Ekki í fyrsta sem menn klúðra málum eftir að hlusta á háværan minnihluta.

Mikið minnir þetta mig á þegar hópur fólks úr klámiðnaðinum ætlaði að koma í skemmtiferð til Íslands. Þá tók fámennur minnihlutahópur sig og blaðraði um hættuna af því að fá þennan hóp til landsins og margir tóku undir þessi fáránlegu rök meðal annars borgarstjórinn í Reykjavík og hótelstýran á Hótel Sögu gerði sér lítið fyrir og tilkynnti hópnum að hann væri ekki velkominn á hótelið og hún missti vinnuna í kjölfarið.

Núna er þetta svipað á Akureyri. Nokkrir aðilar hafa blásið upp hættunni af ungu fólki og bæjarstýran tók undir þessi orð og bannaði ungu og sjálfráði fólki að koma til Akureyrar. Ætli hún muni missa vinnuna eins og hótelstýran á Hótel Sögu?


mbl.is Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Fjóla Æ.

En afhverju er alltaf verið að ráðast á ungt fólk? Eru þau eina fólkið sem drekkur of mikið og verður sér til skammar? Ég veit ekki betur en að þar sem "fullorðið" fólk kemur saman þá eru það fólk á fertugs og fimmtugs aldri sem hagar sér sínu verst og er ölvaðast. Og síðan að ætlast til að þetta unga fólk komi í fylgd með foreldrum er jafn fáránleg krafa og að hvítir og svartir noti aðskilin klósett. Þetta unga fólk er sjálfráða og er því í sjálfvald sett hvað það gerir.

Ragnar, það er ekki skrítið að þetta sé langbesta hátíðin, það er enginn á henni og því miður eru miklar líkur á að hátíðin komi til með að floppa og margir sitji uppi með sárt ennið að henni lokinni og hvað þá? Verður önnur hátíð á Akureyri að ári? Það er ekki sjálfsagt eftir flopp þessa árs.

Fjóla Æ., 4.8.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Lindan

Hahah flott samlíking hjá þér.  Það er sorglegt að labba í gegnum bæinn og sjá tóm sölutjöldin í göngugötunni.   Skátarnir eru svo harðir á þessu banni að fólk á aldrinum 18-23 fær ekki að tjalda þó að mamma og pabbi séu í næsta tjaldi við þau.  Verða að sofa í tjaldinu með gamla settinu eða fara eitthvert annað.   

Lindan, 4.8.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er fáránlegasta regla sem ég hef heyrt um og stórefast um að hún hafi nokkra stoð í lögum.

Hrannar Baldursson, 5.8.2007 kl. 05:20

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fréttir frá aky er mjög jákvæðar og er það ekki fyrir mestu - hátíðarhöldin ganga vel.

Óðinn Þórisson, 5.8.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: Mummi Guð

Frétt af www.ruv.is 

Á Akureyri eru kaupmenn hins vegar ósáttir við bæjaryfirvöld vegna aldurstakmarkana á tjaldsvæðum bæjarins. Þeir segjast hafa orðið af hundruðum miljóna króna viðskiptum. Um helmingi færri gestir eru í bænum en í fyrra.

Það er lítið mál að halda hátíð með fáum gestum og segja allt gangi vel. Það er annað sem ég var að heyra af einum sem ég þekki sem er á Akureyri að það voru tveir þýskir ferðamenn um tvítugt á tjaldstæðinu og fengu að vera óáreittir þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess. Þannig að það eru bara Íslendingar sem eru óvelkomnir á Akureyri.

Mummi Guð, 5.8.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband