Færsluflokkur: Bloggar

Það á að klára að segja fréttina.

Mér finnst eins og þess frétt sé bara hálfsögð, þar sem ekki kemur fram í fréttinni hvaða mynd konan var að horfa á. Ég sem mikill aðdáandi hryllingsmynda hefði alveg viljað fá að vita hvaða mynd þetta var svo ég gæti gert mér betur grein fyrir hvort ástæða hefði verið hjá konunni til að öskra svo mikið að það þurfti að kalla til lögreglu.

Ég gerði einu sinni þau mistök að horfa á hryllingsmynd einsamall, ég var heima með elsta syninum sem þá var kannski 4-5 ára og tók upp á því að horfa á myndina Pet Sematary eftir að hann var sofnaður. Myndin var töluvert meira spennandi og óhugnaleg en ég átti von á og þegar ég var um það bil að springa af hræðslu þá vaknaði guttinn og kom til mín og skreið í fangið á mér og bjargaði heilsu minni.


mbl.is Hjálparkall vegna hryllingsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syrgir þjóðin Smith?

ZimbabveÉg vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smith. Reyndar þekki ég ekki vel hvernig þjóðarleiðtogi hann var og hef grun um að kynþáttamisrétti hafi verið við lýði líkt og í Suður-Afríku á þessum tíma. En íbúar Suður-Afríku völdu ekki svarta öfgamenn til að stjórna sínu landi þegar aðskilnaðarstefnunni lauk eins og Rodesíumenn gerðu, heldur nýttu þeir vitneskju og hugvit hvíta mannsins til að halda áfram að byggja upp landið og þess vegna er Suður-Afríka núna öflugusta og ríkasta land Afríku.

Á sama tíma komst öfgamaðurinn Robert Mugabe til valda í Rodesíu og lét breyta nafninu í Zimbabve, hann hefur stjórnað landinu af harðri hendi síðan. Unnið markvisst að því að drepa alla hvíta bændur eða flæma þá og vitneskjuna úr landi. Hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að landbúnaður hefur dregist saman um 80% síðan hann komst til valda. Verðbólgan í landinu er um 7.600%, Þökk sé Mugabe. Sagan mun setja Mugabe á sama stall og Idi Amin, Pol Pots og Adolf Hitler.

Þess vegna endurtek ég upphafsorð bloggsins, ég vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smiith.


mbl.is Fyrrum forseti Ródesíu látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjan (með stóru H-i) á afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Huginn. Hann á afmæli í dag. Huginn Heiðar litla/stóra hetjan mín er 3ja ára í dag. Drengurinn hefur verið duglegur að koma öllum á óvart og er enn að koma okkur og læknunum á óvart. Ég tek við afmæliskveðjum í athugasemdum og Huginn tekur á móti afmæliskveðjum á heimasíðu sinni.

Huginn Heiðar

Afmælisbarnið Huginn Heiðar Guðmundsson.


Mikið tap á einum degi.

Eitthvað myndi Fjóla mín segja ef ég myndi tapa 19 milljörðum á einum degi!
mbl.is Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að nenna ekki skrifa nafn barnsins síns.

Það er fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér og fólk sem skammstafar nöfn barnanna sinna, en það er ótrúlega algengt að fólk gerir það. Ég var að lesa blogg um daginn og þar skrifaði móðirinn alltaf nafn barnsins síns í skammstöfum. Það skiptir ekki máli hvað nafnið er, við getum kallað stelpuna Jóna Jórunn (vona að enginn heiti þessu nafni þó það sé ekki slæmt) og mamman skammstafaði nafnið alltaf JJ. Ég myndi aldrei skammstafa nöfn barnanna minna svona, ég myndi aldrei tala um Hugin Heiðar sem HH.

Ég skil auðvitað að það sé þægilegra að skammstafa nöfn barnanna, eins og til dæmis þegar verið er að merkja fatnað og slíkt, en ekki þegar það er verið að blogga um barnið og nafnið er skammstafað vegna þess að skrifarinn nennir ekki að skrifa allt nafnið. Fyrir ykkur sem nennið ekki að skrifa nafn barnanna ykkar, skírið börnin stuttum nöfnum eins og Ýr eða Jón.


Erfitt líf hjá áströlskum jólasveinum.

Það er ekki nóg með að ástralskir jólasveinar þurfa að þola sumarhita yfir jólin, heldur þurfa þeir núna að lifa við ritskoðað málfar. Eftir þessa frétt þá skil ég betur textann við lagið sem Gilzenigger og félagar fluttu í Laugardagskvöldum, ho ho ho, we say hey hey hey.

jólasveinn

Ástralski Kjötkrókur býr sig undir jólin við sláttur.


mbl.is Jólasveinninn má ekki segja „hó hó hó!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað að hjá Lögreglunni.

logreglanÞann 11. nóvember 2006, fyrir rúmu ári síðan var ég stöðvaður af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Er þetta í fyrsta sinn í ein 12-15 ár sem lögreglan stöðvar mig. Ég var mældur á 98 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 á Reykjanesbrautinni við vogaafleggjara. Núna ári síðar fæ ég póst þar sem mér er boðð að ljúka málinu með dómssátt, greiðslu upp á 20.000 krónur og ef ég viðurkenni brotið innan 14 daga þá verður sektin 15.000 krónur. Þar sem ég var að fara erlendis ákvað ég að reyna klára málið og fer til sýslumanns og skrifa undir viðurkenninguna og mér er tjáð að ég hafi 30 daga til að borga sektina til að halda afslættinum.

Þegar ég kem eftir helgardvöl í London greiði ég sektina í heimabankanum og allt í lagi með það. Þó ég hafi 30 daga til þess greiddi ég sektina innan viku. Tveim dögum síðar fæ ég sendan póst frá Sýslumanninum og innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar (Af hverju þarf að láta nýjar stofnanir heita svona löngum nöfnum?) Í bréfinu frá sýslumanninum var kvittun fyrir fyrir sektargreiðslunni og í bréfinu frá innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar er mér bent á að ef ég greiði ekki sektina innan 30 daga þá verði krafist fjárnáms hjá mér.

Ég hélt að þegar ég skrifa undir viðurkenninguna á brotinu þá fengi ég 30 daga til að borga sektina, án þess að fá hótanir. Síðan er spurning úr því að innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar sem svona umhugað um að rukka mig sem fyrst af hverju líður tæpt ár frá því ég er stöðvaður þar til ég fæ sektina. Mér finnst þetta óþolandi af lögreglu, ef maður er stöðvaður af lögreglu og er kærður fyrir umferðarlagabrot, þá finnst mér að lögreglan eigi að hafa hámarki 3-4 vikur til senda sektina frá sér. Á ég kannski næst von á að fá sekt fyrir umferðarlagabrot sem ég framdi fyrir 5 árum?


Manndráp?

Ótrúlegt að það sé til svona vont og biturt fólk að það vill eyðileggja líf saklausra. Ég vona að þessi maður fái þungan dóm, ætti að dæma fyrir morðtilraun og ef einhver þessara stúlkna deyr af völdum alnæmis þá er það hreint og beint morð. Hann er svo samviskulaus að hafa reynt að smita 6 ólögráða stelpur.

Síðan er spurning í þessari frétt hvort það komi málinu nokkuð við að þetta sé Breti. Alla vega verður allt brjálað á Íslandi þegar talað er um þjóðerni þeirra sem brjóta alvarlega af sér.


mbl.is Fundinn sekur um að smita ungar sænskar konur af HIV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska landsliðið.

Ég er búinn að vera í hálfgerðu bloggsjokki að undanförnu og haft mikinn vilja til að blogga, en þannig er það bara að sumt fólk á ekki að hafa aðgang að netinu ef það getur ekki notað netið nema til að níða aðra. En ég held að ég sé kominn yfir þetta og hlakka til að blogga á næstu dögum.

ksiÉg ætla að segja álit mitt á landsliðshópnum hjá Ólafi Jóhannessyni nýráðnum landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Mestu vonbrigðin mín þegar ég sé hópinn er hversu lítil breyting er á hópnum frá hópnum hans Eyjólfs. Ég vil byrja á því að gagnrýna valið sérstaklega á tveim leikmönnum, þeim Arnari Þór Viðarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Arnar Þór hefur ekkert sýnt með landsliðinu sem verðskuldar landsliðssæti, hann og Jóhannes voru áberandi lélegustu leikmennirnir í afhroðinu gegn Liechtenstein og segir það mikið um þeirra frammistöðu. Arnar hefur lítið spilað undanfarið ár nema með landsliðinu. Það er svipað með Jóhannes Karl, hann hefur fengið tækifæri með varaliði Burnley en samt er hann með áskrift að landsliðinu. Jóhannes Karl er frábær í að taka aukaspyrnur og langskot og er sennilega bestur Íslendinga í því, en það réttlætir engan veginn landliðssæti, ekki frekar en sá sem getur kastað lengst úr innkasti eigi rétt á landliðssæti. Kári Árnason var lítið skárri en þeir félagar Arnar og Jóhannes í Liechtenstein leiknum, en hann fær ekki tækifæri í hópnum hans Ólafs og fagna ég því.

Ólafur velur þrjá nýliða, Sverrir Garðarson sem ég fagna að skuli vera valinn, Eggert Gunnþór Jónsson sem á framtíðina en hvort hans tími sé kominn veit ég ekki, en það er greinilegt að Ólafur veit það og virði ég það. Þá velur hann Bjarna Þór Viðarsson og get ég sagt það sama um hann og Eggert. Ólafur hefur trú á þeim og er það þá hið besta mál að velja þá.

Ég fagna sérstaklega að sjá tvo leikmenn koma inn í hópinn aftur, þá Stefán Gíslason og Theodór Elmar Bjarnason. Þessir leikmenn eru í landsliðsklassa og eiga heima í landsliðinu.

Ég óttaðist það að Ólafur myndi velja hálft FH liðið í landsliðið þar sem hann þekkir þá leikmenn vel og veit hvað þeir geta, ég er sáttur við að hann skuli ekki falla í þá gryfju en samt kom það mér á óvart að hann skyldi ekki velja Matthías Guðmundsson í hópinn.

Það er ekki hægt annað í dag en að minnast aðeins á Ívar Ingimarsson. Ákvörðun hans um að hætta að spila fyrir Íslands hönd kom mér gjörsamlega á óvart. En ef maður hugsar um þetta aðeins þá kemur þetta ekki á óvart. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Ívar hættir að spila með landsliðinu, hann hætti að spila með því þegar Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson voru landsliðsþjálfarar settu hann á varamennbekkinn eftir slaka leiki og það þoldi Ívar ekki. Það virðist sem Ívar hafi ekki þá föðurlandsást, fornfýsi og kjark sem þarf í landsleiki og þess vegna er það sennilega best að hann hætti að spila fyrir Ísland. Það er sennilega samt nöturlegt þegar Ívar segir barnabörnunum frá síðasta landsleiknum sínum 3-0 tap gegn Liechtenstein.

Ég er einn af 150.000 landsliðsþjálfurum á Íslandi, en það er bara einn sem ræður landsliðinu og það er Ólafur Jóhannesson. Ég stend á bak við hann vil gefa honum tíma til að byggja upp landsliðið. Ég hlakka til að sjá uppstillinguna á landsliðinu gegn Dönum, en þangað til bíð ég spenntur.


Ánægður með minn mann.

Ég er ánægður með minn mann að láta Hugo Chavez heyra það. Er ég sannfærður um að Jóhann Karl tali fyrir munn margra þegar hann sagði Chavez að halda kjafti.

Til gamans má geta að ég og Jóhann Karl Spánarkonungur erum góðir félagar eftir að hittumst í heita pottinum í Laugardalslauginni fyrir rúmum 30 árum. Ég hef reyndar ekki hitt hann síðan og hann ekki mig, en ég er nokkuð viss um að hann muni eftir mér eins og ég man eftir honum.


mbl.is Spánarkonungur sagði Chaves að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband