Næturvaktin. Stórgóðir þættir.

Ég var að komast að því að bloggið mitt er að breytast í fótbolta og fréttablogg sem það átti ekki að vera. Þess vegna sé ég mig tilknúinn að blogga um eitthvað annað.

Næturvaktin er þáttur sem er búinn að vera á dagskrá Stöðvar2 í nokkrar vikur og verð ég að segja að þessir þættir eru stórgóðir, einfaldir og bráðskemmtilegir. Aðalpersónurnar eru 3 starfsmenn á næturvakt á bensínsstöð og fjalla þættirnir um það sem gerist á bensínstöðinni. Persónurnar eru stórkostlegar, kannski aðeins ýktar en það þarf til að gera svona þátt skemmtilegan. Það sem mér finnst gaman af er að þegar maður sér þessa þætti, þá kannast maður við allar þessar persónur. Leikararnir eru frábærir, allir sem einn. Ég held að þetta séu frekar ódýrir þættir, ekki mikill kostnaður í leikmynd eða búninga og ekki margir leikarar sem koma við sögu. Ég held að þetta sé svona þáttur sem leikarar vilja koma fram í og að það þarf ekki að snúa upp á hendurnar á þeim til að koma fram.

Ég hlakka til næsta þáttar, ég veit það að Næturvaktin klikkar ekki. Ég vona bara að það verði áframhald á framleiðslu þáttarins og fleiri sjónvarpsstöðvar taki upp á því að gera svona þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég verð nú að segja að þeir hafa komið mér á óvart, á aldrei von á miklu þegar kemur að svona íslenskum þáttum. En, ég missi ekki af þeim.

Huld S. Ringsted, 21.10.2007 kl. 21:47

2 identicon

Sammála. frábærir þættir

Gunni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 08:04

3 identicon

Veistu, þessir karakterar eru allir til, líka á Bensínstöðvum. REyndar er Bjarnfreður dáldið ýktur en stórkostlega óréttlát týpa , en hún er líka til á bensínstöðvum þessa lands. Ef fólk heldur að það sé leíðinlegt að vinna á bensínstöð, þá er það mesti misskilningur, ég hef eytt 7 arum af minni ævi í þær og leiddist aldrei.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband