Undur og stórmerki, ég er sammála Bush!

Í einu af örfáum skiptum er ég núna sammála George Bush. Farc eru skæruliðasamtök sem hafa fengið að vaða uppi alltof lengi í S-Ameríku. Núna þegar Farc-samtökin hafa fengið öflugan samherja sem er Hugo Chavez forseti Venezulea, þá eru þeir byrjaðir að færa sig upp á skaftið. Sem betur fer gera flestir sér grein fyrir hvers konar mann Chavez hefur að bera, hver man ekki eftir því þegar Jóhann Karl konungur Spánar sagði Chavez að halda sér saman á ráðstefnu ríkja í Rómönsku Ameríku í haust. Þannig að þó Farc telja sig hafa öflugan bandamann, þá er Chavez einangraður í S-Ameríku og fer vonandi sem fyrst frá völdum.


mbl.is Bush styður forseta Kólumbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Svo þú styður þá nýtt valdarán í Venezuela, eins og reynt var fyrir nokkrum árum. Og þú ert líka voðalega hrifinn af gömlu Francodúkkunni sem gamli fasistinn hafði til sýnis og ól upp? Ert greinilega sammála Bush um fleira en þú heldur, t.d. að "lýðræðisstjórn" sé ríkisstjórn sem er kosin og bandaríkjastjórn þóknanleg?

Guðmundur Auðunsson, 5.3.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Mummi Guð

Vá. Hvernig getur þú lesið allt þetta úr færslunni minni!

Ég styð ekki valdarán í Venezula, aftur á móti styð ég það að ný stjórn myndi komast til valda í Venezuela. Stjórn þar sem mannréttindi eru ekki fótin troðin og stjórn sem dælir ekki peninga í hryðjuverkamenn, eins og stjórn Chavez er að gera.

Það sem þú skrifar um álit mitt á gömlu Franco-dúkkunni og að ég haldi að "lýðræðisstjórn" sé ríkisstjórn sem er Bandaríkjamönnum þóknanleg. Ég skil ekki hvað þú ert að fara með þessu staðhæfingum um mig.

Miðað við þessar staðhæfingar þínar, þá ert þú ofstækisfullur kommúnisti sem vilt koma kommúnistum til valda í heiminum hvað sem það kostar. Þú styður að minnsta kosti hryðjuverkamenn í baráttu sinni gegn lýðræðiskosinni stjórn Kólumbíu og ert að upphefja Chavez til skýjanna.

Mummi Guð, 5.3.2008 kl. 17:36

3 identicon

Púfffff,,,,, svona umræður hræðist ég einhverra hluta vegna, eiginlega v/ofstækis.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:42

4 identicon

ég er marg búinn að lesa þessa bloggfærslu og get ekki séð hvernig þessi Guðmundur Auðunsson getur fundið allt þetta úr þessari færslu. Hann hlýtur að vera skyggn!!!!!

Kjartan (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

OK nafni, ég var nú að nota svolítið litríkt tal og vissulega alhæfði ég út frá skrifum þínum. Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði þig. Ég get samt ekki annað en lesið úr skrifum þínum að þú viljir koma lýðræðislega kjörinni stjórn Venezuela frá. Þess vegna datt mér í hug að þú vildir aðra valdaránstilraun eins og bandaríkjastjórn studdi fyrir 5 árum. Bush var allavega hrifinn af valdaránstilrauninni og þú varst að lýsa yfir stuðningi við stefnu Bush gegn Venezuela. Kjörtímabil Chavez rennur ekki út fyrr en 2012 þannig að við erum ekkert að tala um stjórnarskipti þar á næstunni nema með valdaráni.

Varðandi kóngsræfilinn, þá var ég einfaldlega að benda á þá staðreynd að enginn kaus hann til embættis og hann var alinn upp af Franco á sínum tíma. Chavez hefur hins vegar notið stuðnings í mörgum lýðræðislegum kosningum og er m.a.s. svo mikill lýðræðissinni að þegar "hann" tapaði þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá með naumindum þá tók stjórn hans niðurstöðum fólksins (berðu þetta síðan saman við kosningarnar í Flórída 2000). Auðvelt mál hefði auðvitað verið að falsa niðurstöðurnar en það var ekki gert. Samt halda menn áfram að lepja delluna frá bandaríkjastjórn um "einræðisherrann Chavez".

Guðmundur Auðunsson, 6.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband