Færsluflokkur: Bloggar
Mikil rannsóknarvinna hjá honum.
9.11.2007 | 19:23
Það fer ekki á milli mála að þessi breski maður er vel brenglaður, en ég hef grun um að hann sé ekki vitlaus. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í að finna út konurnar sem hann hringdi í. Það er ekki nóg að sjá einhverja konu labba inn í líkamsræktarstöðina til að geta hringt í þær. Í fyrsta lagi þá hefur hann þurft að komast að því hvað konan hét og síðan að finna símanúmerið hennar. Samkvæmt fréttinni ónáðaði maðurinn margar konur svo hann hefur verið klár í rannsóknarmennskunni.
![]() |
Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Öxulveldi hins illa.
8.11.2007 | 22:57
Fyrir nokkrum árum sagði George W Bush frá öxulveldum hins illa og fékk mikla gagnrýni og reyndar hrós frá öðrum. Sjálfur hef ég lítið álit á nokkrum löndum og vil ég nefna þau líka sem öxulveldi hins illa. Löndin sem ég hef svona lítið álit á eru Norður-Kórea, Zimbabve og Tyrkland og ekki endilega í þessari röð. Álit mitt byggist ekki á fólkinu sem í því býr, heldur af stjórnarfarinu þar og lögum sem þar eru í gildi.
Þess vegna kom mér það mjög á óvart þegar ég var í London að ég gekk fram á glæsilegt hús í hjarta borgarinnar, rétt við Trafalgar-torg. Húsið er hornhús við vinsæla götu á frábærum stað og er glæsilegt í alla staði. Það sem vakti áhuga minn á þessu húsi sem er örugglega gríðarlega verðmætt, er það að það heitir Zimbabve House og hýsir ferðamálaupplýsingar fyrir Zimbabve. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að það þarf meira en flott hús og flotta umgjörð til að fá mig til að fara til Zimbabve. Það sem mér finnst skjóta skökku við þetta er það að landið er gríðarlega fátækt og með forseta eða einræðisherra sem er uppfullur af fordómum og er gjörspilltur og á meðan hann og hans fitna á ríkisspenanum þá svelta aðrir landsmenn. Á þessu ári hefur verðbólgan mælst í tugþúsundum prósenta og til að reyna stöðva verðbólguna setti hinn hái herra Mugabe lög sem bannar verðhækkanir og allir þeir sem hækkuðu verð á sínum vörum fóru í fangelsi. Þetta varð auðvitað til þess að öll viðskipti stöðvuðust sem varð til þess að þeir fátæku uðru enn verr úti.
Það var þekkt fyrir nokkrum árum þegar hermenn Mugabe fóru um og drápu hvíta bændur sem vildu ekki fara af jörðum sínum til að láta svarta menn fá þær. Svartir menn yfirtóku landbúnaðinn í landinu sem var í miklum blóma og varð það til þess að í dag eru landbúnaðurinn um það bil 20% af því sem hann var.
Vegna hinna gríðarlegu fátæktar í landinu og hinnar spilltu stjórnar þá finnst mér fáránlegt að landið skuli eiga og reka ferðamálaskrifstofu í einu dýrasta húsi Lundúna, vona ég að Lundúnarbúar láti ekki umbúðirnar villa fyrir sér og sniðganga landið á meðan Mugabe er við völd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flott jólakort til styrktar frábæru málefni.
6.11.2007 | 19:18
Ég vil minna á jólakortin frá Einstökum Börnum. Þið sem hafið áhuga á að kaupa flott jólakort og jafnframt að styrkja gott málefni, þá eru jólakortin frá Einstökum Börnum frábær lausn (Ég er farinn að hljóma eins og Vörutorgið). Kortin eru 5 í pakka og kostar pakkinn 600 krónur, ef keypt eru 30 stykki þá kostar það 3150 krónur. 50 stykki kosta 5000 krónur og 100 stykki kosta 9500 krónur.
Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þetta er sú að Huginn Heiðar er Einstakt Barn. Einstök Börn er stuðningsfélag fyrir börn og foreldra barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma sem þarfnast langvarandi meðferðar og eftirlits, tíðum innlögnum á sjúkrahúsum, eða hafa í för með sér alvarlega fötlun og falla ekki undir önnur starfandi foreldrafélög.
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þessi flottu jólakort sem Kolbrún Huld Sigurgeirsdóttir málaði og gaf Einstökum Börnum myndina, geta haft samband við Einstök Börn á netfanginu einstokborn@einstokborn.is eða hringt í síma 699 2661 eða 895 8661.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kominn heim.
5.11.2007 | 23:14
Jæja, þá er ég kominn heim eftir helgarferð til Londons. Ferðin gekk ljómandi vel fyrir sig (ef undan er skilið flugið út og heim) og lærði ég og Guðjón ýmislegt um London og Englendinga. Til dæmis að sagan um að Englendingar kunna ekki að búa til góðan mat er sönn. Hingað til þegar ég hef farið erlendis í frí þá hef ég alltaf notið matarins, en ekki núna. Þó að við höfðum farið á þekkta skyndibitastaði sem eru vinsælir á Íslandi hjá okkur, þá stóðust þeir engan veginn undir væntingum. Við fórum á flotta veitingastaði og þeir stóðust ekki heldur væntingar okkar. Síðasta kvöldið lagði ég til að við færum á McDonalds og þá hváði Guðjón, þar sem ég þekktur sem anti-McDonalds-aðdáandi. En ég svaraði á þann hátt að ég væri viss um að McDonalds myndi ekki bregðast mér frekar en fyrri daginn og það reyndist rétt.
Talandi um flugið. Þá byrjaði ferðin ekkert alltof vel og við þurftum að sitja í vélinni í klukkustund út á flugbraut áður en hún komst í loftið, þar sem einhver bilun varð í vélinni. Það er ekkert voðalega traustvekjandi að fara í loftið í vél sem er búin að vera biluð, en flugið gekk ágætlega fyrir sig það sem eftir var. Ég vonaðist til að flugið heim gengi betur og allt leit ljómandi vel út, við komumst í loftið á réttum tíma en síðan kom upp eitthvað sem ég vissi ekki að gæti gerst. Vélin fékk ekki að fljúga inn í íslenska flugumsjónasvæðið og þurftum við að sitja í vélinni í rúman hálftíma á meðan vélin flaug í hringi yfir Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Hatton Rockall svæðinu eða einhversstaðar úti í ballarhafi. Mér var farið að líða eins og persónu í Die Hard 2 myndinni og var farinn að halda að við þyrftum síðan að lenda vélinni á síðustu bensíndropunum og þar myndi Bruce Willis standa með kyndla og vísa okkur á brautina. En það gerðist ekki og við lentum heilu og höldnu rúmri klukkustund eftir áætlun.
En ég verð að koma með spakmæli ferðarinnar, en þau áttu Guðjón. Þegar við stóðum undir Big Ben og þá spurði Guðjón mig af því að hvað klukkan væri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
London Calling
31.10.2007 | 21:24
Ég hef verið ansi latur við að blogga að undanförnu og það mun ekki breytast á næstu dögum þar sem ég er að fara til London í fyrramálið. Ég og Guðjón munum fara bara tveir þar sem þetta er fermingargjöfin hans, en hann fermdist í vor. Við förum eldsnemma í fyrramálið, á nánast ókristilegum tíma. Er ferðin nokkuð vel skipulögð, enda hef ég séð um alla skipulagninguna. Fyrir þá sem eru forvitnir þá er ferðaáætlunin þannig. Flogið til London á fimmtudagsmorgni, komið til London á fimmtudagsmorgni. Farið á Hótelið og komið sér fyrir. Farið á Emirates leikvanginn á laugardagsmorgni og horft á leik Arsenal - Manchester United. Flogið heim á mánudegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áskorun til Morgunblaðsins!!!
28.10.2007 | 08:49
Ég skora á Morgunblaðið að halda áfram ábyrgum fréttaflutningi, ábyrgur og traustur fréttaflutningur Morgunblaðsins hefur gert Morgunblaðið að einni traustustu og virtustu fréttastofu landsins.
Ég tel að myndir af umferðarslysum, hvort sem það séu alvarleg slys eða banaslys eigi erindi til almennings, svo lengi að myndirnar vekja ekki óhug hjá almenningi. Myndbirting í fjölmiðlum af slysum hafa forvarnargildi, það er staðreynd, sú staðreynd ætti að vera næg ástæða til að halda áfram slíkum myndbirtingum. Fjölmiðlar verða samt að passa sig á því að birta ekki myndir of snemma.
Þannig er að umferðarfræðsla er góð og skilar eflaust einhverju, en ég held að umferðarhræðsla skili jafnvel enn meiri árangri í fækkun umferðarslysa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólin, jólin, jólin koma brátt...
28.10.2007 | 07:42
Vá hvað það var yndislegt að vakna svona í morgunsárið og líta út um gluggann. Það er svo jólalegt að ég er kominn í jólaskap. Alhvít jörð, tréin svigna undan snjónum, það er logn og stillt veður, ekkert hefur spillt snjónum, ekkert bílfar og engin fótspor. Yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tveir þumlar upp fyrir Vildarbörnum Icelandair.
27.10.2007 | 14:37
Þetta er frábært framtak hjá Icelandair að hafa stofnað þennan sjóð og gefa þeim sem mesta þörf hafa til að fara í góða skemmtiferð tækifæri til að láta draum sinn rætast. Ég þekki til nokkurra sem hafa farið í ferð á vegum Vildarbarna Icelandair og allir hafa verið í skýjunum yfir ferðunum. Ég óska öllum þeim sem fengu úthlutað í dag til hamingju með að komast í draumaferðina. En hrósið fær Icelandair fyrir að halda út þessum sjóði og Peggy Helgason sem ég hef grun um að spili stærra hlutverk hjá Vildarbörnum en hún lætur líta út fyrir.
![]() |
40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dr. Phil eða Jerry Springer.
27.10.2007 | 14:22
Ég sit við sjónvarpið og er að horfa á Dr. Phil. Guð minn góður vandamálin sem eru þar! Ég held stundum að það væri betra fyrir Dr. Phil að senda viðmælendurnar í þáttinn til Jerry Springer og leyfa þeim að útkljá vandamálið með hnefahöggum og hárreysti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næturvaktin. Stórgóðir þættir.
21.10.2007 | 21:34
Ég var að komast að því að bloggið mitt er að breytast í fótbolta og fréttablogg sem það átti ekki að vera. Þess vegna sé ég mig tilknúinn að blogga um eitthvað annað.
Næturvaktin er þáttur sem er búinn að vera á dagskrá Stöðvar2 í nokkrar vikur og verð ég að segja að þessir þættir eru stórgóðir, einfaldir og bráðskemmtilegir. Aðalpersónurnar eru 3 starfsmenn á næturvakt á bensínsstöð og fjalla þættirnir um það sem gerist á bensínstöðinni. Persónurnar eru stórkostlegar, kannski aðeins ýktar en það þarf til að gera svona þátt skemmtilegan. Það sem mér finnst gaman af er að þegar maður sér þessa þætti, þá kannast maður við allar þessar persónur. Leikararnir eru frábærir, allir sem einn. Ég held að þetta séu frekar ódýrir þættir, ekki mikill kostnaður í leikmynd eða búninga og ekki margir leikarar sem koma við sögu. Ég held að þetta sé svona þáttur sem leikarar vilja koma fram í og að það þarf ekki að snúa upp á hendurnar á þeim til að koma fram.
Ég hlakka til næsta þáttar, ég veit það að Næturvaktin klikkar ekki. Ég vona bara að það verði áframhald á framleiðslu þáttarins og fleiri sjónvarpsstöðvar taki upp á því að gera svona þætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)