Einni spurningu er ósvarað.

Snati og GormurÉg horfði á Gettu Betur í kvöld og var nokkuð spenntur. Keppnin var spennandi og bæði lið geta verið stolt af sinni frammistöðu. En það var samt eitt sem angraði mig við keppnina og náði næstum því að skemma keppnina fyrir mér. Í keppninni var spurt um stofnun og var rétt svar Veðurtofa Íslands. Það sem angraði mig var það að Páll Ásgeir dómari sagði að hægt væri sjá fyrir veðrið með því að fylgjast með kisum og nefndi sérstaklega sem dæmi að fólk ætti að fylgjast sérstaklega vel með hvernig kisurnar þvæðu sér á bak við eyrun. Þegar hann sagði þessi orð þá leit ég á kisurnar mínar, þær Snata og Gorm og viti menn þær voru báðar að þvo sér á bak við eyrun. Núna spyr ég, hvað ætli þetta þýði?


mbl.is MR vann eftir bráðabana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki hugmynd en hefði gaman að vita það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Mummi Guð

Eigum við ekki bara að segja það. Sól og blíða til áramóta!

Mummi Guð, 14.3.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband