Pressan á Stöð2.

Ekki alls fyrir löngu bloggaði ég um Næturvaktina sem þá var á dagskrá Stöðvar 2 og lýsti yfir mikilli ánægju með þættina. Síðan kom að því að þáttaröðinni lauk og við tóku spennuþættirnir Pressan. Ég hafði ekkert mjög mikla trú á að pressan gæti fylgt Næturvaktinni á eftir hvað varðar skemmtana eða afþreyingagildi, en líkt og Næturvaktin hefur þátturinn komið skemmtilega á óvart.

dvÞættirnir eru stórgóðir og er komin töluverð spenna í þá og er ég þegar farinn að hlakka til að sjá plottið í þeim. Þættirnir eru vel gerðir og mjög vel leiknir, handritið stórgott og það er bara allt er að ganga upp í þættinum. Það er samt margt athyglisvert í þessum þáttum, til dæmis hversu erfitt er fyrir einstæða konu að fara í krefjandi starf, alla vega á meðan hún valdi ekki ábyrgðarfullan mann til undaneldis. Þá finnst manni eins og fyrirmynd blaðsins sé DV og þarna er verið að gefa aðra sín á starfsemi þess blaðs á meðan það var í æsifréttastílnum. Það er spurning hvort að þessir þættir veiti gamla DV og starfsmönnum þess uppreisn æru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki með stöð 2 en sá fyrsta þáttinn um daginn. Hann var þannig að ég hef áhuga á að sjá fleiri þætti. Svo er ég nýbúin að sjá 2 fyrstu af næturvaktinni og skemmti mér vel yfir þeim. Þá seríu ætla ég að kaupa mér.

Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 23:02

2 identicon

Sammála þér Mummi, Pressan lofar góðu. En að gefa DV og starfsmönnum þess uppreisn æru, nei það held ég ekki. Það afsakar þá ekkert að gefa upp nöfn fólks þar sem ekki var búið að dæma í málum þess, það afsakar ekkert ef fólk tekur sitt eigið líf þegar búið er að mannorðs-drepa það á opinberum vettvangi. það er bara mín skoðun.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:43

3 identicon

Til hamingju með John Bostock.  Er þetta ekki dagurinn sem þú ert búinn að vera bíða eftir.

Njáll (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Mummi Guð

Jújú. Þetta er stóri dagurinn hjá honum, ég er að bíða eftir að fá fréttir af því að hann sé búinn að skrifa undir. Annars sit ég núna og borða afmælistertu honum til heiðurs!

Mummi Guð, 15.1.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband