Ný skoðunarkönnun.

Ég var að setja inn nýja skoðunarkönnun og þar er spurt hvort þið munið hvað gamla nafnnúmerið ykkar var.

Í síðustu könnun var spurt hvort þið væru búin að kolefnisjafna bílinn ykkar. 88 svöruðu, 61,4% sögðu að þau væru ekki búin að því. 37,5% vissu ekki hvað kolefnisjöfnun væri og 1,1% sagðist hafa kolefnisjafnað bílinn sinn. Eða nákvæmlega einn maður og auglýsi ég hér með honum.


Kemur ekkert á óvart.

Það kemur mér ekkert á óvart að Ólafur hafi verið rekinn, enda hefur hann ekki náð árangri sem þjálfari í mörg ár. Ég vil benda á færslu sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Hún er hér.


mbl.is Ólafur Þórðarson hættur sem þjálfari Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður auglýst þegar hann hleypur.

Ég vona að þetta hlaup hans verði auglýst vel, svo ég verði örugglega ekki vitni af þessu!


mbl.is Gillzenegger hleypur nakinn í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úppps. Aðeins of seint.

víkingurHefði ekki verið betra að skipta aðeins fyrr um þjálfara þegar ljóst var hvert stefndi. Nýr þjálfari hefði kannski náð að bjarga liðinu frá falli. KR-ingar skiptu um þjálfara þegar ljóst var að ekkert var að gerast hjá félaginu og björguðu sér frá falli. Núna bíð ég eftir fréttum af því að Ólafur Þórðarson sé hættur með Fram.


mbl.is Magnús Gylfason hættur þjálfun Víkings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmótið búið.

boltamyndÞá er Íslandsmótinu í fótbolta lokið og lauk því með smá fjöri, þar sem Valsmenn nánast stálu titlinum af FH-ingum á lokasprettinum. Er ég töluvert sáttur við það enda ekki gaman þegar sama liðið verður meistari ár eftir ár, þetta var farið að líkjast norsku knattspyrnunni þar sem Rosenborg unnu alltaf og það var farið að segja frá því í Noregi að það eina sem gæti komið í veg fyrir að Rosenborg verði meistari er að þeir myndu ráða Teit Þórðarson sem þjálfara. Eftir að hafa fylgst með sumrinu þá gerir maður sér grein fyrir því að hinn lélegi árangur KR í fyrra var engin tilviljun.

Fallbaráttan var æsispennandi og kom það í hlut Víkinga að falla og kemur mér það ekkert á óvart, þeir voru með langslakasta liðið í sumar, þeir hefðu kannski geta náð að bjarga sér ef þeir hefðu haft betri þjálfara. Fyrirfram voru HK menn líklegastir til að falla en þeir komu á óvart í sumar og sigldu lygnan sjó þó að þeir hafi aldrei náð að losna alveg við fallbaráttuna. Hvorki KR né Fram hefðu aldrei átt að vera í fallbaráttunni og ég held að eina ástæða þess að þeir voru þar séu slakir þjálfarar og það er gaman að segja frá því að þjálfararnir voru bræðurnir Teitur og Ólafur Þórðarsynir.

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir að hafa fylgt FH-ingum allt sumarið og ég hreinlega hélt að FH yrðu Íslandsmeistarar þar til í síðustu umferðinni þar sem FH tapaði fyrir Val og skyndilega voru Valsmenn orðnir efstir.

Sumarið var erfitt fyrir mig sem stuðningsmann Keflavíkur. Við byrjuðum frábærlega, sýndu sannkallaðann sambabolta og það var gaman að fara á leiki og sjá liðið sitt spila frábærlega. Í byrjun júlí spiluðum við ÍA og þar sýndu þeir Skagamenn fáheyrðan óheiðarleika og ódrengskap sem flestir myndu skammast sín fyrir og unnu leikinn á mjög óíþróttamannslegan hátt. Það virðist sem mínir menn hafi brotnað niður við þetta, enda á heiðarlegt fólk oft erfitt með að lifa með óheiðarleika annarra og liðið var ekki svipur hjá sjón eftir þetta og liðið seig lægra og lægra í deildinni og endaði tímabilið í 6. sæti.

Það eru nokkrir áhugaverðir félagsskiptapunktar sem vert er að hugsa um eftir að Íslandsmótinu er lokið. Helgi Sigurðsson fór frá Fram til Vals til að vinna Íslandsmeistaratitil og varð hann að ósk sinni. Jóhann Þórhallsson falldraugur Íslands (Hermann Hreiðarsson er ekki meðtalinn) hefur fallið með Þór, KA og Grindavík og eftir að hann féll með Grindavík í fyrra þá fékk hann tilboð frá mörgum félögum, en hann valdi að fara til KR og af hverju? Hann vildi vinna titla. Jóhann sem hefur fallið með öllum félögum sem hann hefur spilað með nema KR náði næstum því að senda KR niður líka í sumar. Þá er líka umhugsunarvert af hverju Matthías Guðmundsson yfirgaf Val til að spila með FH, var það ekki til að vinna titla. Ef svo er þá vona ég að hann geri sér grein fyrir að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.

Síðan má hugsa um þá leikmenn sem FH hefur ekki haft not af og losað sig við. Þar skal fyrstan nefna Jónas Grana Garðarson sem hafið farið á kostum í sumar og tryggði sér gullskóinn fyrir að vera markahæsti leikmaður Íslandsmótsins, þetta var leikmaður sem FH gat ekki notað eins og Baldur Bett sem hefur farið á kostum með Val og Atli Viðar Björnsson sem hefur leikið við hvern sinn fingur með Fjölni. Á sama tíma hefur FH safnað að sér gömlum leikmönnum sem hafa ekki náð að sína neitt fyrir FH, leikmenn eins og Sigurvin og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki.


Flott hjá Keflavík, lélegt hjá RÚV.

Flottur sigur hjá Keflavík í dag og fyrsti titillinn í höfn í vetur.

Aftur á móti þá má RÚV, sjónvarp allra landsmanna skammast sín. En RÚV hætti við að sýna leikinn í beinni útsendingu þar sem þeir ákváðu að endursýna formúluna frá því í nótt í staðinn, en RÚV ákvað fyrir löngu að leikurinn yrði sýndur.

Á heimasíðu Keflavíkur er frétt um þetta.


mbl.is Keflavík sigraði Hauka með 15 stiga mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Phil SpectorÞað hefði komið mér mjög á óvart ef Phil Spector hefði verið dæmdur sekur, ég get ekki skilið hvernig nokkur maður geti trúað því að maður með svona sakleysislegt andlit gæti framið morð!
mbl.is Réttarhöldin yfir Spector dæmd ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmorslausir Ástralar.

Það ótrúlegt hvað menn geta verið húmorslausir og ég sem hélt að Ástralar hefðu húmor í lagi. Reyndar eru einu Ástralarnir sem þekki búsettir í Ramsey-götu í Erinsborough, en það er húmor í þeim!


mbl.is Dýrkeyptur brandari barþjónsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snati er saklaus.

Þar sem kötturinn á myndinni sem fylgir þessari frétt er nauðalíkur Snata, þá vil ég taka það fram að Snati kom ekkert nærri þessum slag. Hún svaf heima í rólegheitunum í alla nótt.


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag mitt til kvenréttindabaráttunnar.

skákborðÉg tefli oft á netinu á hinni ágætu síðu http://itsyourturn.com/ og hef oft hugsað um það af hverju reitirnir á skákborðinu heita allir karlkynsnöfnum, mér finnst það ósanngjarnt og legg til að nöfnunum verði breytt í kvenkynsnöfn. Ég legg til að nöfnunum verði breytt þannig Ari=Arna, Bjarni=Bríet, Ceres=Carmen, Daníel=Dagný, Einar=Eyrún, Finnur=Fanney, Gunnar=Guðrún og Hannes=Heiðrún. Ég legg til að hinn ágæti forseti Skáksambandsins Guðfríður Lilja taki þetta mál upp og breyti nöfnunum hið fyrsta.

Einn kunningi minn lagði til að gengið yrði lengra og reitirnir yrðu skýrðir eftir kvenskörungum, en þar sem þekking hans á kvenskörungum er takmörkuð þá lagði hann til að nöfnunum á reitunum yrði breytt í Ashley, Britney, Charlene, Dolly, Electra, Fiona, Gwyneth og Hilton. Ég þarf varla að taka það fram að ég er ekki sammála honum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband