Færsluflokkur: Bloggar

Yfirlýsing frá mér vegna afmælis eða jólagjafar.

Ég vil setja inn yfirlýsingu frá mér vegna jóla og afmælisgjafar. Þið sem eru að hugsa um gjafir handa mér, þá vil ég taka sérstaklega fram að ég kæri mig ekki um að fá Búbbana á DVD í pakkann.


Vífill er búinn að fara sínu síðustu ferð til Bandaríkjanna.

Töluverðar líkur eru á að Vífill sé búinn að fara sína síðustu ferð til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa verið þekktir fyrir að taka ekki vægt á grínistum sem grínast á kostnað CIA. Má alveg búast við því að Vífill verði settur á svartan lista hjá CIA og verði þar með óheimilt að koma til landsins í framtíðinni. Kannski var þetta djók þess virði, alla vega fær hann sína 15 mínútna frægð.


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt málið sem lögreglan upplýsir.

logreglanÍ gær þegar lögreglan sendi frá sér þessa mynd og bað almenning um aðstoða sig við að upplýsa málið, þá fóru margir bloggverjar hamförum og sögðu að lögreglan ættu miklu frekar að einbeita sér að alvöru málum en svona smá málum. Mér fannst lögreglan gera hárrétt, Það voru litlar vísbendingar um ökumanninn svo þeir leituðu eftir aðstoð almennings og það varð til þess að ökumaðurinn gaf sig fram.

Ég er sammála lögreglunni að þetta brot hafi verið frekar alvarlegt þar sem maðurinn sýnir einbeittann brotavilja og undirbýr sig væntanlega fyrir þetta og hefur þar að auki barn með sér í bílnum. Síðan er spurning, á lögreglan ekki að rannsaka öll mál eða á hún að ákveða hvaða mál er alvarleg og þess eðlis að leggja vinnu í, þó ég haldi að ekki hafi verið lögð mikil vinna í þetta mál. Það er kannski ekki mjög alvarlegt að keyra á 83 þar sem hámarkshraði er 60. En hvar eru mörkin eru þau í 83, 90 eða 100.

Tveir þumlar upp fyrir lögreglunni að leysa málið á einfaldasta hátt.


mbl.is Ökufantur gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að lækka allan hámarkshraða niður í 30?

Ég er algjörlega á móti því að hámarkshraðinn verði lækkaður niður í 30 á Vesturgötunni, nema að það sé vilji að lækka allan hámarkshraða innanbæjar niður í 30. Það er mín skoðun að það séu ekki þeir sem keyra á löglegum hraða sem verða valdir að slysunum, heldur þeir sem keyra ógætilega og of hratt og þeir fari ekki að keyra á löglegum hraða ef hámarkshraðinn verður lækkaður. Vesturgatan er nokkuð breið og opin gata og ef hún ber ekki 50 km hraða þá gerir engin gata það. Ef það sé vilji íbúa að koma í veg fyrir ofsaakstur þá á að setja upp þrengingar og hraðahindranir, ekki að lækka hámarkshraðann.

Ekki segja að ég þekki ekki til þarna þar sem ég bý í næstu götu við þar sem slysið í gær varð og börnin mín þurfa að fara yfir Vesturgötuna þegar þau fara í skólann.


mbl.is Íbúar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður á ekki að pirra sig á smáhlutum.

Í síðust bloggfærslu minni var ég að blogga um hluti sem hafa verið að pirra mig. En síðan þá ég enn einu sinni lært að maður eigi ekki að pirra sig á smáhlutum. Þegar ég bloggaði færsluna þá var Huginn Heiðar smá slappur en síðan þá hefur heilsu hans hrakað mikið og núna er hann mikið veikur og inniliggjandi á Hágæsludeildinni á Barnaspítala Hringsins. Hann er samt allur að koma til eftir mjög erfiða daga.

Ég og Fjóla vorum búin að skipuleggja þessa helgi vel og ætluðum að eyða helginni tvö saman í sumarbústað, Huginn ætlaði að vera í Rjóðrinu og hin börnin á vísum stað. Vorum við búin að hlakka mikið til þessarar helgar, þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem reynum að skipuleggja eitthvað með fyrirvara og það endaði með því að við erum heima núna, nýkomin af spítalanum og þurfum að fara á spítalann aftur snemma í fyrramálið. Við þurfum að eyða kvöldinu heima og borða snakkið sem við ætluðum að hafa í bústaðinum.

Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir hvernig það er að eiga langveikt barn og þurfa að vera undir öðrum komin með að fá smá frí. Það var einn sem sagði við mig að ég ætti ekki að vera hugsa mikið um þessa bústaðaferð, við gætum alltaf komist í sumarbústað. En það er ekki svona einfalt. Næsta helgarfrí þar sem við gætum hugsanlega komist í bústað er í fyrsta lagi í mars á næsta ári. En auðvitað skiptir Huginn Heiðar aðalmáli í þessu og vonandi nær hann sér sem fyrst, en þetta er dálítið svekkjandi þar sem þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan í febrúar að Hugin verði misdægurt.

Munið bara að pirra ykkur ekki á smáhlutum.

Huginn í Hágæslu

Huginn á Hágæsludeildinni í dag.


Pirringsbloggið

reiður maðurÉg hef ekki verið duglegur að blogga að undanförnu, en ég ætla verða að því núna að blogga og það verður smá reiðiblogg eða pirringsblogg. Það er nefnilega sumir hlutir sem fara í taugarnar á mér og ég ætla að blogga um þá.

Til dæmis þá þoli ég ekki fólk sem skrifar leiðinda athugasemdir við bloggfærslu án þess að gera það undir nafni, ég hef oft hugleitt að loka fyrir athugasemdirnar hjá mér nema fyrir þá sem eru innskráðir. En mér fyndist það leiðinlegt þar sem margir sem ég þekki eru ekki innskráðir á moggabloggið og gætu ekki gert athugasemdir. Síðan eru líka fullt af ókunnugu og skemmtilegu fólki sem skrifar athugasemdir hjá mér og ég vil gjarnan halda áfram að fá athugasemdir frá þeim. Það sem mér finnst verst og leiðinlegast við þessa nafnlausu leiðindagaura er það að þeir eru yfirleitt orðljótir og drulla svoleiðis yfir bloggarann og ef bloggarinn svarar fyrir sig þá fær hann sjaldnast svar til baka. Ég hef aldrei eytt út athugasemd hjá mér og en það fer að koma að því að ég fer að gera það.

Ég þoli ekki þá bloggara sem segja ekkert í blogginu sínu. Ég er ekki að halda því fram að ég sé dýpsti bloggarinn, en ég reyni þó að segja eitthvað og ég blogga ekki við allar fréttir til þess eins að endursegja fréttina og að komast á listann yfir vinsælustu bloggarana.

Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem blogga við fréttir og segja nákvæmlega það sama og gaurinn sem bloggaði við sömu frétt 10 mínútum áður og notar meira að segja stundum sömu fyrirsagnir.

Ég þoli ekki þá bloggara sem nenna ekki skrifa nöfn sinna nánustu og skrifar alltaf um börnin eða makann með skammstöfun. Ég gæti aldrei hugsað mér að skrifa Fjóluna mína sem FÆ!

Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem safna bloggvinum bara til að eiga sem flesta bloggvini. Ég er ekki með marga bloggvini, en ég les bloggið hjá mínum bloggvinum og reyni að skrifa athugasemdir hjá þeim reglulega. Í dag eyddi ég þremur bloggvinum, ég eyddi þeim vegna þess að ég les ekki bloggið þeirra og ég held að þeir lesi ekki bloggið mitt, þeir hafa að minnsta kosti aldrei skrifað athugasemdir hjá mér svo ég muni. Þess vegna sé ég engann tilgang með að hafa þá sem bloggvini. Þið sem eru enn bloggvinir mínir, þið vitið þá að ég les bloggin ykkar og er bloggvinur ykkar.

En ég elska líka fullt af hlutum, en ég ætla ekki að skrifa um það hér. þetta er pirringsbloggið mitt.


Dregið í undankeppni HM í dag.

Í dag verður dregið í riðla fyrir forkeppni HM2010. Er Ísland fallið niður í fimmta styrkleikaflokk eftir skelfilega frammistöðu í forkeppni EM sem var að ljúka. Er ég mest hissa að við séum þó í fimmta flokki.

Mér finnst alltaf jafnspennandi að þessum drætti og ætla ég setja saman þá tvo riðla sem ég gæti hugsað mér sem draumariðil fyrir Ísland. Í fyrri riðlinum verður Ísland í sem sterkasta eða skemmtilegasta riðli, í öðrum riðlinum verður Ísland í þeim riðli sem ég myndi telja mesta líkur á að komast áfram og svo set ég saman martraða riðil, bæði leiðinleg og erfið lið.

Skemmtilegi Riðillinn: Ítalía, England, Noregur, Wales, Ísland og Færeyjar.

Auðveldi Riðillinn: Grikkland, Ísrael, Norður-Írland, Kýpur, Ísland og San Marino.

Leiðinlegi Riðillinn: Króatía, Tyrkland, Úkraína, Hvíta-Rússland, Ísland og Svartfjallaland.

Update: Núna er búið að draga í riðla og lentu Íslendingar í riðli með Hollendingum, Skotum, Norðmönnum og Makedónum. Mér líst mjög vel á þennan riðil, allt lið sem við þekkjum vel nema Makedónar og stutt ferðalög.


mbl.is Ísland með Hollandi og Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugt útiklósett í London sem myndi passa í miðborgina.

Þegar ég var á ferð í London í byrjun mánaðarins þá sá sniðugan útikamar sem ekki tók mikið pláss og er mjög meðferðarlegur í notkun. Engar dyr eða slíkt og þar sem það tók svo stuttan tíma að létta á sér á klósettinu þá myndaðist engin röð eða slíkt.

Þar sem þetta klósett virkar í miðborg London, þá ætti þetta líka geta virkað í Reykjavík. Það ætti að skella nokkrum svona klósettum niður í miðborg Reykjavíkur og lögreglan getur farið að einbeita sér aftur að alvörum málum.

Gallinn við þetta klósett er að það er bara hægt að pissa á því og það getur verið erfitt fyrir kvenfólk að nota það. Þá er bara að finna upp sambærilegt klósett sem myndi gagnast kvenfólkinu betur.

Útikamar

Klósettið góða.


mbl.is Brotum á lögreglusamþykkt fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggstífla.

Ég hef ekki verið duglegur að blogga í vikunni, ég hef hreinlega ekki nennt því þrátt fyrir að hafa oft viljað blogga um hin ýmsu mál sem hafa komið upp hjá mér og í þjóðfélaginu í vikunni. Ástæðan fyrir bloggletinu er einföld, Huginn Heiðar er búinn að vera í Rjóðrinu í vikunni og hef ég og Fjóla eytt töluverðum meiri tíma með hinum börnunum en vanalega og hefur það bitnað á blogginu og hef ég enga samvisku yfir því. Við skelltum okkur meðal annars í Keilu á fimmtudagskvöldið og ég sýndi gott fordæmi gagnvart börnunum og vann keiluna á glæsilegan hátt.


Þekktur eyrnamergs-sælkeri líklegur forsætisráðherra.

Það lítur allt út fyrir að Kevin Rudd verði næsti forsætisráðherra Ástralíu. En þessi Kevin Rudd er ekki bara þekktur fyrir störf sín að stjórnmálum, heldur líka fyrir að vera sælkeri á eyrnamerg. Náðist myndband af honum við að borða eyrnamerg og fór myndbandið eins og eldur um sinu á netinu. Fyrir þá sem ekki sáu myndbandið og hafa gaman af að horfa á forsætisráðherra borða eyrnamerg, þá er hægt að sjá myndbandið hérna fyrir neðan.

 


mbl.is Ástralskir jafnaðarmenn lýsa yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband