Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Vinsælt blogg.
31.5.2007 | 23:43
Ég byrjaði að blogga fyrir viku síðan og hafði stór orð um hvernig ég gæti orðið vinsæll bloggari og gerði það meira í gríni en alvöru og núna viku síðar er ég örugglega hástökkvari vikunnar vegna þess að bloggið mitt er í 116 sæti yfir vinsælustu bloggin hér á blog.is.
Hvort þetta verði til að hvetja mig áfram veit ég ekki og ég er nokkuð viss um að flest ykkar sé sama um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég styð leigubílstjórann í Róm sem vildi ekki keyra mig!
31.5.2007 | 22:57
Mér dettur í hug þegar ég var í Róm fyrir nokkrum árum og var að fara á fótboltaleik. Ég labbaði að næsta leigubíl og bað hann um að skutla mér á Olimpico-leikvanginn, hann harðneitaði því. Hann sagði að hann héldi með Lazio og keyrði ekki stuðningsmenn Roma!
Leigubílstjórar mótmæla í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drykkjuskapur á Laugardalsvelli.
31.5.2007 | 22:45
Ég vil benda áhugamönnum um íslenska knattspyrnu á bloggsíðu Henrys Birgis þar sem hann er að fjalla um misrétti á Laugardalsvelli hvað varðar áfengis og tóbaksnotkun. Á meðan VIP-aðallinn fær að drekka bjór og reykja í VIP-stúkunni þá þurfa aðrir knattspyrnuáhugamenn að sitja undir því að starfsmenn vallarins gramsa í töskum þeirra í leit að bjór til að gera upptækan.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bandaríkjamenn vilja hvalveiðar!
31.5.2007 | 22:10
Það er smá hræsni í fyrirsögninni hjá mér. Bandaríkin er nefnilega sú þjóð sem berst harðast gegn hvalveiðum og segja þau ómannúðleg og að dýrin séu yfir manninn hafinn. Samt vilja þeir auka kvóta Grænlendinga í frumbyggjaveiðum og af hverju? Jú Bandaríkjamenn stunda sjálfir frumbyggjaveiðar á hval og þess vegna finnst þeim allt í lagi að drepa þessi dýr ef frumbyggjar gera það.
Þegar ég var í Bandaríkjunum þá lenti ég nokkrum sinnum í harðri umræðu um hvalveiðar og þá kom mér á óvart hversu lítið Kaninn vissi um hvali. Þeir mótmæltu alltaf þegar ég sagði að Bandaríkin væru ein stærsta hvalveiðiþjóð heims og það sem meira var þeir voru nokkrir sem héldu að það væri bara ein hvalategund til!!
Þetta minnti mig á þegar ég var að vinna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli um árið og þegar einn kaninn sagði mér að hann vildi að allar hvalveiðar væru bannaðar vegna þess að hvalirnir væru búnir að vera svo lengi til og þegar fram líða stundir þá geta menn farið að tala við hvali með tækni sem er verið að þróa og þá getur maðurinn fengið gríðarlegar upplýsingar um lífið á fyrri tímum þegar hvalirnir fara að segja frá því. Svona er Kaninn stundum!
Grænlendingar fá aukinn hvalveiðikvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wyndham Estate bin 555
30.5.2007 | 23:17
Wyndham Estate bin 555 er ástralskt rauðvín. Það er með góðu berjabragði, það er milt, sætt og með góðu eftirbragði. Það hentar vel með öllu grillkjöti, með nautakjöti og eitt og sér.
Tegund: Wyndham Estate bin 555
Framleiðsluland: Ástralía.
Verð í vínbúðum: 1.490 krónur.
Einkunn: 3 (mjög gott).
Innilegar samúðarkveðjur.
30.5.2007 | 21:37
Ég hef fylgst með baráttu Ástu síðan á haust mánuðum. Ég dáðist alltaf að baráttuþreki hennar sem hún hafði allt til dauðadags og ekki síður af jákvæðni hennar og hvernig hún barðist við sjúkdóminn af jákvæðni og festu.
Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Ástu. Hvíl í friði.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Draumurinn!
30.5.2007 | 19:01
Ég ætti að reyna að komast í samband við þjófana, ég hef nefnilega átt þann draum að eiga baðkar úr gulli.
Gullbaðkar hvarf sporlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kveðja til Berglindar.
30.5.2007 | 16:03
Ég hef verið að fá ósk um að breyta útliti á síðunni, þar sem viðkomandi átti erfitt með að lesa það sem ég hafði fram að færa. Sem mikill lýðræðismaður ákvað ég að fara að vilja viðkomandi og núna ætti þú að geta lesa bloggið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gámur í innkeyrslunni!
29.5.2007 | 23:17
Ég varð að skella inn einu bloggi fyrir svefninn. Dagurinn er búinn að vera strembari en ég átti von á. Huginn svaf mjög illa síðustu nótt og grét mikið, mjög ólíkt honum. Ég reyndi samt að sofa á meðan Fjóla elskan sinnti Hugin. Ég mæti í vinnu í morgun eins og lög gera ráð fyrir og þegar ég kem heim í hádeginu er kominn gámur í innkeyrsluna hjá mér. Þá pantaði Fjóla gám í morgun og þegar ég kom heim úr vinnu þá var byrjað að þræla mér út við að grafa garðinn upp. Ég vildi að við myndum grafa garðinn með skóflu en ekki gröfu og ég fékk það í hausinn í kvöld eða réttara sagt í bakið. Þar sem ég bý í raðhúsi þá er ekkert einfalt að losa sig við garðaúrgang. Þannig að við þurfum að moka hann upp í hjólbörur og keyra þeim í gegnum bílskúrinn og í gáminn, hefur það gengið ágætlega. Það hefur samt tafið vinnuna töluvert hvað Huginn er búinn að vera óvær í dag, en hann er núna steinsofandi í rúminu sínu með 98% í súrefnismettun og 105 í púls, sem eru mjög góðar tölur miðað við dagsformið.
Ég ætla bara að vinna til hádegis á morgun og þá mun taka við mokstur og moldvörpuvinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjörnustríðið.
28.5.2007 | 22:57
Það er ótrúlegt hvað KR-ingar geta verið slappir, sitja núna í botnsætinu í úrvalsdeildinni og það þrátt fyrir að kaupa alla bestu leikmenn Íslands sem voru á lausu. Pétur Marteins, Atla Jó, Jóa Þórhalls og Óskar Örn og þegar það gekk ekki upp þá bættu þeir Rúnari Kristins á innkaupalistann og hann átti að breyta öllu. Þeir eru með dýrasta þjálfara Íslands og hann er ekki að sýna neitt. Stundum finnst mér eins og hann viti ekki um hvað fótbolti snýr. Hann getur alla vega ekki séð hæfileika í leikmönnum samanber Gunna Kristjáns.
Í kvöld tapaði KR fyrir Víking sem KR-ingar kalla oft KR-B vegna þess að margir leikmenn Víkings eru KR-ingar sem fengu engin tækifæri með KR og þjálfari Víkings er líka KR-ingur.
Nú ætla ég að gefa ykkur KR-ingum ráð, hættið að reyna að kaupa ykkur titil, þá fer þetta kannski að ganga hjá ykkur. Þið getið keypt leikmenn en þið kaupið ekki liðsanda og félagshjarta.
KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)