Hljóðlátur eltingarleikur!

Þessi eltingarleikur hefur verið hljóðlátur þar sem að ég steinsvaf á meðan hann fór framhjá svefnherbergisglugganum mínum. Það er kannski ekki að marka mig þar sem ég get sofið ansi fast og ekki rumskað þó mikið gangi á í nágrenninu. Síðan er annað mál að ég er ansi þreyttur á öllum hraðahindrununum sem búið er að setja upp í Keflavík, en núna sýna þær að þær eru til margra hluta nytsamleg. Ég ætti kannski að fara fram á að fá þriðju hraðahindrunina í götuna mína.

lögreglan að störfum.Talandi um eltingarleiki, þá varð ég einu sinni vitni að svona eltingarleik í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar. Þó að margir halda því fram að svona eltingaleikir séu daglegir atburðir í hverri borg í Ameríkunni, þá hafa þeir horft á of marga þætti af "Most Socking Vdeos" eða hvað sem þættirnir heita. En þar sem ég bjó í fínu hverfi þá varð ég bara vitni að einum eltingarleik. Það var ökuníðingur sem keyrði framhjá húsinu okkar og beygði inn á bílaplanið okkar en þar hafði einum lögreglumanninum dottið í hug að beygja áður en kom að húsinu og fara hinum megin inn á bílastæðið og kom þá á móti ökuníðingnum. Þrátt fyrir að vera búin að loka hann af þá keyrði lögreglumaðurinn á bíl ökuníðingsins. Þessi eltingarleikur var ansi hávær, enda eitthvað um 10 lögreglubílar með sírenur á fyrir utan svalirnar hjá mér. Mér fannst eins og ég væri kominn í svona "Most Shocking Videos" sjónvarpsþátt. En við ákváðum að segja engum frá þessum eltingarleik á meðan við vorum í Ameríkunni, það voru alltof margir þegar með of miklar áhyggjur af okkur.


mbl.is Lögregla veitti ökumanni sem er grunaður um ölvun eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer endalaust í taugarnar á mér !!! Það er enginn í eltingarleik þegar að löggæslan er að veita mönnum eftirför. Kannski að þetta eigi vel við krakka í löggu og bófa....

Eftirför skal það vera!

einar b (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég hafði ekki hugsað út í þetta. En þetta er hárrétt athugasemd hjá þér.

Mummi Guð, 21.10.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég sé að það er búið að endurskrifa fréttina og ekki lengur skrifað um eltingarleik.

Mummi Guð, 21.10.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband