Drykkjuskapur á Laugardalsvelli.

Ég vil benda áhugamönnum um íslenska knattspyrnu á bloggsíðu Henrys Birgis þar sem hann er að fjalla um misrétti á Laugardalsvelli hvað varðar áfengis og tóbaksnotkun. Á meðan VIP-aðallinn fær að drekka bjór og reykja í VIP-stúkunni þá þurfa aðrir knattspyrnuáhugamenn að sitja undir því að starfsmenn vallarins gramsa í töskum þeirra í leit að bjór til að gera upptækan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að segja það fyrir mitt leiti að ég sé ekkert íþróttamannslegt að drekka áfengi eða að nota tóbak á íþróttakappleikjum!! Ég fór einu sinni á leik ÍA og FH á Laugardalsvellinum og það var þvílík hörmung þar sem FHingarnir í sætunum fyrir ofan okkur voru orðinn ansi mikið við skál (þetta vöru tvenn hjón með börn) með mikinn dónaskap og endalaust ráp. En engu að síður góður leikur þar sem ÍA vann (minnir mig) ÉG held að þetta fari ekki saman.

Berglind (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég er alveg sammála þér að það fer illa saman áfengi og tóbak annars vegar og íþróttir hins vegar. Það sem mér finnst samt verst er misréttið. Ef það á að leyfa að drekka bjór á fótboltaleikjum þá á að leyfa það en ekki að leyfa sumum að drekka bjór en öðrum ekki. Ég þoli ekki þegar er verið að reyna að búa til svona stéttaskiptingu.

Mummi Guð, 1.6.2007 kl. 21:02

3 identicon

Já það er reyndar alveg rétt

Berglind (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband