Bandaríkjamenn vilja hvalveiðar!

Það er smá hræsni í fyrirsögninni hjá mér. Bandaríkin er nefnilega sú þjóð sem berst harðast gegn hvalveiðum og segja þau ómannúðleg og að dýrin séu yfir manninn hafinn. Samt vilja þeir auka kvóta Grænlendinga í frumbyggjaveiðum og af hverju? Jú Bandaríkjamenn stunda sjálfir frumbyggjaveiðar á hval og þess vegna finnst þeim allt í lagi að drepa þessi dýr ef frumbyggjar gera það.

Þegar ég var í Bandaríkjunum þá lenti ég nokkrum sinnum í harðri umræðu um hvalveiðar og þá kom mér á óvart hversu lítið Kaninn vissi um hvali. Þeir mótmæltu alltaf þegar ég sagði að Bandaríkin væru ein stærsta hvalveiðiþjóð heims og það sem meira var þeir voru nokkrir sem héldu að það væri bara ein hvalategund til!!

Þetta minnti mig á þegar ég var að vinna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli um árið og þegar einn kaninn sagði mér að hann vildi að allar hvalveiðar væru bannaðar vegna þess að hvalirnir væru búnir að vera svo lengi til og þegar fram líða stundir þá geta menn farið að tala við hvali með tækni sem er verið að þróa og þá getur maðurinn fengið gríðarlegar upplýsingar um lífið á fyrri tímum þegar hvalirnir fara að segja frá því. Svona er Kaninn stundum!


mbl.is Grænlendingar fá aukinn hvalveiðikvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband