Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Schumacher-reglan?

Mér finnst það vera hið besta mál að það skuli vera tekið hart á óheiðarleika innan íþrótta. Skrýtið samt hvað Michael Schumacher slapp alltaf við svona refsingar á meðan hann var enn að keppa, samt var hann ókrýndur konungur óheiðarleikans í Formúlunni. Kannski er núna búið að búa til nýja reglur til að reyna að koma í veg fyrir óheiðarleika og óíþróttamannslegar hegðanir, ef svo sé þá ætti reglan að heita Schumacher-reglan í höfuðið á konunginum.


mbl.is Alonso sviptur ráspólnum í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í fyrsta sem menn klúðra málum eftir að hlusta á háværan minnihluta.

Mikið minnir þetta mig á þegar hópur fólks úr klámiðnaðinum ætlaði að koma í skemmtiferð til Íslands. Þá tók fámennur minnihlutahópur sig og blaðraði um hættuna af því að fá þennan hóp til landsins og margir tóku undir þessi fáránlegu rök meðal annars borgarstjórinn í Reykjavík og hótelstýran á Hótel Sögu gerði sér lítið fyrir og tilkynnti hópnum að hann væri ekki velkominn á hótelið og hún missti vinnuna í kjölfarið.

Núna er þetta svipað á Akureyri. Nokkrir aðilar hafa blásið upp hættunni af ungu fólki og bæjarstýran tók undir þessi orð og bannaði ungu og sjálfráði fólki að koma til Akureyrar. Ætli hún muni missa vinnuna eins og hótelstýran á Hótel Sögu?


mbl.is Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður vikunnar: -Árni Johnsen.

Maður vikunnar að þessu sinni er Árni Johnsen. Titillinn fær hann fyrir að sýna þjóðinni enn einu sinni hvernig mann hann hefur að geyma. Ég hef alltaf haft mitt álit á honum sem ekki er mikið og fannst í raun skandall að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað tefla honum fram aftur í alþingiskosningar þrátt fyrir að hafa haft sýnt það að hann sé ekki traustsins verður.

Í vikunni tók Árni sig til og sagði alþjóð hversu vondir menn væru í þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja og að þeir væru að leggja hann í einelti. En þeir þjóðhátíðarnefnd svöruðu vel fyrir sig og sögðu meðal annars að Árni ætti ekki að reyna að gera sig að fórnarlambi og þeir trúa því að þetta upphlaup Árna væri tæknileg mistök.

arnijohnsen

Maður vikunnar: Árni Johnsen.


Ábyrgur faðir.

Mikið svakalega er Eddie orðinn ábyrgur, hann er búinn að viðurkenna að eiga barnið en hann hefur hingað til neitað því þrátt fyrir að DNA rannsóknir sýndu að hann eigi barnið. Ég er viss um að hann hafi ekki tekið þessa ákvörðun sjálfur, heldur hefur lögrfæðingur hans eða einhver ábyrgur aðili neitt hann til að viðurkenna barnið og bent honum á að DNA rannsóknir væru nokkuð öruggar.

Mér finnst að Mel B ætti að gefa karlinum langt nef, fara fram á gott meðlag og gleyma honum síðan. Hann er búinn að sína hvað hann er mikill karakter en hann sagði Mel B upp á meðan hún var ólétt í beinni útsendingu í einhverjum spjallþætti.


mbl.is Murphy viðurkennir að eiga barn með Mel B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn heim úr fríi.

Þá er ég kominn heim eftir vikufrí, ég eyddi fríinu í sumarbústað með frúnni og fjórum af fimm börnum. Það var bara Natan sem komst ekki með okkur, enda nóg að gera í vinnunni hjá honum. Þó hans hafi verið saknað þá skemmtum við okkur hin konunglega. Toppurinn í ferðinni var að Huginn skyldi geta komið með okkur og verið allan tímann, en það var dálítið sem við áttum ekki endilega von á. Við breyttum sumarbústaðinum bara í sjúkrahús. Það að hafa farið í bústaðinn var dálítið djarft af okkur, en það gekk upp. Þrátt fyrir að vera á nokkuð stórum bíl, Dodge Grand Caravan þá þurftum við að fara tvær ferðir með allt dótið heim úr bústaðnum og það segir ýmislegt um þau tæki og tól sem fylgja Hugin.

Það gekk mikið á í þjóðfélaginu á meðan ég var í fríi, ég vil þó ekki tala um harmleiki eða sorglegar fréttir enda finnst mér það ekki eiga heima hér á blogginu. Ég vil frekar tala um þá leiðu frétt að KR hafi skipt um þjálfara, Teitur var rekinn í hans stað var ráðinn Logi nokkur sem hefur gert garðinn frægan sem þjálfari KF nörd. Mér finnst það mjög leiðinlegt að KR hafi rekið Teit enda er ég ekki stuðningsmaður KR og hef haft lúmskt gaman af óförum þeirra í sumar. Ég hef reyndar ekki heldur mikið álit á Loga, en fyrir KR-inga geta ég ekki annað sagt að þetta getur ekki versnað.

Af öðrum fréttum ber fréttin af Árna Johnsen og Þjóðhátíðarnefndinni í Vestmannaeyjum hæst. Þar sakar Árni Þjóðhátíðarnefndina um að hafa rekið sig sem kynni á Þjóðhátíð vegna pólítskra hagsmuna. Þjóðhátíðarnefnd svaraði vel fyrir sig með fréttatilkynningu,

Í yfirlýsingunni segir Þjóðhátíðarnefnd ummæli Árna leirburð, og vera bæði ósönn og ærumeiðandi. Páll hafi ekki svarað með þeim hætti sem Árni lýsir, hann hafi þess í stað sagt spurninguna ósanngjarna, þar sem Þjóðhátíðarnefnd blandi ekki pólitík við sín störf. Í yfirlýsingunni ítrekar Þjóðhátíðarnefnd ástæðu þess að Árna var gert að hætta sem kynnir. Það hafi verið í kjölfar þess að Árni hafi slegið söngvarann Hreim Heimisson á Brekkusviðinu árið 2005. Nefndin segir að öll vitni að atburðinum hafi verið sammála um að Árni hafi slegið Hreim. Í framhaldi segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar: „Þessi atburðarás varð til þess að Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun einróma að skipta um kynni. Það skal tekið fram að þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið sem Árni missir stjórn á sér á Brekkusviðinu og sýnir af sér dómgreindarskort." Þjóðhátíðarnefnd segir að ummæli Árna í Þjóðhátíðarblaðinu séu aumkunarvert yfirklór, sem nefndin kjósi að skoða sem tæknileg mistök. Í niðurlagi yfirlýsingarinnar segir: „Nefndin treysti sér einfaldlega ekki lengur til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á Brekkusviðinu. Það er lykilatriði í málinu. Lái okkur hver sem er."  Ég verð að segja að staðan sé Árni - Þjóðhátíðarnefnd 0-3 og öll mörkin voru sjálfsmörk Árna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband