Eðlileg niðurstaða hjá FA.
18.3.2008 | 17:08
Þetta er eðlileg og rétt niðurstaða hjá enska knattsðyrnusambandinu að lengja ekki bannið óeðlilega mikið eins og FIFA var að fara fram á. Það þýðir ekkert að breyta reglum í miðjum leik og refsa einum manni fyrir eitthvað sem margir aðrir hafa gert. Þó að brotið hafi verið ljótt, þá er ekkert í reglum eða lögum sem leyfir svona langt bann og engin fordæmi eru fyrir svona þungum refsingum eins og FIFA er að fara fram á.
Ef menn vilja breyta reglunum þá á að gera það og ég er alveg sáttur við að menn fái þunga refsingu fyrir svona brot eins og Taylor framdi á Eduardo. En þá á að fara eftir einhverri reglu, en ekki að dæma Taylor í þunga refsingu vegna allra þeirra tilfinninga sem eru komin í þetta mál, en leyfa síðan þeim næsta sem fremur svona brot að sleppa við væga refsingu. Vegna þess að hans brot vekur ekki eins mikla athygli og brot Taylors.
Taylor fær ekki lengra bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spúkí sjónvarpsefni.
18.3.2008 | 00:57
Ég hef sjaldan orðið eins hissa á nokkru sjónvarpsefni og því sem ég sá á sunnudagskvöldið. Þannig var að ég var með stillt á Stöð 2 í sjónvarpinu, það var langt liðið á kvöldið og ég var bara að horfa á sjónvarpið með öðru auganu, þátturinn sem var á dagskrá var búinn og nýr þáttur var að fara að byrja. Þá koma einhverjar truflanir í sjónvarpið og það birtist myndband af Hugin Heiðari þar sem hann var sem veikastur, það sýnir hann vera að leika sér og það heyrist í Fjólu vera að leika við hann. Myndbandið var tekið upp á Barnaspítalanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
Fyrst hélt ég að ég hefði rekið mig í fjarstýringuna á myndbandstækinu, en ég gerði mig fljótlega grein fyrir að svo var ekki, bæði þar sem myndbandspólurnar frá Bandaríkjunum eru geymdar á öruggum stað og að Stöðvar 2 merkið var á skjánum. Ég og Fjóla horfðum á þetta innskot í einhverjar sekúndur, hversu lengi veit ég ekki en þetta var örugglega í hátt í hálfa mínútu og þá kom auður skjár í smástund og dagskráin hófst aftur.
Ég á erfitt með að skilja það af hverju þetta var sent út. Þetta var myndband sem við tókum upp í Bandaríkjunum skömmu áður en Huginn gekkst undir lifrarígræðslu í maí 2005. Skömmu eftir að við komum heim frá Bandaríkjunum í október 2005, þá var fjallað um okkur í fréttum Stöðvar 2, við lánuðum þeim á Stöð 2 myndböndin okkar svo hægt væri að myndskreyta fréttina með myndum frá Barnaspítalanum í Pittsburgh. Þar til á sunnudagskvöldið þá höfðum við ekki orðið varir við nein myndbandsbrot af Hugin í sjónvarpinu. En mikið var þetta óþægilegt að fá að sjá Hugin svona allt í einu og óumbeðið og óvænt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hefur þetta eitthvað með vatnið að gera?
17.3.2008 | 18:55
Ætli það sé eitthvað í vatninu á Skagaströnd sem gerir fólk ofbeldisfyllra eða líklegra til að fremja afbrot en þá sem búa annarsstaðar. Í þessa litla þorpi þar sem íbúarnir eru eitthvað um 600 talsins hafa reglulega verið að berast fréttir af allskonar afbrotum. Um helgina var brotist inn í apótekið á Skagaströnd og stolið mikið af lyfjum, ekki er langt síðan brotist var í sama apótek og þá stóð starfsmaður apóteksins þjófinn að verki og var hann laminn með kúbeinið í höfuðið fyrir vikið. Ekki er langt síðan fréttir bárust af því að óprúttnir aðilar gerðu það að leik að sprengja ítrekað við hús lögreglumanns á staðnum og skemma eignir hans og svona mætti telja áfram.
Hallbjörn söng hér á árum áður um Kántríbæ, núna er spurning hvort hann þurfi ekki að semja nýjan texta um þorpið, sem er ekki eins saklaust og það var áður.
Lögregla veitti ökumanni eftirför á Skagaströnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einni spurningu er ósvarað.
14.3.2008 | 21:51
Ég horfði á Gettu Betur í kvöld og var nokkuð spenntur. Keppnin var spennandi og bæði lið geta verið stolt af sinni frammistöðu. En það var samt eitt sem angraði mig við keppnina og náði næstum því að skemma keppnina fyrir mér. Í keppninni var spurt um stofnun og var rétt svar Veðurtofa Íslands. Það sem angraði mig var það að Páll Ásgeir dómari sagði að hægt væri sjá fyrir veðrið með því að fylgjast með kisum og nefndi sérstaklega sem dæmi að fólk ætti að fylgjast sérstaklega vel með hvernig kisurnar þvæðu sér á bak við eyrun. Þegar hann sagði þessi orð þá leit ég á kisurnar mínar, þær Snata og Gorm og viti menn þær voru báðar að þvo sér á bak við eyrun. Núna spyr ég, hvað ætli þetta þýði?
MR vann eftir bráðabana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úpps. Ég villtist í þrjá daga!
9.3.2008 | 13:33
Ég hef grun um að það sé eitthvað að hjá þessari blessaðri konu. Fólk villist ekki bara í 3 daga og ráfar um borgina í leit að hótelinu sínu. Ef ég myndi villast svona þá myndi ég spyrja til vegar. En hún kerlingargarmurinn hefur greinilega ekki haft vit á því og þetta er ekki fyrsta sinn sem hún ferðast.
Ég meina konan er góðgerðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna og hún var í Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um kvenréttindi og hún átti að vera ein af aðalræðumönnunum. Þetta var engin smá ráðstefna, meðal ráðstefnugesta var Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri valdamiklar konur. Þetta hefði verið kjörinn staður fyrir Dirie að koma baráttumálum sínum á framfæri, en úppps hún villtist í 3 daga og komst ekki!
Ég tel að Waris Dirie hafi sýnt það núna að hún eigi það ekki skilið að vera sendiherra hjá Sameinuðu Þjóðunum, annað hvort er hún nautheimsk eða að hún eigi við alvarlegri vandamál að etja.
Waris Dirie hvarf í þrjá daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
One Hit Wonder. -3.sætið.
9.3.2008 | 00:19
Í þriðja sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið Come On Eileen með ensku hljómsveitinni Dexy Midnight Runners. Lagið kom út árið 1982 og varð söluhæsta breska lagið það árið. Dexy Midnight Runners var stofnuð í Birmingham 1978 og starfaði til ársins 1986, hljómsveitin var síðan endurvakin 2003 og er enn starfandi. Come on Eileen var samið af "Big" Jim Paterson, Billy Adams og söngvara hljómsveitarinnar Kevin Rowland.
Það eru kannski nokkrir sem að telja að þetta lag geti ekki talist til One Hit Wonder, þar sem Dexy Midnight Runners náði að koma laginu Geno á topp breska vinsældarlistans í apríl 1980, tveim árum áður en Come On Eileen kom út, en hver man eftir því lagi?
Það má líka segja frá því að nafn hljómsveitarinnar er komið frá vinsælu eiturlyfi, Dexedrine sem var vinsælt á þessum tíma og Midnight Runners er komið til vegna þess að þeir sem tóku Dexedrine áttu að fá orku og kraft til að dansa alla nóttina.
Come On Eileen með Dexy Midnight Runners.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undur og stórmerki, ég er sammála Bush!
4.3.2008 | 18:11
Í einu af örfáum skiptum er ég núna sammála George Bush. Farc eru skæruliðasamtök sem hafa fengið að vaða uppi alltof lengi í S-Ameríku. Núna þegar Farc-samtökin hafa fengið öflugan samherja sem er Hugo Chavez forseti Venezulea, þá eru þeir byrjaðir að færa sig upp á skaftið. Sem betur fer gera flestir sér grein fyrir hvers konar mann Chavez hefur að bera, hver man ekki eftir því þegar Jóhann Karl konungur Spánar sagði Chavez að halda sér saman á ráðstefnu ríkja í Rómönsku Ameríku í haust. Þannig að þó Farc telja sig hafa öflugan bandamann, þá er Chavez einangraður í S-Ameríku og fer vonandi sem fyrst frá völdum.
Bush styður forseta Kólumbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tekið af síðunni minni?
4.3.2008 | 17:53
Einhvern finnst mér eins og heimildirnar séu komnar af síðunni minni, enda bloggaði ég um afmælisbarnið í gærkvöldi, sjá hér.
Leatherface á afmæli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afmælisbarn dagsins: -Gunnar Hansen.
4.3.2008 | 00:02
Í dag á Gunnar Hansen afmæli og er hann 61 árs í dag. Gunnar fæddist í Reykjavík 4. mars 1947, 5 ára gamall fluttist hann til Bandaríkjanna. Bjó fyrst um sinn í Maine en fluttist til Texas 11 ára gamall og gekk þar í skóla og lauk háskólanámi. Árið 1973 heyrði Gunnar að til stæði að taka mynd i heimabæ hans og sótti hann um hlutverk í myndinni og fékk eitt aðalhlutverkið, sjálfan Leatherface og myndin var hin klassíksa cult-mynd The Texas Chainsaw Messacre.
Myndin sló í gegn og varð ein af fyrstu hryllings-cult-myndunum, nýtur myndin en þann dag í dag gífurlegra vinsælda hjá ákveðnum hópi kvikmyndaáhugamanna. Myndin var mjög ódýr í framleiðslu, kostaði bara 83.000 dollara eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. En myndin halaði inn bara í Bandaríkjunum um 45 milljónum dollara eða um 3 milljarða króna.
Gunnar lék næst í myndinni Demon Hunter, en eftir það ákvað Gunnar að hætta að leika og hafnaði hann meðal annars hlutverki í myndinni The Hills Have Eyes, en hún átti eftir að verða cult-mynd líka. Gunnar sneri aftur á hvíta tjaldið 1987 í hryllingsmyndinni Hollywood Chainsaw Hookers og síðan þá hefur Gunnar leikið í meira en 20 myndum, myndum eins og Freakshow, Hellblock 13, Witchunter, Next Victim, Chainsaw Sally og Murder-set-pieces. Á þessu ári eru væntanlegar tvær myndir með honum, It Came From Trafalgar og Reykjavík Whale Watching Massacre, sem er leikstýrð af Júlíusi Kemp og er handritið skrifað af Sjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
One Hit Wonder. -4.sætið.
2.3.2008 | 12:58
Í fjórða sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið 99 Luftballons með hinni þýsku Nenu. Lagið kom upphaflega út árið 1983 og komst í toppsætið á velflestum vinsældarlistum um allan heim, sem var óvenjulegt þar sem lagið var sungið á þýsku. Nena endurútgaf lagið 1984 og þá í enskri útgáfu og hét lagið þar 99 Red Ballons. Fjöldi hljómsveita hafa endurútgefið lagið og þá heyrist lagið reglulega í bíómyndum og sjónvarpsþáttum.
Nena er enn að syngja og er að gefa út efni, er hún nokkuð vinsæl í þýskumælandi löndum, en 99 Luftballons er eina lag Nenu sem hefur orðið vinsælt á heimsvísu. Þá hefur Nena reynt að leggja leiklistina fyrir sig með þokkalegum árangri í Þýskalandi.
Nena með 99 Luftballons.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)