðeins um þær hækkanir á umferðarsektum sem hafa verið gerðar að undanförnu. Ég er sammála um að hækka þurfti sektir fyrir níðingsakstur og stórfelld umferðarlagabrot. En ég er mjög ósáttur við að lægstu sektirnar séu stórhækkaðar líka og ekki bara það heldur er núna hægt að sekta ökumenn fyrir að keyra 6 kílómetrum yfir hámarkshraða í stað 11 kílómetra áður. Það vita það allir að fólk getur gleymt sér við aksturinn og að ökumenn þurfi að punga út tugum þúsunda króna fyrir smá yfirsjón finnst mér ekki sanngjarnt, mér finnst eins og þessi löggjöf sé til að fjölga afbrotamönnum á Íslandi og til að lækka hámarkshraðann niður fyrir hámarkshraða. Þá er ég að meina að þar sem hámarkshraði er 90 þá er betra fyrir ökumenn að keyra á 80 vegna þess að ef þeir gleyma sér þá er voðinn vís og tugir þúsunda farnir út um gluggann. Ég legg til að ekki verði hægt að sekta ökumenn fyrr en þeir eru komnir 11 kílómetra yfir löglegan hraða og háar peningasektir verða ekki fyrr en ökumenn eru komnir 20-30 kílómetra yfir hámarkshraða. Mér finnst nefnilega að það eigi að leggja áherslu á að útrýma níðingsakstri úr umferðinni, en ekki að ráðast á þá ökumenn sem eiga það til að gleyma sér aðeins á bensíngjöfinni.


Vægir dómar á Íslandi.

Það er oft verið að tala um væga dóma í nauðgunarmálum á Íslandi sem er að mörgu leyti rétt, en að öðru leyti er það ekki rétt að dómar í nauðgunarmálum séu vægir. Eitthvað yrði sagt ef saksóknari á Íslandi myndi semja svona. Þú viðurkennir að hafa sýnt konum kynferðislega áreitni og losnar við ákæru um nauðgun. Ég efast um fórnarlömbin hafi fengið að ráða einhverju í þessari "sátt".


mbl.is Fallið frá nauðgunarákæru á hendur forseta Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál.

Flott að Sniglarnir sýna það svona að níðingsakstur sé eitthvað sem líðst ekki. Þeir gefa gott fordæmi með þessu. Tveir þumlar upp fyrir Sniglunum.


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar hjá NATO?

Ég sem hélt að NATO gerðu ekki mistök, en alltaf heyri ég eitthvað nýtt. Það hefði nú verið stórfurðulegt ef NATO hefðu ekki viðurkennd þessi mistök þar sem 90 saklausir borgarar hafa dáið af völdum hermanna NATO á undanförnum dögum. Það sem af er þessu ári hafa fleiri saklausir borgarar dáið í Afganistan af völdum hermanna NATO en af völdum uppreisnarmanna.


mbl.is NATO viðurkennir mistök í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpsdagskráin.

Hér sit ég heima á laugardagskvöldi og glápi á sjónvarpið eins og önnur laugardagskvöld undanfarna mánuði. Ég á nefnilega ekki hægt um vik að komast frá heimilinu vegna Hugins Heiðars sonar míns, en hann er langveikur og við hjónakornin þurfum að sitja yfir honum 24 tíma á dag 7 daga vikunnar og höfum ekki fengið neina aðstoð frá kerfinu til að létta okkur aðeins lífið, eins og til dæmis að við gætum komist í bíó eða göngutúr. En það stendur allt til bóta og er núna komin töluverð hreyfing á okkar mál, enda ekki seinna vænna eftir 6 mánaðar baráttu.

Aftur að sjónvarpsdagskránni. Ég er farinn að hallast að því að sjónvarpsstöðvarnar séu komnar í kapp í að vera með lélegustu sjónvarpsdagskránna um helgar og það má ekki á milli sjá hver er sigurvegarinn. Stöð 2 er til dæmis með einn leiðinlegasta raunveruleikaþátt sem gerður hefur verið á dagskrá hjá sér á besta tíma bæði á föstudags og laugardagskvöldum. Síðan eru endurteknir þættir eins og Stelpurnar, ágætis þættir en þeir eru endursýndir og myndu kannski hæfa betur eftir miðnætti á miðvikudögum. Ríkissjónvarpið eru með miðlungsframhaldsþætti og síðan einhverjar gamlar og þreyttar bíómyndir. Sama saga er með Sirkus og Skjá Einn, reyndar tel ég mig ekkert geta kvartað yfir dagskrá Skjás Eins þar sem ég borga ekkert fyrir dagskránni, nema kannski með hærra vöruverði hjá kostendum þáttanna.

En mikið vildi ég að það væri til sjónvarpsstöð sem ég gæti stillt á snemma á kvöldi og horft á þar til kominn er tími til að fara að sofa. En þangað til að svoleiðis sjónvarpsstöð kemur þá stunda ég bara fjarstýringamaraþon á milli þess sem ég blogga um leiðinlega sjónvarpsstöðvar.


..og ég sem hélt að ég hefði heyrt allt!

Ég segi nú bara greyið stelpan að þurfa að bera þetta nafn. En eins og mamma frk. Box sagði þá hafði foreldrar hennar sérkennilega kímnigáfu og greinilega að þessi stórgóða kímnigáfa gengst í erfðir. Því miður fyrir litlu stúlkunnar. Þegar ég heyri svona fréttir þá hugsar ég til hlýju til mannanafnanefndar.


mbl.is Heitir eftir 25 hnefaleikaköppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Pam.

Núna lýsi ég eftir einhverjum íslenskum framtaksömum manni sem er tilbúinn að heiðra Ísland með því að stofna hóruhús í Tælandi eða Filippseyjum eða einhverju öðru fjarlægu landi og kalla það Iceland. Ég væri nú töluvert stoltari af landinu ef það héti sama nafni og hóruhús í fjarlægu landi.

..eða kannski væri það ekki heiður?


mbl.is Pamela Anderson ætlar að opna súlustaðakeðjuna „Lapland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungurverkfall?

Ég held að Paris vinkona mín sé búin að horfa á of margar bíómyndir og núna er hún komin í hungurverkfall, eða það lítur út fyrir það.


mbl.is París kann að verða neydd til að fá næringu í æð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki innanríkismál?

Við eigum ekki að hlusta á Kínverjana, þeir halda að þeir geti stjórnað innanríkismálum Íslands. Sennilega vita þeir að þeir geta það eftir að þeir bönnuðu Falum Gong liðum að koma til landsins um árið og stjörnvöld sögðu já og amen.

Ég er algjörlega á móti því að við leyfum kínverskum stjórnvöldum að stjórna Íslandi í fjarlægð. Ég vil líka minna á að Kína er eitt af löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin, barnaþrælkun eru viðurkennd og svo maður tali ekki um dómskerfið þar sem grunaðir menn hafa engin réttindi.


mbl.is Mótmæla því að fána Taívans sé flaggað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið til í þessu.

Ég er sammála Kastljósmönnum um að vinnubrögð Siðanefndar eru furðuleg. Það virðist sem Siðanefnd Blaðamannafélagsins vilji banna fjölmiðlum að fjalla um mál sem geta orðið vandræðaleg fyrir alþingismenn eða ráðherra.

Ég held að allir sem fylgdust með þessu máli á sínum tíma eru sammála um að ekki hafi verið staðið eðlilega að veitingu ríkisborgararéttsins og hafi umræðan verið fyllilega réttlætanleg. Reyndar fannst mér Jónína ekki fara síður illa út úr þessu viðtali þegar hún fór að tala um mannréttindabrot í Gvatemala, en síðar kom í ljós að mannréttindabrot í Gvatemala áttu ekkert erindi í þessa umræðu.

Það er spurning hvort Jónína Bartmarz hafi beitt áhrifum sínum á niðurstöðu Siðanefndar?


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband