Lögreglan á Suðurnesjum enn einu sinni að vekja athygli á fjársvelti.
25.5.2008 | 08:24
Mér finnst þessar tilkynningar frá lögreglunni á Suðurnesjum ansi skondnar. Ég skil auðvitað lögregluna að vilja helst ekki fara í útköll, það væri best fyrir alla að engin útköll væri. En það búa yfir 20.000 manns á Suðurnesjum og mér finnst dálítil óraunhæft hjá lögreglunni að halda að engin útköll verði á laugardagskvöldi þegar stór hluti af íbúunum fari út að skemmta sér og svo maður tali ekki um á Eurovision kvöldi.
Mér finnst þessi tilkynning benda til að rólegt hafi verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lögreglan vissi að tvenn slagsmál voru í Reykjanesbæ í nótt og nokkrum sinnum munaði litlu að það yrði slagsmál. Þá var lögreglan kölluð nokkrum sinnum til þar sem fólk var að spila tónlist of hátt heima hjá sér eftir miðnætti.
Ég vil benda á niðurlag tilkynningarinnar að það var svo mikið hjá lögreglunni að tveir sátu inni í nótt, annar vegna þess að hann var ofurölvi og það fannst fíkniefni á hinum. Það sat enginn inni vegna slagsmála eða óláta og enginn fór á sjúkrahús vegna áverka og lögreglan tók engan fyrir umferðarlagabrot. Samt voru miklar annir hjá lögreglunni.
Ef lögreglan á Suðurnesjum eru að senda svona tilkynningar frá sér til að vekja athygli á fjársvelti sínu, þá tekst þeim það ágætlega. En hvort það er rétt að reyna að vekja svona athygli á sér er önnur saga. Núna bíð ég spenntur eftir að fá álíka tilkynningar frá lögreglunni á Selfossi, Akureyri og Borganesi, en býst ekki við þeim nema að það hafi verið alvöru annir hjá þeim, þar sem þessi lögregluembætti eru ekki í fjársvelti.
PS. Ég bæti við tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík og það er áhugavert að bera saman tilkynninguna frá lögreglunni á Suðurnesjum og frá Reykjavík.
"Mikið fjör var í miðborg Reykjavíkur í nótt, að sögn lögreglunnar, sem þurfti þó að hafa afskipti af nokkrum fjörkálfum sem gengu fullhratt um gleðinnar dyr. Nokkuð var um pústra en allt gekk stórslysalaust. Margir voru á ferðinni, alveg fram undir morgun, og þeir sem lengst tórðu til trallsins voru að tínast úr miðborginni um sjöleytið í morgun. Átta gistu fangageymslur".
Annasamt hjá lögreglu á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær flutningur, en mun ekki duga. Mín spá.
24.5.2008 | 20:50
Þó að Eurobandið hafi staðið sig frábærlega á sviðinu, þá held ég að það muni ekki duga til að komast á topp 5 listann. Mín spá fyrir efstu sætin eru eftir að hafa hlustað á öll lögin:
1. Bosnia-Herzegovina.
2. Úkraína.
3. Rúmenía.
4. Azerbadjen.
5. Króatía
Mín spá hvernig íslensku atkvæðin falla; 12 stig Danmörk, 10 stig Finnland, 8 stig Bosnia-Herzegovina, 7 stig Azerbadjen, 6 stig Króatía, 5 stig Svíþjóð, 4 stig Lettland, 3 stig Noregur, 2 stig Rúmenía og 1 stig Bretland.
Verstu lögin í keppninni að mínu mati eru lögin frá Spáni, Armeníu, Tyrklandi, Grikklandi, Georgiu og Ísrael.
Flutningur Eurobandsins gekk vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjátrúin.
22.5.2008 | 23:09
Þar sem Ísland verður ellefta þjóðin á sviðið á laugardaginn þá vil ég benda hjátrúafullum á að Derby fékk 11 stig í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og varð langneðst. Auðvitað trúum við ekki á hjátrú og Derby hefði örugglega gengið betur ef Friðrik Ómar og Regína hefðu verið í þeirra liði.
Ísland verður 11. í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá verður loksins Eurovision partý á laugardaginn.
22.5.2008 | 21:05
Loksins, loksins verður hægt að halda Eurovision-partý og það á laugardagskvöldi, það hefur ekki gerst síðan ég man ekki hvenær. En Ísland komst verðskuldað áfram, ekki bara að þau stóðu sig svo vel heldur voru amsi margir flytjendur varla boðlegir og vil ég síður nefna nokkur lönd, en einhvern veginn er Tékkland ofarlega í huga mér núna.
En ég veit að margir fagna því að Ísland hafi komist áfram og sá sem fagnar örugglega mest er Haukur nokkur sem að ég veit að ætlar að græða peninga á partýgleði Íslendinga um helgina.
Ísland áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Michel var yfirburðarmaður á vellinum.
21.5.2008 | 23:04
Þá er stórgóðum úrslitaleik í Meistaradeildinni lokið og horfði ég á hann og naut hans í botn, samt var Crystal Palace ekki að spila. Leikurinn var frábær skemmtun, völlurinn var reyndar flugháll og ekki gerði rigningin leikmönnum auðveldara fyrir, en samt tókst þeim að spila frábæra knattspyrnu. Þó margir séu eflasut svekktir yfir úrslitunum þá er ekki hægt að taka það af leikmönnum að leikurinn var stórgóður.
En það er ekki nóg að hafa tvö lið skipuð góðum leikmönnum til að leikurinn verði góður, mikilvægasti leikmaðurinn er dómarinn og dómarinnn í kvöld Slóvakinn Lubos Michel var yfirburðarmaður á vellinum, hann dæmdi varla umdeildan dóm. Ég man reyndar eftir einu atviki þar sem hann dæmdi hornspyrnu, þar sem Chelsea átti að fá markspyrnu. En ein lítil mistök er ekki mikið í svona erfiðum leik. Þess vegna vel ég Lubos Michel besta mann vallarins.
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eiga sögusagnir um fjárhagsvandræði Fylkis við rök að styðjast?
20.5.2008 | 23:00
Þær sögusagnir um að Fylkir eigi við alvarleg fjárhagsvandræði virðist eiga við rök að styðjast. Stöð 2 sagði frá því fyrir stuttu að mikil óáængja væri hjá leikmönnum Fylkis þar sem Fylkir gæti ekki staðið við gerða samninga. Kom það fram í fréttinni að íslenskir leikmenn Fylkis fengu greitt 50% af umsömdum launum, en erlendu leikmennirnir fengu 75%. Samt væri meiri óánægja hjá erlendu leikmönnunum.
Það er ljóst að Fylkir eru með marga dýra leikmenn, leikmenn eins og Gravesen, Dyring, Hannah, Jeffs, Valur Fannar og Ólafur Ingi eru ekki á lágum launum, samt er falldraugurinn Jóhann Þórhallsson sennilega dýrasti leikmaður Fylkis. En núna virðist sem Fylkir hafi áttað sig á hæfileikum Jóhanns þar sem hann hefur ekkert komið við sögu Fylkis í síðustu tveim leikjum liðsins. Núna hafa Fylkismenn losað sig við Hannah og spurning er hver mun fara næst frá Fylki.
Hannah hættur hjá Fylki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er ég lost!
19.5.2008 | 23:25
Ég verð að segja að ég er orðinn lost á þessum blessuðum Lost-þáttum sem eru sýndir á RÚV þessar vikurnar. Ég hef verið dyggur aðdáandi þáttanna frá því ég var í Pittsburgh fyrir þrem árum síðan. Á þeim tíma var mikið talað um þessa þætti á spjallsíðum á Íslandi (fékk ég allar fréttir og slúður frá slíkum síðum) og eitt sinn þegar Fjóla var lögst í flensu þá rölti ég yfir götuna og í BestBuy og keypti fyrstu seríuna á DVD. Við eyddum næstu kvöldum í að horfa á þættina og þótti mér þeir mjög spennandi og góður. Ég beið síðan spenntur eftir annari seríunni og verð ég að segja að hún olli mér miklum vonbrigðum. Þriðja serían var mun skárri en sú önnur og var ég farinn að hlakka til fjórðu seríunnar og ég verð að segja að hún er ein stór vonbrigði.
Ég skil ekki af hverju ég er enn að hanga yfir því þessum þætti, sérstaklega þar sem það er búið að gefa út að seríurnar verða sex talsins, þannig að ég fæ ekki að vita um leyndardóma eyjunnar fyrr en sumarið 2010 og ég veit ekki hvort ég nenni að hanga svo lengi yfir þessum þætti eða vitleysu eins og þættirnir eru farnir að vera.
Þetta var sjónvarps-pirrings-bloggið mitt á mánudagskvöldi, ætli ég noti ekki næsta mánudagskvöld í að horfa á American Idol.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í dag eru þrjú ár síðan Huginn fékk nýja lifur.
17.5.2008 | 21:09
17. maí 2005 gekkst Huginn undir lifrarígræðslu á Barnaspítalanum í Pittsburgh, þá tæplega 6 mánaðar gamall. Á sama tíma gekkst Fjóla undir mikla aðgerð á Montefiore-spítalanum. Var hluti af lifur hennar tekinn og græddur í Hugin. Þessum degi mun ég aldrei gleyma, þó að þessi dagur hafi verið í hálfgerðri móðu hjá mér.
Ég vaknaði þennan dag um klukkan 4 eftir tveggja tíma svefn. Ég fór upp á spítala til Fjólu og hitti hana þar sem það var verið að búa hana undir aðgerðina, Sævar bróðir og Lovísa konan hans voru á Barnaspítalanum hjá Hugin, en hann var þarna orðinn mjög veikur vegna lifrarsjúkdómsins og ljóst var að hann ætti aðeins örfáa daga eftir ef hann fengi ekki nýja lifur.
Eftir að Fjóla fór í aðgerðina um klukkan korter í sjö og þá hljóp ég yfir á Barnaspítalann til að hitta Hugin, ég var hjá honum þar til hann fór í aðgerðina um klukkan hálf tíu. Ástæðan fyrir þessum tímamun á aðgerðunum var sá að best væri að lifrarbúturinn úr Fjólu væri kominn á Barnaspítalann um leið og ónýtan lifrin væri tekin úr Hugin. Klukkan var orðinn sex um kvöld þegar ég loksins hitti Fjólu aftur og klukkan var orðin 10 þegar ég fékk hitta Hugin.
Ég held að fáir geta gert sér grein fyrir hvað gekk á þennan dag hjá mér. Ég var nánast ósofinn þegar dagurinn hófst og þegar bæði Huginn og Fjóla voru í aðgerð þá ákvað ég að fara heim að leggja mig aðeins, ég náði að leggjast í svona 15 mínútur (án þess að sofna) og þá gat ég ekki lengur verið heima og fór aftur á spítalann. Það var mikill léttir að hitta Fjólu aftur og eftir að hún fór að sofa aftur skokkaði ég yfir á Barnaspítalann og þar tók við bið og aftur bið. Bið var það sem einkenndi þennan dag hjá mér.
Það var eitt atvik sem gerðist á Barnaspítalanum um kvöldið sem segir ýmislegt um hvernig það er að eiga bæði barn og unnustu í mikilli aðgerð, maður reynir að halda sönsum og andlitinu en það þarf lítið til að missa tökin á sjálfum sér. Þannig var að ég, Sævar og Lovísa vorum að bíða á Barnaspítalanum, við höfðum fengið litlar fréttir af aðgerðinni á Hugin nema það að allt gengi vel. Síðan kemur að því að við erum kölluð á fund með dr. Rakish Sindhi sem stjórnaði aðgerðinni á Hugin og hann sagði okkur hvernig allt hafi gengið fyrir sig og hvað við ættum von á á næstum dögum. þetta var góður fundur þar sem ég fékk að vita af öllum hættunum sem fylgja lifrarígræðslum (af hverju ætli ég hafi ekki fengið að vita af þessu fyrir aðgerðina?). Síðan tók við bið aftur þar til við myndum fá að hitta Hugin og sú bið var ansi löng fannst mér.
Síðan kom loksins að því að við vorum sótt á biðstofuna og okkur tilkynnt að núna fengum við að hitta Hugin. Þegar við komum að Gjörgæsludeildinni þá er mér vísað frá og ekki hleypt inn á deildina. Ástæðan var sú að ég hafði ekki aðgangsheimild. Ég var mjög ósáttur og reifst við móttökukonuna sem hleypir fólki inn á deildina. Ég neitaði að sækja um heimildina og bað hana vinsamlega um að tala við dr. Sindhi og spyrja hann hvort ég mætti hitta Hugin og hún neitaði því. Ég sagði henni þá að ég ætlaði að hitta Hugin og hún myndi ekki koma í veg fyrir það, þá hótaði hún því að kalla til lögregluna og láta handtaka mig. Þarna var ég saklaus Íslendingur að bíða eftir að hitta barnið mitt eftir langa og mikla aðgerð og viðmótið sem ég fæ er hótun um handtöku og eftir að hafa séð handtökuna á Rodney King þá stóð mér ekki á sama. Ég gaf eftir og fór í móttökuna á fyrstu hæð og fékk aðgangsheimildina. Þess má geta að aðgangsheimildin sem Sævar og Lovísa höfðu voru fyrir 16. maí og hún var löngu útrunnin og það kom þessari blessaðri konu ekkert við. Það særði mig einna mest var það að á meðan ég var að ná í aðgangsheimildina þá fór þessi blessaða móttökukona yfir gjörgæsludeildar-reglurnar með Sævari og Lovísu, en ekki með mér.
Þegar ég kom til baka með heimsóknarheimildina, þá fengum við loksins að hitta Hugin og hann var bara flottur. Eftir þetta þá horfði þessa blessaða kona á mig alltaf með einhverju sérstöku augnráði, eina skiptið sem ég sá hana verulega hissa var þegar ég kom með Fjólu að hitta Hugin í fyrsta sinn. Ég hef grun um að hún hefði haldið að konan mín myndi líta öðruvísi út. Ég svona stór og mikill og síðan Fjólan svona lítil og nett.
Ég ætla að lokum að setja inn myndband af Hugin sem ég tók af Hugin daginn eftir aðgerðina, ég þurfti oft að hlaupa á milli spítala til að taka myndir af Hugin þar sem hann lá á Gjörgæslu til að sýna Fjólu þar sem hún lá á Gjörgæslu á allt öðrum spítala, þetta myndband er eitt af þeim. Spurning er hvernig getur nokkur maður staðist þessi augu?
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.5.2008 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn eitt fótboltabloggið,
15.5.2008 | 23:36
Þetta er samt ekki alveg fótboltablogg, heldur frekar blogg um síðustu daga og þar hefur mikið snúist um fótbolta þar sem enska deildin er að ljúka og sú íslenska að byrja.
Um síðustu helgi lögðum við lönd undir fót og fórum á bernskuslóðir Fjólu og nutum gestrisni foreldra hennar. Við gátum ekki lagt af stað fyrr en eftir hádegi á laugardeginum þar sem ég var að vinna um morguninn og síðan þurfti ég að koma við í Ölver og horfa á mína menn í Crystal Palace spila í úrslitakeppni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór ekki eins og ég hafði vonast til og eftir leikinn brunuðum við norður. Helgin var stórfín, var mikið slappað af og rúntað um nágrennið. Ég lenti meira að segja í að aðstoða við sortera fylfullu merarnar frá hinum. Var þetta ný reynsla fyrir mig þar sem að það eina sem ég vissi um hesta þegar ég kynntist Fjólu var að hestabörnin hétu folöld og hægt væri að kaupa hesta í kjötborðum í stórmörkuðum.
Ég eyddi reyndar stórum hluta helgarinnar í símanum, þar sem við ákváðum að fá okkur öryggiskerfi í húsið okkar í síðustu viku og stóra prófraunin var um helgina og það má segja að kerfið hafi kolfallið á prófinu. Þar sem öryggiskerfið fór látlaust í gang og voru það kisurnar sem settu það í gang hvað eftir annað. Þannig að ég þurfti hvað eftir annað að tala við öryggisverðina um lausnir. Í vikunni kom síðan tæknistjóri og lagfærði kerfið þannig að lítil hætta er á kerfið fari í ganga þó kisurnar klóri sér á bak við eyrun.
Í þessari norðurferð fékk ég mynd af okkur Hugin saman, þetta er sennilega síðasta myndin sem er tekin af okkur saman, en hún var tekin í fermingarveislu 4 dögum áður en Huginn Heiðar dó. Ég var ekkert smá ánægður að fá svona flotta mynd af okkur saman, þó myndin sé ekki alveg í fókus þá finnst mér hún frábær og læt hana fylgja þessari færslu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keflavík á metið.
13.5.2008 | 09:17
Sumarið 2002 spiluðu ansi margir örvfættir leikmenn með Keflavík, til dæmis í leiknum gegn ÍBV voru 7 örvfættir leikmenn í byrjunarliði Keflavíkur. Þeir Jóhann, Haraldur, Kristján, Ómar, Adolf, Ólafur og Hjörtur eru allir örvfættir. Guðmundur Steinarsson kom svo inn á á 80 mínútu og voru þá 8 örvfættir keflvíkingar inn á í einu.
Fimm örvfættir í byrjunarliði FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)