Færsluflokkur: Bloggar
Flottar fréttir.
28.2.2008 | 16:39
Það eru flottar fréttir að senda Litháísku glæpamennina til baka til Litháens. Enda finnst mér óeðlilegt að menn sem koma hingað til lands til að fremja sín afbrot, skuli vera verðlaunaðir með íslenskum fangelsum. Enda sagði fangelsisstjóri um daginn að afbrotamenn frá vissum löndum hafa engu að tapa þegar þeir fremjha afbrot. Ef þeir komast upp með það, þá er það hið besta mál fyrir þá. Ef þeir eru teknir og lenda í íslensku fangelsi, þá eru þeir í fínu húsnæði í ágætu fæði og í vinnu þar sem þeir hafa mun hærri laun en þeir myndu fá í heimalandinu.
Þessi regla hefur verið í lýði í fleirum löndum og það komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum að maður frá fyrrum Sovétlýðveldi sem hafði setið í sænsku fangelsi. Það stóð til að flytja hann til heimalands síns og til að þurfa ekki að fara í slíkt fangelsi, þá drap maðurinn samfanga sinn og losnaði þar með við framsal, þar sem menn með mjög alvarleg afbrot voru ekki framseldir. Maðurinn kaus frekar að sitja inn í sænsku fangelsi í 25 ár, heldur að sitja inni í sínu heimalandi í 5 ár.
Þá er bara næsta mál fyrir Björn að semja við fleiri lönd um framsal og legg ég til að Pólland verði næst í röðinni.
![]() |
Litháískir fangar til Litháen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er þetta það sem við viljum.
25.2.2008 | 20:34
Núna var ég að lesa yfir fréttir hér á mbl.is og mér finnst fréttirnar ekkert góðar. Pólskur karlmaður að káfa á 11-12 ára stelpum í Sundmiðstöðinni í Keflavík, tveir brasilískir karlmenn að staðnir að því að setja óþekkt lyf í glös stúlkna á skemmtistað. Tveir Litháar sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómar falla yfir þeim. Í gær var fréttir af tveim erlendum mönnum sem voru staðnir af því að brjótast inn í skartgripabúð og stela þaðan miklum verðmætum og reyndu síðan að stinga lögregluna af með ofsaakstri í gegnum íbúðarhverfi. Ekki er langt síðan að ölvaður pólskur maður keyrði á barn í Keflavík með þeim afleiðingum að það dó, hann stakk af vettvangi og hafði engan áhuga á að huga að heilsu barnsins.
Þetta eru bara nokkrar fréttir sem ég man eftir í augnablikinu um ofbeldisverk innflytjenda að undanförnu, en er öllum sama um að jafnvel dæmdir ofbeldismenn koma til landsins og hefja nýja lífið sitt hér með ofbeldisverkum og þjófnuðum? Af hverju er ekkert gert í málunum og jafnvel maður sem er sakaður um jafn alvarlegan glæp og að verða valdur að dauða barns er leyft að fara úr landi án þess að þurfa að sæta ábyrgð gerða sinna. Ég get ekki skilið þetta.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það eru ekki bara útlendingar sem fremja afbrot á Íslandi, en við höfum bara fullt í fangi með að eiga við íslenska afbrotamenn og eigum ekki þurfa að flytja inn glæpamenn frá austur Evrópu né annarsstaðar frá. Ég þekki nokkra Pólverja sem búa hérlendis og þeir eru hinir bestu menn. Það sem þeir segja um þessa afbrotamenn sem flykkjast til Íslands eru áhugavert, en þeir eru mjög mótfallnir þeim og vilja herða reglurnar sem myndi gera þekktum afbrotamönnum erfitt fyrir að koma til landsins til að vinna. Þetta eru Pólverjar að tala um aðra Pólverja og þetta getur því ekki talist kynþáttafordómar.
Núna eru örugglega einhverjir tilbúnir að kalla mig rasista fyrir þessa færslu. Ef það kallast rasisti að vilja landinu sínu það besta, þá er ég sennilega rasisti. Ég er umburðarlyndur gagnvart útlendingum og finnst frábært að fólk skuli flytja til landsins til að hefja nýtt líf og taka þátt í íslensku þjóðfélagi. En ég er ekki umburðarlyndur gagnvart erlendum glæpamönnum sem sjá Ísland sem saklaust land og koma hingað til þess eins að níðast á þjóðfélaginu.
Á meðan erlendir glæpamenn fá að stunda sína glæpi í friði, þá munu fordómar halda áfram að ágerast gegn erlendu fólki. Það dugar ekkert að láta Bubba syngja eitt lag með forsætisráðherra til að allt verði gott og engir fordómar verði til. Það sem þarf að gera til að minnka fordóma er það að það þarf koma í veg fyrir að dæmdir og hættulegir glæpamenn fái að labba inn í landið og setjast hér að án þess að nokkuð sé að gert. Það þarf að hjálpa þeim útlendingum sem vilja setjast hér að til aðlagast þjóðfélaginu og taka þátt í því. Ísland er frábært land og útlendingar sem vilja búa hér og taka þátt í þjóðfélaginu eru velkomnir, en ég vil ekki sjá þá sem koma hingað til að fremja sín afbrot. Þeir mega vera heima hjá sér áfram, Ég er umburðarlyndur gagnvart útlendingum, en ekki gagnvart glæpamönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
One Hit Wonder. -5.sætið.
24.2.2008 | 20:49
Í fimmta sæti yfir mestu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið What's Up með 4 Non Blondes. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af fjórum dökkhærðum konum og þannig kom nafnið til. 4 Non Blondes náði að gefa út tvær plötur áður en hún lagði upp laupanna árið 1995. Lagið What's Up kom út á seinni plötunni sem kom út árið 1993 og varð lagið að stórsmelli og eina smelli hljómsveitarinnar. Þegar hljómsveitin leystist upp þá reyndi söngkona 4 Non Blondes, Linda Perry að hefja sólóferil án þess að ná koma með annan smell.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ný skoðanakönnun.
24.2.2008 | 20:27
Ég var að setja inn nýja skoðanakönnun og þar spyr ég í tilefni konudagsins, hvaða lykt þykir þér mest sexý í fari hins kynsins. Valmöguleikarnir eru 3, sápu/sjampólyktin, Ilmvatns/rakspíralyktin og líkamslyktin.
Í síðustu könnun spurði ég, ef einræðisherra myndi ná völdum á Íslandi, hvort myndir þú vilja fá Jóhönnu Sigurðardóttir eða Pétur Blöndal sem einræðisherra. 229 kusu og vildu 65% fá Jóhönnu sem einræðisherra og 35% vildu fá Pétur Blöndal sem einræðisherra og kemur það mér mjög á óvart að svo margir myndu vilja fá Pétur sem leiðtoga Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bush leyfir Tyrkjunum að drepa Kúrda!
22.2.2008 | 21:57
Tyrkneski herinn virðist loksins vera búinn að fá leyfi hjá Bandaríkjamönnum til að ráðast á kúrdísku þjóðina. Þeir eru búnir að vera bíða lengi eftir þessu leyfi og hafa staðið í hótunum við Bandaríkjamenn vegna þess að þeir hafa ekki viljað samþykkja dráp Tyrkja á Kúrdum. Núna láta þeir Bandaríkjamenn vita með fyrirvara um árásina og fá samþykki með því skilyrði að ráðast bara gegn PKK (Verkamannaflokki Kúrda).
Mikið rosalega eru Tyrkirnir heppnir að PKK var stofnað. En PKK var stofnað til að berjast gegn útrýmingarstefnu Tyrkja og hafa því miður farið niður á sama plan og Tyrkirnir með því að drepa saklausa íbúa og þar með geta Tyrkirnir kallað PKK hryðjuverkasamtök. En Tyrkirnir segja að árásin í gær hafi ekki verið "meiriháttar aðgerð". Þá er það spurningin, hvað telja Tyrkir "meiriháttar aðgerð"? Var það meiriháttar aðgerð þegar Tyrkneskir hermenn drápu eina og hálfa milljón Armena á síðustu öld?
![]() |
Uppreisnarmenn eltir uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skvass og Slátur, góð blanda.
20.2.2008 | 20:52
Það er sagt að leiðin að hjarta mannsins sé í gegnum magann á honum, það veit Fjóla og er hún dugleg að elda kræsingar ofan í mig. Það hefur leitt til þess að hjartað mitt hefur stækkað og maginn líka og núna er komið að því að minnka magann án þess að láta það bitna á hjartanu. Núna er Fjóla byrjuð á að draga mig í líkamsrækt og erum við farin að stunda skvass af kappi. Í kvöld fórum við í einn tímann og núna sit ég gjörsamlega búinn á því og rétt næ að pikka inn nokkrar línur hér. En mikið er þetta gott að hreyfa sig svona og fá smá tækifæri að svitna.
Eins og góðri konu sæmir þá verðlaunaði Fjóla mér fyrir mikið púl með góðum mat, kannski ekki þeim hollasta í heimi, en sennilega einum þeim þjóðlegasta í heimi. Því í kvöld var borðað slátur með kartöflumús að hætti forfeðranna okkar og ég sit hér gjörsamlega búinn á því eftir átið! Ég er alla vega búinn á þvi eftir skvassið og átið.
Við vorum svo klár að við bókuðum tíma aftur á laugardagsmorguninn í skvassið og þá verður tekið á því og kannski spilum eftir skvass-reglunum þá, en við höfum farið ansi frjálslegar með allar reglur. Enda snýst þetta ekki hjá okkur um að vinna, heldur að vera með og koma sér í form fyrir sumarið og hjólreiðatúrana og að sjálfsögðu að komast í svo gott form að ég get haldið áfram að borða matinn hennar Fjólu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fordómafullir Danir.
18.2.2008 | 20:33
Mér finnst Danirnir vera fordómafullir og sýna mikið útlendingahatur gagnvart Íslendingum með því að tilgreina þjóðerni Íslendinganna. Þetta er smá kaldhæðni hjá mér, þar sem að á Íslandi verður allt brjálað ef fjölmiðlar segja frá því að afbrotamennirnir séu erlendir. Ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að með því að tilgreina þjóðerni afbrotamanna beri það vitni um fordóma og útlendingahatur, heldur sé það hluti af fréttinni.
![]() |
Feðgar handteknir fyrir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Árshátíðarhelgin.
18.2.2008 | 02:18
Helgin var fín, aldrei þessu vant þá var farið út á lífið um helgina eða telst það að fara út á lífið að fara á árshátíð hjá vinnunni? meira að segja árshátíð sem ég tók þátt í að skipuleggja! Það leit reyndar ekkert allt of vel út hvort að ég kæmist á árshátíðina á föstudaginn. En þá átti Huginn að fara í Rjóðrið, en á fimmtudaginn leit út fyrir að hann væri orðinn veikur og á föstudeginum var hann orðinn fárveikur, með hita, niðurgang og stórhækkaðann púls. Það varð úr að við sáum um að annast hann heima og reyna að koma honum í sem best form. Eftir að Huginn sofnaði á föstudagskvöldið og við sáum púlsinn hans hríðlækka fylltumst við aftur von um að komast á árshátíðina. Huginn vaknaði síðan í ágætis formi á laugardagsmorgni og eftir samtal við Rjóðrið fórum við með Hugin þangað og hefur dvölin gengið ágætlega fyrir sig.
Árshátíðin hjá Fríhöfninni er eitt það skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað og ég fæ að upplifa það á hverju ári, en eftir að Huginn kom heim af sjúkrahúsinu þá þurfum við að skipuleggja okkur vel fram í tímann og við sáum að við gætum ekki farið á árshátíðina nema Huginn væri í Rjóðrinu og þar sem við þurfum að koma með allar okkar óskir um innlagnir með um þriggja mánaðar fyrirvara og óljóst var hvenær árshátíðin yrði haldin, þá sótti ég um að komast í árshátíðarnefndina til að fá dagsetninguna sem fyrst og það gekk eftir. Síðan hef ég starfað við hana og mikið var síðan gaman á laugardagskvöldið að upplifa kvöldið sem við höfðum skipulagt svo mikið og lengi. Þó ég segi sjálfur frá þá fannst mér kvöldið ganga einstaklega vel fyrir sig. Maturinn í Bláa Lóninu var frábær, enda sáu Stjáni og Helgi um að elda ofan í okkur, skemmtidagskráin tókst einstaklega vel og salurinn var frábær í alla staði. Pottþéttur salur fyrir svona árshátíð. Kvöldið var bara frábært í alla staði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kemur ekki á óvart.
17.2.2008 | 16:29
Ég held að það hafi ekki komið neinum á óvart að maðurinn noti fyrsta tækifæri til að flýja glæpinn. Ég held að það sé kominn tími til að við Íslendingar gerum einhverjar róttækar breytingar á lögum sem kemur í veg fyrir að menn geti komið hingað til lands framið sín afbrot í friði og komist upp með þau án þess að nokkur geti gert neitt í málunum.
Svona atvik eru ekki til þess að minnka fordóma gagnvart útlendingum, heldur verður þetta mál til að auka útlendingahatur og gera þeim góðu og gegnu útlendingum sem hingað hafa komið til að taka þátt í íslensku samfélagi erfitt fyrir. Er það sem fólk vill? Ég held ekki.
Mynd af Pólverjanum. Tekin af vf.is
![]() |
Farinn úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
One Hit Wonder. -6.sætið.
17.2.2008 | 15:58
Í sjötta sæti yfir stærstu one hit wonder lög allra tíma er lagið It's Raining Man með hljómsveitinni The Weather Girls. Hljómsveitina skipuð þær stúlkur Martha Wash og Izora Armstead. Lagið var samið árið 1979 af Paul Jabara og Paul Shaffer, þeir reyndu mikið að koma laginu á framfæri og buðu mörgum kvenkyns söngvurum lagið, meðal þeirra sem höfnuðu laginu eru Donna Sommer, Diana Ross, Cher Chaka Kahn, Teena Marie, Gloria Gaynor, Grace Jones og Barbara Streisand. The Weather Girls gáfu lagið út árið 1982 og varð það gríðarlega vinsælt um allan heim. Þess má geta að It's Raining Man er uppáhaldslag Hómers Simpsons.
It's Raining Man með The Weather Girls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)