Framlag mitt til kvenréttindabaráttunnar.

skákborðÉg tefli oft á netinu á hinni ágætu síðu http://itsyourturn.com/ og hef oft hugsað um það af hverju reitirnir á skákborðinu heita allir karlkynsnöfnum, mér finnst það ósanngjarnt og legg til að nöfnunum verði breytt í kvenkynsnöfn. Ég legg til að nöfnunum verði breytt þannig Ari=Arna, Bjarni=Bríet, Ceres=Carmen, Daníel=Dagný, Einar=Eyrún, Finnur=Fanney, Gunnar=Guðrún og Hannes=Heiðrún. Ég legg til að hinn ágæti forseti Skáksambandsins Guðfríður Lilja taki þetta mál upp og breyti nöfnunum hið fyrsta.

Einn kunningi minn lagði til að gengið yrði lengra og reitirnir yrðu skýrðir eftir kvenskörungum, en þar sem þekking hans á kvenskörungum er takmörkuð þá lagði hann til að nöfnunum á reitunum yrði breytt í Ashley, Britney, Charlene, Dolly, Electra, Fiona, Gwyneth og Hilton. Ég þarf varla að taka það fram að ég er ekki sammála honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð tillaga hjá þér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband