Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
London Calling
31.10.2007 | 21:24
Ég hef verið ansi latur við að blogga að undanförnu og það mun ekki breytast á næstu dögum þar sem ég er að fara til London í fyrramálið. Ég og Guðjón munum fara bara tveir þar sem þetta er fermingargjöfin hans, en hann fermdist í vor. Við förum eldsnemma í fyrramálið, á nánast ókristilegum tíma. Er ferðin nokkuð vel skipulögð, enda hef ég séð um alla skipulagninguna. Fyrir þá sem eru forvitnir þá er ferðaáætlunin þannig. Flogið til London á fimmtudagsmorgni, komið til London á fimmtudagsmorgni. Farið á Hótelið og komið sér fyrir. Farið á Emirates leikvanginn á laugardagsmorgni og horft á leik Arsenal - Manchester United. Flogið heim á mánudegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áskorun til Morgunblaðsins!!!
28.10.2007 | 08:49
Ég skora á Morgunblaðið að halda áfram ábyrgum fréttaflutningi, ábyrgur og traustur fréttaflutningur Morgunblaðsins hefur gert Morgunblaðið að einni traustustu og virtustu fréttastofu landsins.
Ég tel að myndir af umferðarslysum, hvort sem það séu alvarleg slys eða banaslys eigi erindi til almennings, svo lengi að myndirnar vekja ekki óhug hjá almenningi. Myndbirting í fjölmiðlum af slysum hafa forvarnargildi, það er staðreynd, sú staðreynd ætti að vera næg ástæða til að halda áfram slíkum myndbirtingum. Fjölmiðlar verða samt að passa sig á því að birta ekki myndir of snemma.
Þannig er að umferðarfræðsla er góð og skilar eflaust einhverju, en ég held að umferðarhræðsla skili jafnvel enn meiri árangri í fækkun umferðarslysa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólin, jólin, jólin koma brátt...
28.10.2007 | 07:42
Vá hvað það var yndislegt að vakna svona í morgunsárið og líta út um gluggann. Það er svo jólalegt að ég er kominn í jólaskap. Alhvít jörð, tréin svigna undan snjónum, það er logn og stillt veður, ekkert hefur spillt snjónum, ekkert bílfar og engin fótspor. Yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tveir þumlar upp fyrir Vildarbörnum Icelandair.
27.10.2007 | 14:37
Þetta er frábært framtak hjá Icelandair að hafa stofnað þennan sjóð og gefa þeim sem mesta þörf hafa til að fara í góða skemmtiferð tækifæri til að láta draum sinn rætast. Ég þekki til nokkurra sem hafa farið í ferð á vegum Vildarbarna Icelandair og allir hafa verið í skýjunum yfir ferðunum. Ég óska öllum þeim sem fengu úthlutað í dag til hamingju með að komast í draumaferðina. En hrósið fær Icelandair fyrir að halda út þessum sjóði og Peggy Helgason sem ég hef grun um að spili stærra hlutverk hjá Vildarbörnum en hún lætur líta út fyrir.
40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dr. Phil eða Jerry Springer.
27.10.2007 | 14:22
Ég sit við sjónvarpið og er að horfa á Dr. Phil. Guð minn góður vandamálin sem eru þar! Ég held stundum að það væri betra fyrir Dr. Phil að senda viðmælendurnar í þáttinn til Jerry Springer og leyfa þeim að útkljá vandamálið með hnefahöggum og hárreysti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný skoðanakönnun.
27.10.2007 | 13:00
Ég var að setja inn nýja skoðanakönnun og þar er spurt hvort þið lesið bloggsíður.
Í síðustu könnun var spurt hvort þið munið gamla nafnnúmerið ykkar. 101 svaraði spurningunni og sögðu 51,5% að þeir muna nafnnúmerið sitt. 22,8% muna það ekki og 25,7% vita ekki hvað nafnnúmer er. Það þýðir að einn af hverjum fjórum sem tóku þátt í könnunni eru það ung að þau voru ekki komin til vits og ára þegar kennitölurnar voru teknar upp fyrir svona 15-20 árum.
Fjölmiðlar mega skammast sín.
23.10.2007 | 15:33
Ég hálfpartinn lofaði mér því að draga úr frétta og íþróttabloggum, ég ætla samt að koma með eitt fótboltabloggið enn af gefnu tilefni. En það fjallar um kosningu á knattspyrnukonu ársins á lokahófi KSÍ.
Það vita það allir núna að Hólmfríður Magnúsdóttir var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum deildarinnar. Margar ótrúlegar samsæriskenningar eru í gangi um að svindl hafi verið í gangi við valið og leikmenn liða hafi komið sér saman um að kjósa ekki Margréti Láru. Ég trúi ekki að það hafi verið raunin. Ég held að Hólmfríður hafi verið valin vegna þess að hún var besti leikmaður Íslandsmótsins. Ég hef reynt að hlera hvernig Keflavíkurstelpurnar kusu og veit ég að nokkrar þeirra kusu Hólmfríði og ástæðan var sú að þeim þótti hún einfaldlega best í sumar. Ég hef aftur á móti ekki heyrt frá einni eða neinni hvort að einhver plott hafi verið í gangi um sniðganga Margréti Láru og að einhver sms hafi verið í gangi kannast engin við.
Henry Birgir hefur fjallað mikið um þetta mál á heimasíðu sinni. Þar hefur hann meðal annars auglýst eftir sönnunum fyrir því að samantekin ráð hafi ráðið því að Margrét Lára var ekki kosin. Engin sönnun hefur komið fram, en það ætti ekki erfitt þar sem miðað við sögusagnirnar þá gengu sms og tölvupóstar á milli leikmanna um að kjósa hana ekki. Það ætti ekki að vera erfitt að fá afrit af einum pósti eða sms-i. Henry skrifar í dag áhugaverða kjaftasögu, er hún því miður ekki mjög ótrúverðug, hún er svohljóðandi:
Var að heyra athyglisverða sögu. Valskonur komust að því að ekki ætluðu allar stelpurnar í deildinni að kjósa Margréti Láru besta. Vitandi að það yrði hálfneyðarlegt fyrir Margréti að vera ekki valin best ákváðu einhverjir Valsmenn að koma af stað orðrómi um að samantekin ráð væru í gangi.
Ef svo ólíklega færi að Margrét yrði ekki valin best væri nefnilega mjög hentugt að grípa í þessar sögusagnir og segja að það sé einkennilegt að orðrómur sem var í gangi fyrir einhverjum vikum síðan hefði gengið eftir. Það liti betur út fyrir Margréti ef illa færi. Valur væri samt alls ekki að ásaka neinn og hefði engar sannanir.
Nú ef svo færi að Margrét yrði valin best þá myndi enginn velta sér upp úr sögusögnunum, ekkert vesen og málið búið. Hentugt og skothelt dæmi.
Fjölmiðlamenn hafa verið fljótir að taka upp samsæriskenninguna og hafa verið duglegir að blása upp málið í anda Lúkasarmálsins fyrr í sumar. Fljótlega eftir að Hólmfríði var afhent verðlaunin náði Þorsteinn Gunnarsson íþróttamaður að króa hana af og ein af fyrstu spurningunum var, af hverju heldur þú að þú hafir verið valin! Döööh. Sennilega af því hún var best, eða var Þorsteinn að gefa annað í skyn? Síðan hafa hver fjölmiðillinn á fætum öðrum tekið upp þessa samsæriskenningu og talað um skandal í kosningunni.
Forsvarsmenn Vals hafa verið duglegar að gagnrýna valið og vilja taka upp lýðræðislegri kosningar! Hvernig er hægt að hafa lýðræðislegri kosningu en þá að allir fái að kjósa? Það er lagt til að komin verður upp nefnd sem sér um að velja leikmann ársins. Þeir sem halda að það sé lýðræðislegra eru sennilega aldir upp í Sovétríkjunum og eru trúir komúnismanum.
Í dag kom enn eitt dæmið um hvernig fólk er að missa sig í tilfinningunum, líkt og gerðist með Lúkasarmálið. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skrifar opið bréf til Margrétar Láru og birtir það opinberlega. Þar tekur hann undir samsæriskenninguna, án þess að hafa nokkur sönnunargögn undir höndum og gerir lítið úr árangri Hólmfríðar. Elliðið má eins og svo margir íþróttarfréttamenn sem hafa misst sig í umfjöllun um samsæriskenninguna skammast sín. Þessir menn eru að gera lítið úr íþróttum kvenna með mjög óábyrgri umfjöllun. Þessir menn ættu að hugsa um hundinn Lúkas núna og muna hvernig hann drapst.
Hólmfríður spilaði frábærlega fyrir KR, var drifkraftur liðsins á miðjunni og skoraði 15 mörk í 13 leikjum sem þykir mjög gott fyrir miðjumann. Auk þess skoraði hún 3 mörk í þremur bikarleikjum, en KR varð bikarmeistari. Hún var kosin í eins lýðræðislegum kosningum og hægt er að framkvæma. Hólmfríður Magnúsdóttir var kosin vegna þess að hún er besti leikmaður Íslandsmótsins. Hólmfríður til hamingju með titillinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Næturvaktin. Stórgóðir þættir.
21.10.2007 | 21:34
Ég var að komast að því að bloggið mitt er að breytast í fótbolta og fréttablogg sem það átti ekki að vera. Þess vegna sé ég mig tilknúinn að blogga um eitthvað annað.
Næturvaktin er þáttur sem er búinn að vera á dagskrá Stöðvar2 í nokkrar vikur og verð ég að segja að þessir þættir eru stórgóðir, einfaldir og bráðskemmtilegir. Aðalpersónurnar eru 3 starfsmenn á næturvakt á bensínsstöð og fjalla þættirnir um það sem gerist á bensínstöðinni. Persónurnar eru stórkostlegar, kannski aðeins ýktar en það þarf til að gera svona þátt skemmtilegan. Það sem mér finnst gaman af er að þegar maður sér þessa þætti, þá kannast maður við allar þessar persónur. Leikararnir eru frábærir, allir sem einn. Ég held að þetta séu frekar ódýrir þættir, ekki mikill kostnaður í leikmynd eða búninga og ekki margir leikarar sem koma við sögu. Ég held að þetta sé svona þáttur sem leikarar vilja koma fram í og að það þarf ekki að snúa upp á hendurnar á þeim til að koma fram.
Ég hlakka til næsta þáttar, ég veit það að Næturvaktin klikkar ekki. Ég vona bara að það verði áframhald á framleiðslu þáttarins og fleiri sjónvarpsstöðvar taki upp á því að gera svona þætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ætli þetta sé tilviljun?
21.10.2007 | 10:08
Eiður Smári spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona á tímabilinu í gær og í gær tapaði Barcelona sínum fyrsta leik á tímabilinu? Barcelona hafði spilað 7 leiki án þess að tapa þar til í gærkvöldi?
Eiður fékk sitt fyrsta tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hljóðlátur eltingarleikur!
21.10.2007 | 09:16
Þessi eltingarleikur hefur verið hljóðlátur þar sem að ég steinsvaf á meðan hann fór framhjá svefnherbergisglugganum mínum. Það er kannski ekki að marka mig þar sem ég get sofið ansi fast og ekki rumskað þó mikið gangi á í nágrenninu. Síðan er annað mál að ég er ansi þreyttur á öllum hraðahindrununum sem búið er að setja upp í Keflavík, en núna sýna þær að þær eru til margra hluta nytsamleg. Ég ætti kannski að fara fram á að fá þriðju hraðahindrunina í götuna mína.
Talandi um eltingarleiki, þá varð ég einu sinni vitni að svona eltingarleik í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar. Þó að margir halda því fram að svona eltingaleikir séu daglegir atburðir í hverri borg í Ameríkunni, þá hafa þeir horft á of marga þætti af "Most Socking Vdeos" eða hvað sem þættirnir heita. En þar sem ég bjó í fínu hverfi þá varð ég bara vitni að einum eltingarleik. Það var ökuníðingur sem keyrði framhjá húsinu okkar og beygði inn á bílaplanið okkar en þar hafði einum lögreglumanninum dottið í hug að beygja áður en kom að húsinu og fara hinum megin inn á bílastæðið og kom þá á móti ökuníðingnum. Þrátt fyrir að vera búin að loka hann af þá keyrði lögreglumaðurinn á bíl ökuníðingsins. Þessi eltingarleikur var ansi hávær, enda eitthvað um 10 lögreglubílar með sírenur á fyrir utan svalirnar hjá mér. Mér fannst eins og ég væri kominn í svona "Most Shocking Videos" sjónvarpsþátt. En við ákváðum að segja engum frá þessum eltingarleik á meðan við vorum í Ameríkunni, það voru alltof margir þegar með of miklar áhyggjur af okkur.
Lögregla veitti ökumanni sem er grunaður um ölvun eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)