One Hit Wonder. -3.sætið.

Í þriðja sæti yfir stærstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið Come On Eileen með ensku hljómsveitinni Dexy Midnight Runners. Lagið kom út árið 1982 og varð söluhæsta breska lagið það árið. Dexy Midnight Runners var stofnuð í Birmingham 1978 og starfaði til ársins 1986, hljómsveitin var síðan endurvakin 2003 og er enn starfandi. Come on Eileen var samið af "Big" Jim Paterson, Billy Adams og söngvara hljómsveitarinnar Kevin Rowland.

Það eru kannski nokkrir sem að telja að þetta lag geti ekki talist til One Hit Wonder, þar sem Dexy Midnight Runners náði að koma laginu Geno á topp breska vinsældarlistans í apríl 1980, tveim árum áður en Come On Eileen kom út, en hver man eftir því lagi?

Það má líka segja frá því að nafn hljómsveitarinnar er komið frá vinsælu eiturlyfi, Dexedrine sem var vinsælt á þessum tíma og Midnight Runners er komið til vegna þess að þeir sem tóku Dexedrine áttu að fá orku og kraft til að dansa alla nóttina.

Come On Eileen með Dexy Midnight Runners.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú segir nokkuð Mummi minn,ég vissi ekki að nafnið væri tilkomið vegna þess er þú nefnir,og ég sem hélt ég vissi allt um svoleiðis enda mikill áhugamaður hér á árum áður heheheh.

En svona af one hit dæmum þá er þetta eitthvað best samda one hit sem ég man eftir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.3.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Mummi Guð

Mér fannst nafnið á hljómsveitinni alltaf svo flott, þar til að ég komst að því hvað það þýddi. Reyndar er nafnið flott þrátt fyrir það.

Ég er sammála þér Úlli að þetta er eitt besta One Hit sem samið hefur verið og síðan finnst mér myndbandið líka algjör snilld. En eins og þú veist Úlli þá kemur hljómsveitin frá Birmingham og það er margt gott sem kemur þaðan

Mummi Guð, 9.3.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband