Gámur í innkeyrslunni!

Ég varð að skella inn einu bloggi fyrir svefninn. Dagurinn er búinn að vera strembari en ég átti von á. Huginn svaf mjög illa síðustu nótt og grét mikið, mjög ólíkt honum. Ég reyndi samt að sofa á meðan Fjóla elskan sinnti Hugin. Ég mæti í vinnu í morgun eins og lög gera ráð fyrir og þegar ég kem heim í hádeginu er kominn gámur í innkeyrsluna hjá mér. Þá pantaði Fjóla gám í morgun og þegar ég kom heim úr vinnu þá var byrjað að þræla mér út við að grafa garðinn upp. Ég vildi að við myndum grafa garðinn með skóflu en ekki gröfu og ég fékk það í hausinn í kvöld eða réttara sagt í bakið. Þar sem ég bý í raðhúsi þá er ekkert einfalt að losa sig við garðaúrgang. Þannig að við þurfum að moka hann upp í hjólbörur og keyra þeim í gegnum bílskúrinn og í gáminn, hefur það gengið ágætlega. Það hefur samt tafið vinnuna töluvert hvað Huginn er búinn að vera óvær í dag, en hann er núna steinsofandi í rúminu sínu með 98% í súrefnismettun og 105 í púls, sem eru mjög góðar tölur miðað við dagsformið.

Ég ætla bara að vinna til hádegis á morgun og þá mun taka við mokstur og moldvörpuvinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband